Mál númer 201604339
- 17. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #695
Á 431.fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Umsögn heilbrigðisfulltrúa lögð fram og rædd. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn samkeppniseftirlitsins. " Lögð fram umsögn Samkeppniseftirlitsins.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa M-lista í skipulagsnefnd en þar segir að það hljóti ávallt að vera hlutverk skipulagsnefndar að taka hagsmuni og lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar framyfir fjárhagslega hagsmuni einstakra fyrirtækja eða einstaklinga.
Íbúahreyfingin telur að rafhleðslu- og bensínstöð á lóðarmörkum Krónunnar og Háholts 17 væri ekki í þágu íbúa og fyrir því eru ótal rök.
1. Framboð á eldsneytisstöðvum í miðbæ Mosfellsbæjar er fullnægjandi. Eldsneytisstöðvar eru núþegar þrjár á um 500 m radíus. Ein hinum megin við hús Krónunnar;
2. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis telur of lítið gert úr slysahættu í verkefnislýsingu;
3. Bensínstöðin verður eftirlitslaus við hlið fjölbýlishúss, á fjölsóttu verslunarsvæði;
4. Óþörf mengandi starfsemi er í trjássi við stefnu í aðalskipulagi um sjálfbærni sem leiðarljós;
5. Staðsetning bensínstöðvar í miðbænum stríðir gegn fagmennsku og stefnu um lifandi, grænan miðbær, framsækna byggingarlist og hlýlegt umhverfi.Afgreiðsla 436. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 695. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #436
Á 431.fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Umsögn heilbrigðisfulltrúa lögð fram og rædd. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn samkeppniseftirlitsins. " Lögð fram umsögn Samkeppniseftirlitsins.
Lagt fram.
Fullltrúi samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur ekki ástæðu til að gefa leyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð á bílastæði við Krónuna í Mosfellsbæ. Stöð á þessum stað getur skapað hættu á svæðinu (mengun, umferð, sprengihætta ofl.) auk þess yrði of þröngt um hana þarna sérstaklega m.t.t. þess að áætlað er uppbygging nokkuð þétt við á lóðinni við hliðina. Stöðin mun jafnframt geta hindrað frekari uppbyggingu á planinu, uppbygging sem gæti gert svæðið manneskjulegra og meira í takt við það sem við viljum í miðbænum okkar.
Ekki er þörf á bensínstöð á þessum stað þar sem nú þegar eru þrjá bensínstöðvar í miðbæjarsvæðinu sem teljast verður umtalsverður þéttleiki stöðva. Ein þeirra stöðva, N1, er við hliðina á umræddri lóð. Sjálfafgreiðslustöðvar sem þessar munu hugsanlega auka samkeppni þó draga megi það í efa í ljósi sögunnar og en ein sér gerir þessi stöð það ekki.Áheyrnarfulltrúi M-lista íbúahreyfingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggst eindregið gegn því að gerð verði rafhleðslu- og bensínstöð á lóðinni Háholt 13-15. Nægt framboð er af bensínstöðvum í Mosfellsbæ.
Af slíkri stöð yrði hugsanleg hætta af sprengingum, mengun yfirborðsvatns og lyktarmengun. Ónæði yrði fyrir íbúa fyrihugaðrar íbúðablokkar á næstu lóð, sem ekki er á bætandi þar sem þeir munu búa ofan við lágvöruverðsverslun í svalgangsblokk.
Auk þess sem þessi ráðstöfun Krónunnar myndi géfa fordæmi fyrir samsvarandi leyfi Bónuss.
Og jafnframt yrði þetta á skjön við yfirlýsta stefnu bæjarins um skipulag miðbæjarins, sem er lifandi, grænn miðbær, framsækin byggingarlist og hlýlegt umhverfi.
Hlutverk skipulagsnefndar hlýtur ávalt að vera að verja hagsmuni og lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar framyfir fjárhagslega hagsmuni einstakra fyrirtækja eða einstaklinga. - 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði, jafnframt er skiplagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis á áhættumatinu og breytingartillögunni.Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá samkeppniseftirlitinu." Lögð fram umsögn heilbrigðisfulltrúa.
Afgreiðsla 431. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #431
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði, jafnframt er skiplagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis á áhættumatinu og breytingartillögunni.Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá samkeppniseftirlitinu." Lögð fram umsögn heilbrigðisfulltrúa.
Umsögn heilbrigðisfulltrúa lögð fram og rædd. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn samkeppniseftirlitsins.
- 22. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #689
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði, jafnframt er skiplagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis á áhættumatinu og breytingartillögunni.Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá samkeppniseftirlitinu." Lögð fram umsögn heilbrigðisfulltrúa.
Afgreiðsla 430. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 689. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #430
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði, jafnframt er skiplagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis á áhættumatinu og breytingartillögunni.Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá samkeppniseftirlitinu." Lögð fram umsögn heilbrigðisfulltrúa.
Frestað.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu. Á 413. fundi var umhverfissviði falið að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna. Frekari gögn hafa borist.
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #424
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu. Á 413. fundi var umhverfissviði falið að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna. Frekari gögn hafa borist.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði, jafnframt er skiplagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis á áhættumatinu og breytingartillögunni.Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá samkeppniseftirlitinu.
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu. Frestað á 412. fundi.
Afgreiðsla 413. fundar skipulagsnefnd samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #413
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu. Frestað á 412. fundi.
Umhverfissviði falið að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna.
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu.
Afgreiðsla 412. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #412
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu.
Frestað