Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201610023

  • 23. nóvember 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

    Bæj­ar­stjóri kynn­ir drög að sam­komu­lagi um greiðslu gatna­gerð­ar­gjalda við LT lóð­ir.

    Af­greiðsla 1281. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 10. nóvember 2016

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1281

      Bæj­ar­stjóri kynn­ir drög að sam­komu­lagi um greiðslu gatna­gerð­ar­gjalda við LT lóð­ir.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til samn­inga við LT lóð­ir ehf. um gatna­gerð­ar­gjald og eign­ar­hald á landi á grund­velli fram­lagðra samn­ings­draga.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt, í sam­ræmi við 6. gr. sam­þykkt­ar um gatna­gerð­ar­gjald á deili­skipu­lögð­um svæð­um í Mos­fells­bæ, að lækka gatna­gerð­ar­gjald vegna spildu úr landi Blikastaða, landnr. 176813 um 37,5% frá gild­andi gjaldskrá hverju sinni í 5 ár frá und­ir­rit­un sam­komu­lags við LT lóð­ir ehf. um gatna­gerð og eign­ar­hald á um­ræddu landi, en að þeim tíma liðn­um nemi lækk­un­in 25% af gild­andi gjaldskrá. Til­efni þess­ar­ar sér­stöku lækk­un­ar er vilji Mos­fells­bæj­ar til að stuðla að hrað­ari at­vinnu­upp­bygg­ingu á land­inu, bæn­um til hags­bóta. Ákvörð­un þessi gild­ir svo lengi sem hún er ekki sér­stak­lega aft­ur­kölluð.