Mál númer 201610023
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Bæjarstjóri kynnir drög að samkomulagi um greiðslu gatnagerðargjalda við LT lóðir.
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1281
Bæjarstjóri kynnir drög að samkomulagi um greiðslu gatnagerðargjalda við LT lóðir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við LT lóðir ehf. um gatnagerðargjald og eignarhald á landi á grundvelli framlagðra samningsdraga.
Bæjarráð samþykkir jafnframt, í samræmi við 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ, að lækka gatnagerðargjald vegna spildu úr landi Blikastaða, landnr. 176813 um 37,5% frá gildandi gjaldskrá hverju sinni í 5 ár frá undirritun samkomulags við LT lóðir ehf. um gatnagerð og eignarhald á umræddu landi, en að þeim tíma liðnum nemi lækkunin 25% af gildandi gjaldskrá. Tilefni þessarar sérstöku lækkunar er vilji Mosfellsbæjar til að stuðla að hraðari atvinnuuppbyggingu á landinu, bænum til hagsbóta. Ákvörðun þessi gildir svo lengi sem hún er ekki sérstaklega afturkölluð.