Mál númer 201611227
- 20. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #701
Á 440. fundi skipulagsnefndar 7. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og annast gildistökuferlið þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Deiliskipulagsbreytingin var send Skipulagsstofnun í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu á B-deild Stjórnartíðinda. Lagður fram endurbættur uppdráttur í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Afgreiðsla 444. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 701. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #444
Á 440. fundi skipulagsnefndar 7. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og annast gildistökuferlið þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Deiliskipulagsbreytingin var send Skipulagsstofnun í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu á B-deild Stjórnartíðinda. Lagður fram endurbættur uppdráttur í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að auglýsa gildistöku skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og jafnframt að senda lagfærðan uppdrátt til Skipulagsstofnunar þegar lagfærður uppdráttur berst frá skipulagshönnuði.
- 13. júlí 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1314
Á 439. fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögu að breytingu á áður augýstri deiliskipulagstillögu." Lögð fram breyting á áður auglýstri deiliskipulagstillögu.
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 7. júlí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #440
Á 439. fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögu að breytingu á áður augýstri deiliskipulagstillögu." Lögð fram breyting á áður auglýstri deiliskipulagstillögu.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og annast gildistökuferlið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur það slæma nýtingu á landi Mosfellsbæjar og innviðum sveitarfélagsins að samþykkja það deiliskipulag sem lagt er til. Rétt væri að að gera nýtt deiliskipulag þar sem allt svæðið upp að Vesturlandsvegi og austur að Langatanga væri tekið fyrir. - 28. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #698
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar." Formaður skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og lögmaður bæjarins hafa átt fund með fulltrúum Trébúkka.
Afgreiðsla 439. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 698. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #439
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar." Formaður skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og lögmaður bæjarins hafa átt fund með fulltrúum Trébúkka.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögu að breytingu á áður augýstri deiliskipulagstillögu.
- 22. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #691
Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2017. Athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. mars 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #432
Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2017. Athugasemdir bárust.
Samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar.
- 21. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #685
Borist hefur erindi frá Eiríki S. Svavarssyni hrl. dags. 23. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis. Frestað á 425. fundi.
Afgreiðsla 426. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 685. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Borist hefur erindi frá Eiríki S. Svavarssyni hrl. dags. 23. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis.
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. desember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #426
Borist hefur erindi frá Eiríki S. Svavarssyni hrl. dags. 23. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis. Frestað á 425. fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 29. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #425
Borist hefur erindi frá Eiríki S. Svavarssyni hrl. dags. 23. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis.
Frestað.