Mál númer 201703051
- 22. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #691
Gefin er kostur á að koma að umsögn um frumvarpið fyrir 17. mars nk.
Fram er lögð eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar beinir því til alþingismanna að samþykkja ekki áfengisfrumvarp það sem liggur fyrir Alþingi.Íslenskt samfélag hefur náð mjög góðum árangri í að minnka áfengisneyslu ungmenna, það sýna rannsóknarniðurstöður og þar hafa sveitarfélögin lagt þung lóð á vogarskálar. Fjöldi félaga og stofnana innan heilbrigðiskerfis og á sviði félagsþjónustu sem og frjálsra samtaka sem vinna að betri hag barna og ungmenna, leggjast gegn samþykkt þessa frumvarps á grunni innlendra og erlendra rannsóknarniðurstaðna sem sýna skaðleg áhrif aukins aðgengis að áfengi á ungt fólk.
Allar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi eykur sölu þess og um leið vaxa þau vandamál sem áfengisneysla hefur í för með sér. Landlæknisembættið og einstakir læknar hafa bent á þau tengsl sem eru á milli vaxandi framboðs á áfengi og aukinnar tíðni sjúkdóma og vandamála sem bæði eru af andlegum, líkamlegum og félagslegum toga og skaða verulega lýðheilsu þjóðarinnar.
Félagslegar afleiðingar áfengisneyslu koma oftar en ekki til kasta sveitarfélaganna og því eru það hagsmunir sveitarfélaga, fyrir hönd barna og ungmenna, að sporna gegn því að aðgengi að áfengi verði rýmkað frá því sem nú er.
Tillagan er samþykkt með sjö atkvæðum. Haraldur Sverrisson og Theódór Kristjánsson, bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Afgreiðsla 1297. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #691
Gefin er kostur á að koma að umsögn um frumvarpið fyrir 17. mars nk.
Fram er lögð eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar beinir því til alþingismanna að samþykkja ekki áfengisfrumvarp það sem liggur fyrir Alþingi.Íslenskt samfélag hefur náð mjög góðum árangri í að minnka áfengisneyslu ungmenna, það sýna rannsóknarniðurstöður og þar hafa sveitarfélögin lagt þung lóð á vogarskálar. Fjöldi félaga og stofnana innan heilbrigðiskerfis og á sviði félagsþjónustu sem og frjálsra samtaka sem vinna að betri hag barna og ungmenna, leggjast gegn samþykkt þessa frumvarps á grunni innlendra og erlendra rannsóknarniðurstaðna sem sýna skaðleg áhrif aukins aðgengis að áfengi á ungt fólk. Allar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi eykur sölu þess og um leið vaxa þau vandamál sem áfengisneysla hefur í för með sér. Landlæknisembættið og einstakir læknar hafa bent á þau tengsl sem eru á milli vaxandi framboðs á áfengi og aukinnar tíðni sjúkdóma og vandamála sem bæði eru af andlegum. líkamlegum og félagslegum toga og skaða verulega lýðheilsu þjóðarinnar. Félagslegar afleiðingar áfengisneyslu koma oftar en ekki til kasta sveitarfélaganna og því eru það hagsmunir sveitarfélaga, fyrir hönd barna og ungmenna, að sporna gegn því að aðgengi að áfengi verði rýmkað frá því sem nú er.
Tillagan er samþykkt
Tillaga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar
Lagt er til að málinu verið vísað aftur í bæjarráð til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1297. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 9. mars 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1297
Gefin er kostur á að koma að umsögn um frumvarpið fyrir 17. mars nk.
Lagt fram.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Um er að ræða grundvallarbreytingu á sölu og kynningu á áfengi og tóbaki og mikilvægt að þjóðin fái að segja sitt álit á henni.