Mál númer 201703118
- 4. október 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #702
Á 440. fundi skipulagsnefndar 7. júli 2017 varð gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.' Tillagan var auglýst, ein athugasemd barst. Lagðir fram endurbættir uppdrættir þar sem brugðist hefur verið við innsendum athugasemdum.
Afgreiðsla 445. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 702. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #445
Á 440. fundi skipulagsnefndar 7. júli 2017 varð gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.' Tillagan var auglýst, ein athugasemd barst. Lagðir fram endurbættir uppdrættir þar sem brugðist hefur verið við innsendum athugasemdum.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd og annast gildistökuferlið. Jafnframt verði aðaluppdrættir kynntir sérstaklega fyrir nefndinni áður en byggingaráform verða samþykkt.
- 13. júlí 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1314
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar - Háholt 16-24.
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að miðbær Mosfellsbæjar beri illa 5 hæða byggingar. Vindur er þar oft sterkur og líklegt að skipulag með svo háum byggingum magni vind í stað þess að draga úr honum. Í tillögu að deiliskipulagi er það sagt vera meginmarkmið skipulagsins að “móta skjólsæla, þétta og sólríka íbúðarbyggð." Hæð húsanna stríðir gegn því.
Holtið nýtur hverfisverndar og telur Íbúahreyfingin mikilvægt að um það sé fjallað í greinargerð. 5 hæða byggingar liggja að holtinu annars vegar og áætlaðri kirkju og menningarhúsi hins vegar. Skuggavarp verður þar mikið og gæti það m.a. haft hamlandi áhrif á hönnunarmöguleika húsanna.
Íbúahreyfingin telur að skoða þurfi ný skipulagssvæði í miðbænum í einu heildarsamhengi og kallar eftir að það verði gert. - 7. júlí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #440
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar - Háholt 16-24.
Nefndin samþykktir að tillagan verði augýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að láta lagfæra uppdrátt í samræmi við umræður á fundinum áður en tillagan verður auglýst.
- 31. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #696
Á fundinn mætti Páll Gunnlaugsson arkitekt fulltrúi ASK. arkitekta og gerði grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Afgreiðsla 437. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 696. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. maí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #437
Á fundinn mætti Páll Gunnlaugsson arkitekt fulltrúi ASK. arkitekta og gerði grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Kynning og umræður.
- 22. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #691
Á fundinn mættu arkitektarnir Páll Gunnlaugssson og Þorsteinn Helgason fulltrúar ASK arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. mars 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #432
Á fundinn mættu arkitektarnir Páll Gunnlaugssson og Þorsteinn Helgason fulltrúar ASK arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Kynning og umræður.