Mál númer 201612069
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Á fundinn mættu Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason og kynntu breytingu á aðalskipulagi á Hólmsheiði.
Afgreiðsla 461. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. maí 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #461
Á fundinn mættu Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason og kynntu breytingu á aðalskipulagi á Hólmsheiði.
Á fundinn mættu Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfason frá VSÓ-Ráðgjöf og kynntu tillögu að mögulegri breytingu á aðalskipulagi á Hólmsheiði.
- 6. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #700
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 17. ágúst 2017 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 443. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 700. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista situr hjá.
- 1. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #443
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 17. ágúst 2017 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsinguna til kynningar og umsagnar sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætla
- 3. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #694
Á 434. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í samræmi við framlögð gögn." Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins tók erindið fyrir á 75.fundi sínum 7. apríl 2017. Lögð fram bókun svæðisskipulagsnefndar.
Afgreiðsla 435. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 694. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #435
Á 434. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í samræmi við framlögð gögn." Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins tók erindið fyrir á 75.fundi sínum 7. apríl 2017. Lögð fram bókun svæðisskipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í nánu samstarfi við skrifstofu SSH og svæðisskipulagsstjóra.
- 22. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #691
Lögð fram gögn vegna mögulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins hvað mörk vaxtalínu varðar.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi M-listi Íbúahreyfingarinnar telur gögnin sem fylgja erindinu ófullnægjandi og getur í ljósi þess ekki samþykkt að Mosfellsbær óski eftir breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem ganga út á að stækka vaxtamörk bæjarfélagsins.Bókun D- og V-lista
Bæjafulltrúar D- og V- lista mótmæla því að gögnin sem fylgja málinu séu ófullnægjandi. Fyrir liggur samanburðarskýrsla unnin af sérfræðingum VSÓ ráðgjafar af mögulegum svæðum sem hentað gæti grænum og orkufrekum iðnaði á höfuðborgarsvæðinu. Einnig liggur fyrir minnisblað þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir breytingum á svæðisskipulagi unna af sömu aðilum.Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 13. mars 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #432
Lögð fram gögn vegna mögulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins hvað mörk vaxtalínu varðar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í samræmi við framlögð gögn.
Fulltrúi samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun.
Uppbygging athafnasvæðis fyrir umhverfisvænan, grænan og orkufrekan iðnað er jákvæð fyrir samfélagið í Mosfellsbæ. Staðsetning sem hér er rædd hentar vel út frá sjónarmiði orkuöflunar og nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Samfylkingin er hlynnt grænni orkufrekri starfsemi sem starfar í sátt við umhverfi sitt. Við gerð síðasta aðalskipulags má segja að þau mistök hafi verið gerð að ekki var gert ráð fyrir athafnasvæði fyrir umhverfisvænan orkufrekan iðnað á þessu svæði. Því er bagalegt að vera fyrst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að óska eftir breytingu á því svæðisskipulagi sem sátt hefur ríkt um. Þessi ósk um breytingu á svæðisskipulaginu mun hafa fordæmisgildi inn í framtíðina. Verði fallist á þessa breytingu og í framhaldinu hefjist uppbygging, skiptir öllu máli að vel verði að henni staðið m.t.t. hagsmuna bæjarfélagsins og þar með eru taldir umhverfislegir þættir. - 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Lögð fram gögn vegna mögulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins hvað mörk vaxtalínu varðar.
Afgreiðsla 431. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #431
Lögð fram gögn vegna mögulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins hvað mörk vaxtalínu varðar.
Frestað.