Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201610030

  • 31. maí 2017

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #696

    Til­laga að deili­skipu­lagi var aug­lýst frá 31. mars til og með 14.maí 2017. Eng­in at­huga­semd barst.

    Af­greiðsla 19. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 696. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 26. maí 2017

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #437

      Til­laga að deili­skipu­lagi var aug­lýst frá 31. mars til og með 14.maí 2017. Eng­in at­huga­semd barst.

      • 22. mars 2017

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #691

        Á fund­inn mætti Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir full­trúi Eflu gerði grein fyr­ir deili­skipu­lagstil­lög­unni. Lögð fram til­laga að deili­skipu­lagi fyr­ir tengi­virki Landsnets á Sand­skeiði.

        Af­greiðsla 432. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 691. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 13. mars 2017

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #432

          Á fund­inn mætti Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir full­trúi Eflu gerði grein fyr­ir deili­skipu­lagstil­lög­unni. Lögð fram til­laga að deili­skipu­lagi fyr­ir tengi­virki Landsnets á Sand­skeiði.

          Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

        • 22. febrúar 2017

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #689

          Á 427. fundi skipu­lags­nefnd­ar 13. des­em­ber 2016 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags- og mats­lýs­ing sam­þykkt. Skipu­lags­ful­trúa fal­ið að kynna hana og afla um­sagna." Skipu­lags- og mats­lýs­ing hef­ur ver­ið kynnt og borist hafa um­sagn­ir. Lögð fram til­laga að deili­skipu­lagi.

          Af­greiðsla 430. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 689. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 13. febrúar 2017

            Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #430

            Á 427. fundi skipu­lags­nefnd­ar 13. des­em­ber 2016 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags- og mats­lýs­ing sam­þykkt. Skipu­lags­ful­trúa fal­ið að kynna hana og afla um­sagna." Skipu­lags- og mats­lýs­ing hef­ur ver­ið kynnt og borist hafa um­sagn­ir. Lögð fram til­laga að deili­skipu­lagi.

            Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna til­lög­una skv. 4 mgr. 40. gr. skipu­lagslaga. Jafn­framt ósk­ar skipu­lags­nefnd eft­ir að áhættumat og drög að út­lits­hönn­un sem sem taki mið af lá­m­arks sjón­ræn­um áhrif­um liggi fyr­ir áður en deili­skipu­lag­ið verð­ur aug­lýst.

          • 21. desember 2016

            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #685

            Á 423. fundi skipu­lags­nefnd­ar 1. nóv. 2016 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in heim­il­ar að hafin verði deili­skipu­lags­vinna á svæð­inu." Lögð fram skipu­lags- og mats­lýs­ing fyr­ir deili­skipu­lag­ið.

            Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
            Að gefnu til­efni vek­ur Íbúa­hreyf­ing­in at­hygli á því að hér er um að ræða fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir á enn einu vatns­vernd­ar­svæði Mos­fell­inga. Skv. vatns­vernd­ar­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 2015, sem bæj­ar­stjórn sam­þykkti og tek­ur gildi 2018, er tengi­virk­ið meira að segja stað­sett á grann­svæði vatns­vernd­ar.
            Á þessu kjör­tíma­bili hef­ur hver til­lag­an rek­ið aðra um um­fangs­mikla mann­virkja­gerð á vatns­vernd­ar­svæð­um Mos­fell­inga. Full­trú­ar D- og V-lista hafa lagt bless­un sína yfir þær all­ar. Samt sam­þykktu þeir vernd­ina.
            Er ekki tími til kom­inn að meiri­hlut­inn ákveði sig og stððvi hring­ekj­una? Hvað ætli það kosti ann­ars op­in­bera stjórn­sýslu í vinnu­stund­um að fara í kring­um og/eða aflétta vernd­ar­á­kvæð­um?
            Sigrún H Páls­dótt­ir

            Bók­un D- og V- lista
            Hér er um að ræða mik­il­væga fram­kvæmd á veg­um Landsnets um tengi­virki sem ver­ið hef­ur á að­al­skipu­lagi í all­lang­an tíma. Nú er lögð fram skipu­lags- og mats­lýs­ing vegna deili­skipu­lags fyr­ir um­rætt tengi­virki sem er hluti af stærri fram­kvæmd. Víð­tækt sam­ráð hef­ur ver­ið og mun verða um um­rætt verk­efni. Nú er óskað eft­ir um­sögn frá Skipu­lags­stofn­un, Um­hverf­is­stofn­un, Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is, svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Vega­gerð­inni. Þeg­ar þær um­sagn­ir liggja fyr­ir er hægt að taka af­stöðu um næstu skref.

            Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
            Mann­virkja­gerð á vatns­vernd­ar­svæð­um er nátt­úru­vernd­ar­mál og legg­ur bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar því til að um tengi­virki Landsnets á Sand­skeiði verði fjallað í um­hverf­is­nefnd.

            Til­lag­an er felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

            Bók­un S-lista
            Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telja ekki tíma­bært á þessu stigi máls­ins að vísa skipu­lags- og mats­lýs­ingu vegna deili­skipu­lags fyr­ir tengi­virki á Sand­skeiði til um­hverf­is­nefnd­ar. Vand­aðri stjórn­sýsla er að bíða um­sagna þeirra fag­að­ila og stofn­ana sem eru til þess bær­ar skv. skipu­lagslög­um að veita um­sagn­ir varð­andi mál sem þessi. Þeg­ar þær um­sagn­ir liggja fyr­ir er tíma­bært að vísa mál­inu til skoð­un­ar um­hverf­is­nefnd­ar.

            Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
            Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

            Af­greiðsla 427. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 685. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá.

            • 13. desember 2016

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #427

              Á 423. fundi skipu­lags­nefnd­ar 1. nóv. 2016 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in heim­il­ar að hafin verði deili­skipu­lags­vinna á svæð­inu." Lögð fram skipu­lags- og mats­lýs­ing fyr­ir deili­skipu­lag­ið.

              Skipu­lags- og mats­lýs­ing sam­þykkt. Skipu­lags­ful­trúa fal­ið að kynna hana og afla um­sagna.

            • 9. nóvember 2016

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #682

              Á fund­inn mættu Við­ar Atla­son,Ólaf­ur Árna­son, Þór­ar­inn Bjarna­son full­trú­ar Landsnets og Hrafn­kell Proppe svæð­is­skipu­lags­stjóri höfðu­borg­ar­svæð­is­ins og gerðu grein fyr­ir til­lögu að deili­skipu­lagi fyr­ir tengi­virki Landsnets á Sand­skeiði.

              Af­greiðsla 423. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 682. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 1. nóvember 2016

                Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #423

                Á fund­inn mættu Við­ar Atla­son,Ólaf­ur Árna­son, Þór­ar­inn Bjarna­son full­trú­ar Landsnets og Hrafn­kell Proppe svæð­is­skipu­lags­stjóri höfðu­borg­ar­svæð­is­ins og gerðu grein fyr­ir til­lögu að deili­skipu­lagi fyr­ir tengi­virki Landsnets á Sand­skeiði.

                Nefnd­in heim­il­ar að hafin verði deili­skipu­lags­vinna á svæð­inu.

              • 26. október 2016

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #681

                Borist hef­ur er­indi frá Landsneti ehf. dags. 3. okt. 2016 varð­andi gerð deili­skipu­lags fyr­ir tengi­virki Land­nets á Sand­skeiði.

                Af­greiðsla 422. fund­ar skipu­lagsnegnd­ar sam­þykkt á 681. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 18. október 2016

                  Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #422

                  Borist hef­ur er­indi frá Landsneti ehf. dags. 3. okt. 2016 varð­andi gerð deili­skipu­lags fyr­ir tengi­virki Land­nets á Sand­skeiði.

                  Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að um­sækj­end­ur ásamt svæð­is­skipu­lags­stjóra kynni er­ind­ið á næsta fundi.