Mál númer 201610030
- 31. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #696
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 31. mars til og með 14.maí 2017. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 19. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 696. fundi bæjarstjórnar.
- 26. maí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #437
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 31. mars til og með 14.maí 2017. Engin athugasemd barst.
- 22. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #691
Á fundinn mætti Eva Dís Þórðardóttir fulltrúi Eflu gerði grein fyrir deiliskipulagstillögunni. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki Landsnets á Sandskeiði.
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. mars 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #432
Á fundinn mætti Eva Dís Þórðardóttir fulltrúi Eflu gerði grein fyrir deiliskipulagstillögunni. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki Landsnets á Sandskeiði.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 22. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #689
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags- og matslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Skipulags- og matslýsing hefur verið kynnt og borist hafa umsagnir. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Afgreiðsla 430. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 689. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #430
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags- og matslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Skipulags- og matslýsing hefur verið kynnt og borist hafa umsagnir. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 4 mgr. 40. gr. skipulagslaga. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir að áhættumat og drög að útlitshönnun sem sem taki mið af lámarks sjónrænum áhrifum liggi fyrir áður en deiliskipulagið verður auglýst.
- FylgiskjalSvar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalSvar Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalTengivirki við Sandskeið - deiliskipulagsgerð.pdfFylgiskjalDeiliskipulag - Tengivirki við Sandskeið.pdfFylgiskjal2509-367-DSK-001-V01- Forkynning_minnkað.pdfFylgiskjalMosfellsbær deiliskbr tengivirki _umsögnheilbr.pdf
- 21. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #685
Á 423. fundi skipulagsnefndar 1. nóv. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar að hafin verði deiliskipulagsvinna á svæðinu." Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulagið.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Að gefnu tilefni vekur Íbúahreyfingin athygli á því að hér er um að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir á enn einu vatnsverndarsvæði Mosfellinga. Skv. vatnsverndarskipulagi höfuðborgarsvæðisins frá 2015, sem bæjarstjórn samþykkti og tekur gildi 2018, er tengivirkið meira að segja staðsett á grannsvæði vatnsverndar.
Á þessu kjörtímabili hefur hver tillagan rekið aðra um umfangsmikla mannvirkjagerð á vatnsverndarsvæðum Mosfellinga. Fulltrúar D- og V-lista hafa lagt blessun sína yfir þær allar. Samt samþykktu þeir verndina.
Er ekki tími til kominn að meirihlutinn ákveði sig og stððvi hringekjuna? Hvað ætli það kosti annars opinbera stjórnsýslu í vinnustundum að fara í kringum og/eða aflétta verndarákvæðum?
Sigrún H PálsdóttirBókun D- og V- lista
Hér er um að ræða mikilvæga framkvæmd á vegum Landsnets um tengivirki sem verið hefur á aðalskipulagi í alllangan tíma. Nú er lögð fram skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags fyrir umrætt tengivirki sem er hluti af stærri framkvæmd. Víðtækt samráð hefur verið og mun verða um umrætt verkefni. Nú er óskað eftir umsögn frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðinni. Þegar þær umsagnir liggja fyrir er hægt að taka afstöðu um næstu skref.Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Mannvirkjagerð á vatnsverndarsvæðum er náttúruverndarmál og leggur bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar því til að um tengivirki Landsnets á Sandskeiði verði fjallað í umhverfisnefnd.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Bókun S-lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja ekki tímabært á þessu stigi málsins að vísa skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags fyrir tengivirki á Sandskeiði til umhverfisnefndar. Vandaðri stjórnsýsla er að bíða umsagna þeirra fagaðila og stofnana sem eru til þess bærar skv. skipulagslögum að veita umsagnir varðandi mál sem þessi. Þegar þær umsagnir liggja fyrir er tímabært að vísa málinu til skoðunar umhverfisnefndar.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonAfgreiðsla 427. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 685. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 13. desember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #427
Á 423. fundi skipulagsnefndar 1. nóv. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar að hafin verði deiliskipulagsvinna á svæðinu." Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulagið.
Skipulags- og matslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
- 9. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #682
Á fundinn mættu Viðar Atlason,Ólafur Árnason, Þórarinn Bjarnason fulltrúar Landsnets og Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri höfðuborgarsvæðisins og gerðu grein fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir tengivirki Landsnets á Sandskeiði.
Afgreiðsla 423. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 682. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #423
Á fundinn mættu Viðar Atlason,Ólafur Árnason, Þórarinn Bjarnason fulltrúar Landsnets og Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri höfðuborgarsvæðisins og gerðu grein fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir tengivirki Landsnets á Sandskeiði.
Nefndin heimilar að hafin verði deiliskipulagsvinna á svæðinu.
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Borist hefur erindi frá Landsneti ehf. dags. 3. okt. 2016 varðandi gerð deiliskipulags fyrir tengivirki Landnets á Sandskeiði.
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. október 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #422
Borist hefur erindi frá Landsneti ehf. dags. 3. okt. 2016 varðandi gerð deiliskipulags fyrir tengivirki Landnets á Sandskeiði.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umsækjendur ásamt svæðisskipulagsstjóra kynni erindið á næsta fundi.