Mál númer 201612093
- 5. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #692
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að visa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 433. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 692. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. mars 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #433
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að visa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd þakkar framkomnar ábendingar og bendir á að í miðbæ Mosfellsbæjar er nú unnið að nokkrum deiliskipulagsverkefnum þar sem gert er ráð fyrir litlum íbúðum sem meðal annars geti gagnast ungu fólki eins og það skipulag sem hér um ræðir. Tengivegur milli Þverholts og Leirvogstungu á sér langa forsögu og var skipulag hans meðal annars unnið í samvinnu við íbúa svæðisins. Nefndin telur því skynsamlegt að haldið verði áfram með þetta skipulag og staðfestir það hér með.
- 22. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #691
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá Strætó bs." Tillagan var auglýst frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2017. Ein athugasemd barst.
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. mars 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #432
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá Strætó bs." Tillagan var auglýst frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2017. Ein athugasemd barst.
Samþykkt að vísa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa.
- 21. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #685
Lögð fram tillaga að breytingu á deilskipulagi tengivegar á milli Þverholts og Leirvogstungu.
Afgreiðsla 427. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 685. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 13. desember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #427
Lögð fram tillaga að breytingu á deilskipulagi tengivegar á milli Þverholts og Leirvogstungu.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá Strætó bs.