Mál númer 201310252
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lögð fram drög að samningi um framkvæmdir við uppbyggingu á leikvöngum og völlum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1195. fundar bæjarráðs samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1195
Lögð fram drög að samningi um framkvæmdir við uppbyggingu á leikvöngum og völlum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita framlagðan samning.
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Minnisblað golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbanna og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni. Bæjarstjóri leggur fram drög að viljayfirlýsingu um málið.
Sameining golfklúbba.$line$$line$Íbúahreyfingin lýsir ánægju með fyrirhugaða sameiningu Kjalar og Bakkakots.$line$Í viljayfirlýsingunni kemur fram að leggja eigi 125 milljónir af skattfé Mosfellinga til verkefnisins ásamt ótilgreindu fé til viðbótar vegna vegagerðar.$line$Íbúahreyfingin getur ekki fallist á þessa forgangsröðun á meðan brýnni verkefni í skólamálum sitji á hakanum.$line$$line$$line$Bæjarfulltrúar V- og D-lista fagna því að áform séu uppi um sameiningu Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar. Þetta hefur rekstrarlega hagkvæmni í för með sér fyrir klúbbana. Mestur er þó að ávinningurinn þegar litið er til þess sem samfélagið í Mosfellsbæ nýtur með betri þjónustu og bættri nýtingu fjármuna sveitarfélagsins.$line$Mosfellsbær er íþrótta- og útivistarbær í fremstu röð og bæjarfulltrúar D- og V- lista vilja tryggja að svo verði áfram. $line$Gera má ráð fyrir að í sameinuðum golfklúbbi verði á annað þúsund félagsmenn og þar af fjölmörg börn og ungmenni. Með sameinuðum klúbb verður hægt að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu og fleiri valmöguleika fyrir félagsmenn.$line$Auk þessa mun þetta hafa það í för með sér að mögulegt verður að byggja verðmætar lóðir á núverandi starfssvæði Kjalar sem munu standa undir þeim kostnaði sem uppbygging á aðstöðu fyrir golfklúbbana mun kosta.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1146. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæum gegn einu atkvæðum.
- 5. desember 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1146
Minnisblað golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbanna og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni. Bæjarstjóri leggur fram drög að viljayfirlýsingu um málið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu um sameiningu golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots fyrir hönd bæjarins.
- 4. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #616
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni. Hjálögð umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.
Afgreiðsla 1144. fundar bæjarráðs samþykkt á 616. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 21. nóvember 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1144
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni. Hjálögð umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnu málsins.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
Afgreiðsla 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar, en afgreiðsla nefndarinnar er umbeðin umsögn til bæjarráðs.
- 14. nóvember 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #176
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
Íþrótta-og tómstundanefnd fagnar því að áform séu uppi um sameiningu Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar. Að mati nefndarinnar hefur það rekstrarlega hagkæmni í för með sér fyrir klúbbana sem felst m.a. í því að nýta betur dýr tæki og vélar sem nauðsynlegar eru rekstri klúbbana auk þess sem mannafli getur nýst betur. Mestur er þó að líkindum ávinningurinn þegar litið er til þess sem samfélagið í Mosfellsbæ nýtur með betri þjónustu og bættri nýtingu fjármuna sveitarfélagsins.
Mosfellsbær er íþrótta- og útivistarbær og hér sækist fólk eftir búsetu m.a. vegna þeirra fjölmörgu möguleika sem bæjarfélagið býður upp á, þar má nefna hestamennsku, fjallgöngur, almennar gönguferðir, venjubundnar íþróttir sem og golf svo eitthvað sé nefnt.
Gera má ráð fyrir að í sameinuðum golfklúbbi verði á annað þúsunud félagsmenn og þar af fjölmörg börn og ungmenni. Stór hluti þessara félagsmanna eru búsettir í Mosfellsbæ og er það án efa hluti að áæstæðum þess að fólk sest að hér í bæ. Með sameinuðum klúbb verður hægt að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu og fleiri valmöguleika fyrir félagsmenn. Vellir klúbbanna eru ólíkir en vega hvorn annan upp í fjölbreytileika og erfiðleikastigi. Aðstaða í Bakkakoti er að einhverju leiti sú sem vantað hefur hjá Kili og öfugt. Fram kemur í bréfi klúbbanna að gert verði þríhliða samkomulag klúbbanna og Mosfellsbæjar.
Því er það mat nefndarinnar að um augljós samlegðaráhrif er að ræða með þessari sameiningu, bæði þjónustuleg og rekstrarleg. Íþrótta- og tómstundanefnd styður því framkomna hugmynd.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin.
Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 24. október 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1140
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og bæjarstjóra til skoðunar.