Mál númer 201312072
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Viðauki við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13.11.13 um tilfærslu þjónustu við fatlaða og breyting útsvarsprósentu því samhliða
Afgreiðsla 1147. fundar bæjarráðs afgreidd sem sérstakt erindi síðar á 617. fundi bæjarstjórnar.
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Viðauki við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13.11.13 um tilfærslu þjónustu við fatlaða og breyting útsvarsprósentu því samhliða. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Útsvarsprósenta 2014.
Samþykkt með sjö atkvæðum að útsvarprósenta í Mosfellsbæ vegna gjaldársins 2014 verði 14,52%, enda lækki álagningarhlutfall tekjuskatts til samræmis. Samþykkt þessi er með fyrirvara um að lagabreyting þessa efnis nái fram að ganga á Alþingi.Greinargerð sem samþykkt þessari.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Eins og sveitarstjórnum á að vera kunnugt um var undirritað samkomulag í nóvember sl. um hækkun hámarksútsvars, úr 14,48% í 14,52%. Sambandið hefur ráðlagt þeim sveitarstjórnum, sem hyggjast nýta sér þessa heimild, að samþykkja hækkunina með fyrirvara um að lagabreyting næði fram að ganga á Alþingi.
Sl. þriðjudag lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram meðfylgjandi breytingartillögu við frumvarp um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga (2. mál, þingskjal 387), þar sem gert er ráð fyrir breytingu á tekjustofnalögum í samræmi við fyrrgreint samkomulag. Sjá nánar b-d-liði 7. tl. breytingatillögunnar. Nánari skýringar með breytingatillögunni koma fram í nefndaráliti sem einnig er í viðhengi. Þar segir á bls. 6:Bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga.
Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XII í lögum um tekjustofna sveitarfélaga eru sveitarfélög bundin af því til ársins 2014 að 0,25 prósentustig af þeirri hækkun sem þeim er tryggð vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra (það sem eftir stendur eftir að Jöfnunarsjóður hefur fengið sitt) renni beint til þjónustu við fatlaða innan viðkomandi þjónustusvæða. Í tillögu að nýrri 21. gr. er lagt til að ákvæðið verði framlengt til ársins 2015. Í tillögu að nýrri 22. gr. er lagt til að frestur sveitarstjórna til að ákveða útsvarshlutfall ársins 2014 verði framlengdur frá 1. desember til 23. desember 2013. Jafnframt verði frestur til að tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þessa ákvörðun sveitarstjórnar framlengdur til sama tíma. Í 1. mgr. tillögu að nýrri 23. gr. er lagt til að hámarksútsvar verði hækkað um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Er það í samræmi við 4. gr. viðauka við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu á þjónustu við fatlaða. Í 2. mgr. er lagt til að þessi hækkun renni óskipt til Jöfnunarsjóðsins, sbr. sömu grein viðaukans.Á grunni ofangreinds frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og til að tryggja hámarks framlag til þjónustu við fatlaða samþykkir bæjarstjórn að nýta sér að útsvar verði samkvæmt ofansögðu 14,52%.
- 12. desember 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1147
Viðauki við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13.11.13 um tilfærslu þjónustu við fatlaða og breyting útsvarsprósentu því samhliða
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.