Mál númer 201309225
- 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 29. janúar 2014 með athugasemdafresti til 27. febrúar 2014. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #362
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 29. janúar 2014 með athugasemdafresti til 27. febrúar 2014. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta sem óverulega breytingu á deiliskipulagi sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
- 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi, unnin fyrir Eyfaxa ehf. Samkvæmt tillögunni verða raðhús á lóðunum einnar hæðar og lóðirnar stækka til suðurs og austurs. Frestað á 356. fundi.
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt tillögunni verða raðhús á lóðunum einnar hæðar og lóðirnar stækka til suðurs og austurs.
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
- 17. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #357
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi, unnin fyrir Eyfaxa ehf. Samkvæmt tillögunni verða raðhús á lóðunum einnar hæðar og lóðirnar stækka til suðurs og austurs. Frestað á 356. fundi.
Nefndin samþykkir að skipulagstillagan verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að ekki verði gert ráð fyrir tjörn á aðliggjandi skólalóð.
- 10. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #356
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt tillögunni verða raðhús á lóðunum einnar hæðar og lóðirnar stækka til suðurs og austurs.
Frestað.
- 25. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #611
Borist hefur fyrirspurn um möguleika á að breyta húsgerð úr tveggja hæða í einnar hæðar raðhús, vegna hugsanlegra kaupa á byggingarrétti á lóðunum.
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. september 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #349
Borist hefur fyrirspurn um möguleika á að breyta húsgerð úr tveggja hæða í einnar hæðar raðhús, vegna hugsanlegra kaupa á byggingarrétti á lóðunum.
Nefndin lýsir sig jákvæða fyrir því að breyta húsgerðinni í einnar hæðar raðhús.