Mál númer 201310161
- 18. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #630
Erindi varðandi hlutverk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar. Samantekt unnin skv. samþykkt bæjarstjórnar á 623. fundi sínum.
Afgreiðsla 1168. fundar bæjarráðs lögð fram á 630. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Tillaga M- lista:$line$$line$Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn beini þeim tilmælum til umhverfissviðs að tryggja að umhverfisnefnd fái til umfjöllunar framkvæmdir og $line$breytingar á hverfisverndarsvæðum og öðrum svæðum sem undir nefndina heyra því einungis þannig getur nefndin uppfyllt lagaskyldur og tryggt náttúruvernd í $line$sveitarfélaginu. M-listi kallar ennfremur eftir því að vinnu við verkferla verði lokið í stjórnsýslunni.$line$$line$Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til bæjarráðs og var hún samþykkt samhljóða.
- 4. júní 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1168
Erindi varðandi hlutverk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar. Samantekt unnin skv. samþykkt bæjarstjórnar á 623. fundi sínum.
Samantektin og minnisblað framkvæmdastjóran umhverfissviðs og umhverfisstjóra lögð fram.
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Erindi varðandi hlutverk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá sett á dagskrá að ósk Sigrúnar Pálsdóttur.
Tillaga S-lista Samfylkingar vegna "samráð við umhverfisnefnd".$line$Ljóst er af umræðum í umhverfisnefnd að ágreiningur er um hlutverk og verkefni umhverfisnefndar. Af þeim orsökum er eftirfarandi tillaga lögð fram:$line$Bæjarstjórn samþykkir að stjórnsýslusviði bæjarins verði falið að taka saman yfirlit yfir ákvæði laga, reglugerða og samþykkta bæjarins sem fjalla um hlutverk og verkefni umhverfisnefndar / náttúruvernarnefnda. Samantektin verði síðan notuð til nánari útfærslu á hlutverki og verkefnum umhverfisnefndar og ákvörðunar um verkferla innan stjórnsýslu bæjarins um mál sem málaflokkinn varðar.$line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$$line$Fram kom svohljóðandi breytingartillaga V og D lista.$line$Bæjarstjórn samþykkir að umhverfissviði verði falið að taka saman yfirlit yfir hlutverk og verkefni umhverfisnefndar og senda bæjarráði til umfjöllunar.$line$Beytingartillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Afgreiðsla 149. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. mars 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #149
Erindi varðandi hlutverk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá sett á dagskrá að ósk Sigrúnar Pálsdóttur.
Anna María Einarsdóttir vék af fundi umhverfisnefndar undir þessum dagskrárlið.
Fulltrúar S- og M-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Nú eru liðnir fjórir mánuðir síðan vinna við svokallaða skilgreiningu verkferla hófst á umhverfissviði. Eins og fram kom á fundinum 17. október er full ástæða til að umhverfisnefnd hafi áhyggjur af því að framkvæmdir eða breytingar á hverfis- og náttúruverndarsvæðum komi ekki inn á hennar borð. 14. nóvember var málið sett í þann farveg að umhverfissvið skyldi skilgreina svokallaða verkferla. Ekkert bólar á þeim og á meðan hangir umhverfisnefnd í lausu lofti um hlutverk sitt. Við því þarf nefndin að bregðast.
Mest aðkallandi er að bæjarstjórn sjái til þess að málefnum náttúruverndar sé beint í réttan farveg í stjórnkerfinu, þ.e. tryggi að umhverfisnefnd fái öll þau mál sem undir hana heyra til umfjöllunar. Umhverfisnefnd getur ekki búið við það að henni sé ekki gert kleift að fjalla um þau mál sem undir hana heyra. Nefndin sem slík og einstakir meðlimir hennar bera pólítíska og stjórnsýslulega ábyrgð á því að nefndin starfi í samræmi við þau lög og reglur sem um hana gilda. Ef að nefndin gerir ekki athugasemdir við það að hún sé sniðgengin þá er hún, og þar með þeir sem hana skipa að bregðast hlutverki sínu sem fulltrúar íbúa í þessum málaflokki. Sá verkferill sem hér um ræðir gengur út á að skapa farveg í stjórnsýslunni fyrir réttar boðleiðir. Það verkefni þarfnast ekki margra mánaða yfirlegu.Tillagan felld með einu atkvæði gegn þremur. Ofangreind tillaga lögð fram sem bókun fulltrúa S- og M-lista.
Umhverfisnefnd leggur til að frekari umfjöllun um málið verði frestað þar til skilgreining á verkferlum sem nefndin óskaði eftir á fundi sínum þann 14. nóvember síðastliðinn liggur fyrir. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.
- 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Umræða um hlutverk og valdmörk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Umræða um hlutverk og valdmörk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
- 12. desember 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #146
Umræða um hlutverk og valdmörk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.
Sigrún Pálsdóttir sýndi glærur um hlutverk umhverfisnefndar varðandi framkvæmdir á svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá. Umhverfisnefnd leggur til að frekari umfjöllun um málið verði frestað þar til skilgreining á verkferlum sem nefndin óskaði eftir á fundi sínum þann 14. nóvember sl. liggur fyrir.
Bókun fulltrúa S- og M-lista:
Fulltrúum S- og M-lista þykir miður að umhverfisnefnd skuli ekki hafa lagt í þá vegferð að ræða hlutverk nefndarinnar og veita þannig starfsmönnum umhverfissviðs mikilvægt veganesti í vinnu við verkferla. Fulltrúar S- og M-lista leggja ennfremur til að bæjarráð/bæjarstjórn efli lýðræðislegt umboð umhverfisnefndar með því að veita nefndinni rétt til ákvarðanatöku og frumkvæðis í náttúruverndarmálum. Það að nefndin hafi verið svipt því forræði veikir stöðu hennar og skaðar um leið hagsmuni náttúruverndar, auk þess að vera skref afturábak í lýðræðisþróun sveitarfélagsins.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Umræða um vinnuferla við framkvæmdir á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá. Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi koma á fundinn að beiðni nefndarinnar.
Afgreiðsla 145. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 14. nóvember 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #145
Umræða um vinnuferla við framkvæmdir á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá. Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi koma á fundinn að beiðni nefndarinnar.
Á fundinn undir þessum lið mættu Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi og Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi og gerðu grein fyrir ákvæðum sem gildir um hverfisvernd og svæði á náttúruminjaskrá. Farið var yfir verklag í tengslum við deiliskipulag og framkvæmdir á hverfisverndarsvæðum. Eftir að þeir höfðu flutt mál sitt tóku við spurningar og umræður um erindið. Umhverfissviði falið að skilgreina ofangreinda verkferla betur í samráði við stjórnsýslusvið bæjarins.
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Umræða um erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd sem óskað var eftir að bætt yrði á dagskrá fundarins.
Afgreiðsla 144. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. október 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #144
Umræða um erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd sem óskað var eftir að bætt yrði á dagskrá fundarins.
Sigrún Pálsdóttir gerði grein fyrir erindi sínu.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi komi á næsta fund umhverfisnefndar og geri grein fyrir vinnuferlum varðandi framkvæmdir á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.Bókun Sigrúnar Pálsdóttur, fulltrúa S-lista:
Fulltrúi S-lista telur brýnt að tryggja að umhverfisnefnd fái þau mál til umfjöllunar sem undir hana heyra og leggur til að verkferlar við vinnslu mála innan stjórnsýslunnar og í nefndum og ráðum bæjarins verði skoðaðir með það að markmiði að auka samráð og efla umhverfisvernd í Mosfellsbæ.