Mál númer 201305199
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Lagðar fram umsagnir framkvæmdastjóra umhverfissviðs og Eflu verkfræðistofu um erindi íbúa í Leirutanga um uppsetningu hraðahindrana í götunni.
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 10. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #356
Lagðar fram umsagnir framkvæmdastjóra umhverfissviðs og Eflu verkfræðistofu um erindi íbúa í Leirutanga um uppsetningu hraðahindrana í götunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu umhverfissviðs um að settar verði upp hraðahindranir neðst og í miðju stofngötunnar, ásamt því að í efri hluta skeifunnar verði sett gönguþverun til að auðvelda gangandi að komast yfir götuna.
- 9. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #612
Undirskriftalisti sem barst 23. maí 2013 með nöfnum 9 íbúa við Leirutanga, sem óska eftir hraðahindrunum á þremur stöðum í götunni.
Afgreiðsla 350. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 612. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 1. október 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #350
Undirskriftalisti sem barst 23. maí 2013 með nöfnum 9 íbúa við Leirutanga, sem óska eftir hraðahindrunum á þremur stöðum í götunni.
Nefndin vísar málinu til umsagnar bæjarverkfræðings.