Mál númer 201403119
- 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Drög að styrktarsamningi við Mosverja lagður fram til kynningar
Afgreiðsla 209. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Drög að styrktarsamningi við Mosverja lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1295. fundar bæjarráðs samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. mars 2017
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #209
Drög að styrktarsamningi við Mosverja lagður fram til kynningar
Styrktarsamningur við Skátafélagið Mosverja sem samþykktur á 1292. lagður fram að kynntur.
- 23. febrúar 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1295
Drög að styrktarsamningi við Mosverja lagður fram til samþykktar.
Framlögð drög að styrktarsamningi við Skátafélagið Mosverja samþykkt með þremur atkvæðum. Jafnframt samþykkt að vísa samningnum til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Bæjarstjóri kynnir áfangaskýrslu vinnuhóps vegna uppbyggingar skátaheimilis.
Afgreiðsla 1269. fundar bæjarráðs samþykkt á 677. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1269
Bæjarstjóri kynnir áfangaskýrslu vinnuhóps vegna uppbyggingar skátaheimilis.
Niðurstaða áfangaskýrslunar er sú að uppbygging skátaheimilis eigi sér stað í Ævintýragarðinum í Mosfellsbæ í tengslum við tjaldstæði, þangað til að því verður eru uppi hugmyndir um að Mosverjar fjárfesti í húsnæði í Álafosskvos sem nýtast myndi sem skátaheimili fram að þeim tíma að húsnæði við Ævintýrragarðinn yrði tekið í notkun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að gefa út viljayfirlýsingu um að til standi að gera samning við Mosverja um að veita þeim styrk til uppbyggingar á aðstöðu fyrir allt að 65 milljónir sem greiddar yrðu út á 4-5 árum.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar skátaheimilis.
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. apríl 2016
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #198
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar skátaheimilis.
Á fundinn mætti Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og formaður nefndar um uppbyggingu skátaheimilis. Hann kynnti þá vinnu og umræður sem að fram hefur farið hjá nefndinni. Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir að vera upplýst áfram um þau mál sem að snúa að nefndinni.
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Afgreiðsla 1226. fundar bæjarráðs samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. september 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1226
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í tengslum við mögulega byggingu skátaheimilis. Umræður fóru fram.
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Bæjarstjórn hefur samþykkt að stofnaður verði vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis
Afgreiðsla 179. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. mars 2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #179
Bæjarstjórn hefur samþykkt að stofnaður verði vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis
Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu að skipun starfshóps til að skoða möguleika á byggingu skátheimilis í Mosfellsbæ. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að starfshópinn skipi formaður nefndarinnar, Theodór Kristjánsson, Guðbjörn Sigvaldason fulltrúi Samylkingarinnar og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri. Auk þess verði óskað eftir að Skátafélagið Mosverjar skipi einn aðila í hópinn.