Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201603415

  • 17. ágúst 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #676

    Á 670. fundi bæj­ar­stjórn­ar 27. apríl sl. var til­lögu S-lista um að ábend­ing­ar end­ur­skoð­enda er varða gerð árs­reikn­ings vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

    Af­greiðsla 1267. bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 676. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 14. júlí 2016

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1267

      Á 670. fundi bæj­ar­stjórn­ar 27. apríl sl. var til­lögu S-lista um að ábend­ing­ar end­ur­skoð­enda er varða gerð árs­reikn­ings vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

      Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið og fór yfir ábend­ing­ar end­ur­skoð­enda varð­andi gerð árs­reikn­ings 2015.

    • 27. apríl 2016

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #670

      Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2015 lagð­ur fyr­ir bæj­ar­stjórn til seinni um­ræðu.

      Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir (GS), stað­gengill fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs sátu fund­inn und­ir þess­um lið.

      Til­laga S-lista:
      Ger­um til­lögu um að ábend­ing­ar end­ur­skoð­enda er varða innra eft­ir­lit, fjár­hags­kerfi, stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins og önn­ur at­riði sem tengjast vinnu þeirra verði lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð.
      Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir og Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

      Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:
      Lögð er fram sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu full­trúa S-lista verði vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

      Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

      Til­laga S-lista:
      Ger­um að til­lögu okk­ar að tekin verði upp árs­hluta­upp­gjör er sett verði upp með sama hætti og árs­reikn­ing­ur, til að sjá þró­un tekna og gjalda. Á grund­velli þess yrði ákveð­ið hverju sinni hvern­ig mæta skyldi lækk­un tekna, hvern­ig aukn­um tekj­um yrði ráð­stafað eða brugð­ist við breyt­ing­um á skuld­bind­ing­um.
      Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir og Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

      Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:
      Lögð er fram sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu full­trúa S-lista verði vísað til fjár­mála­stjóra til um­sagn­ar sem verði skilað til bæj­ar­ráðs.

      Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

      Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar
      Nið­ur­staða árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 er vissu­lega betri en leit út fyr­ir um tíma á síð­ast­liðnu ári. Rekstr­arnið­ur­staða A hluta fyr­ir árið 2015 er nei­kvæð um 76 millj­ón­ir sam­an­bor­ið við 178 milj­óna nei­kvæða stöðu 2014. Rekstr­arnið­ur­staða A og B hluta sam­an­lagt er já­kvæð um 27 millj­ón­ir en var nei­kvæð um 72 milj­ón­ir árið 2014. Sam­an­lagt er því rekstr­arnið­ur­staða þess­ara tveggja ára enn nei­kvæð. Ljóst er því aðí þess­ari stöðu er mik­il­vægt að gaum­gæfi­lega sé fylgst með rekstri bæj­ar­ins á yf­ir­stand­andi ári sem fyrr. Rétt er að hrósa starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir þeirra fram­lag í vanda­söm­um rekstri árs­ins 2014.
      Eins og full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa áður bent á telja þeir að skoða ætti al­var­lega að taka upp árs­hluta­upp­gjör sem væru sett upp með sama hætti og árs­reikn­ing­ur, til að sjá þró­un tekna og gjalda. Á grund­velli þess yrði hverju sinni ákveð­ið hvern­ig mæta skuli lækk­un tekna, hvern­ig aukn­um tekj­um verði ráð­stafað eða brugð­ist við breyt­ing­um á skuld­bind­ing­um.
      Skulda­hlut­fall og skulda­við­mið hafa lækkað frá fyrra ári og sam­kvæmt áætl­un­um 2016- 2019 er gert ráð fyr­ir lækk­un á hverju ári. Vissu­lega stefn­ir í rétta átt sam­kvæmt áætl­un­um og gera þær m.a. ráð fyr­ir því að veltufé frá rekstri standi und­ir samn­ings­bundn­um af­borg­un­um lang­tíma­lána og leigu­skulda. Það hef­ur ekki ver­ið reynd­in und­an­farin ár. Í skýrslu end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins er á það bent að til að fjár­hags­áætlan­ir 2016-2019 gangi eft­ir þurfi veru­leg­an við­snún­ing í rekstri bæj­ar­ins og að al­mennt gangi ekki að fjár­magna greiðslu­halla frá ári til árs með lán­töku til lengri tíma.
      Því telj­um við við­bú­ið að þeim nið­ur­skurði eða hag­ræð­ingu sem far­ið hef­ur ver­ið í hjá stofn­un­um bæj­ar­ins und­an­far­ið verði ekki snú­ið við svo glatt. Ýmis verk­efni banka upp á svo sem yngri barna leik­skóli og upp­bygg­ing íþrótta­mann­virkja bæj­ar­ins sem gef­inn hef­ur ver­ið ádrátt­ur um und­an­farin ár, svo eitt­hvað sé nefnt. Það má því vissu­lega velta þeirri spurn­ingu fyr­ir sér hversu vel bær­inn er í stakk bú­inn að veita þá þjón­ustu sem kallað er eft­ir.
      Þá vilja full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ít­reka mik­il­vægi þess að við­ræð­ur sveit­ar­fé­laga og rík­is varð­andi tekju­skipt­ingu að­ila verði leidd­ar til lykta sem fyrst svo sveit­ar­fé­lög­un­um verði gert kleift að sinna þeim verk­efn­um sem þeim hafa ver­ið falin með full­nægj­andi hætti.
      Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
      Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

      Bók­un D og V lista
      Rekstr­arnið­ur­staða bæj­ar­ins á ár­inu 2015 er í sam­ræmi við það sem lagt var upp með í fjár­hags­áætlun. Að teknu til­liti til fjár­magnsliða er rekstr­araf­gang­ur 28 millj­ón­ir. Þetta telst góð­ur ár­ang­ur, sér­stak­lega mið­að við þær að­stæð­ur sem uppi voru á ár­inu 2015.

      Veltufé frá rekstri er 689 millj­ón­ir eða rúm­lega 8,4% af tekj­um sem er tölu­verð hækk­un frá ár­inu 2014. Áætlan­ir bæj­ar­ins gera ráð fyr­ir að þetta hlut­fall hækki enn frek­ar á næstu árum sem er mik­il­vægt til að veltufé frá rekstri standi að fullu und­ir af­borg­un­um lang­tíma­lána og leigu­skuld­bind­inga og standi einn­ig að hluta til und­ir fjár­fest­ing­um sveit­ar­fé­lag­ins. Skulda­við­mið er 122% sem er vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um. Skuldastaða sveit­ar­fé­lags­ins er vel við­un­andi mið­að við þá upp­bygg­ingu sem átt hef­ur sér stað á und­an­förn­um árum. Sú upp­bygg­ing er í sam­ræmi við markmið sveit­ar­fé­lags­ins um góða heild­stæða þjón­ustu við alla ald­urs­hópa og fjölg­un íbúa.

      Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er traust og rekst­ur­inn ábyrg­ur. Fræðslu­mál eru lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en sam­tals er um 84% skatt­tekna Mos­fells­bæj­ar var­ið til fræðslu-, fé­lags­þjón­ustu- og íþrótta­mála.

      Það er ánægju­legt hversu vel tókst að standa við upp­haf­legu fjár­hags­áætlun árs­ins 2015. Launa­kostn­að­ur hef­ur auk­ist mik­ið síð­ustu miss­eri og sést það glöggt á árs­reikn­ingn­um sem nú er lagð­ur fram. Sveit­ar­fé­lög hafa í sam­ein­ingu kallað ákaft eft­ir við­ræð­um við rík­ið um end­ur­skoð­un tekju­skipt­ing­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga sem ekki hef­ur enn skilað nið­ur­stöðu. Það er mik­il­vægt að því ákalli verði svarað.
      Við vilj­um þakka starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar öll­um fyr­ir að hafa stað­ið vel að verki við rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins á ár­inu 2015 við krefj­andi að­stæð­ur.


      For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur árs­ins 2015 stað­fest­ur með níu at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur eru þess­ar:

      Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta:
      Rekstr­ar­tekj­ur: 8.227 mkr.
      Laun og launa­tengd gjöld 3.925 mkr.
      Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 3.401 mkr.
      Af­skrift­ir 347 mkr.
      Fjár­magns­gjöld 497 mkr.
      Tekju­skatt­ur 29 mkr.
      Rekstr­arnið­ur­staða já­kvæð um 28 mkr.

      Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta:
      Eign­ir alls: 15.373 mkr.
      Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 11.225 mkr.
      Eig­ið fé: 4.147 mkr.

      • 13. apríl 2016

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #669

        Drög að árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2015 lögð fram.

        Af­greiðsla 1254. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 669. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 13. apríl 2016

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #669

          Kynn­ing á stöðu vinnu við gerð árs­reikn­ings. Gögn lögð fram á fund­in­um.

          Af­greiðsla 1253. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 669. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 13. apríl 2016

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1254

            Drög að árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2015 lögð fram.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2015 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reiknngi Mos­fells­bæj­ar 2015 til fyrri um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 13. apríl 2016

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #669

              Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2015 lagð­ur fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn

              Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Magnús Jóns­son (MJ) end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir (GS), stað­gengill fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

              Bæj­ar­stjóri hóf um­ræð­una á því að fara yfir nið­ur­stöð­ur árs­reikn­ings 2015. Þá fór end­ur­skoð­andi yfir helstu efn­is­at­riði í drög­um að end­ur­skoð­un­ar­skýrslu sinni vegna árs­ins 2015. Í kjöl­far­ið fóru fram um­ræð­ur.

              For­seti þakk­aði end­ur­skoð­anda fyr­ir fram­sögu hans og út­skýr­ing­ar og fyr­ir vel unn­in störf, einn­ig færði hann starfs­mönn­um bæj­ar­ins þakk­ir fyr­ir þeirra fram­lag fyr­ir hönd bæj­ar­stjórn­ar.

              Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2015 til annarr­ar og síð­ari um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7. apríl 2016

                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1253

                Kynn­ing á stöðu vinnu við gerð árs­reikn­ings. Gögn lögð fram á fund­in­um.

                Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins Magnús Jóns­son (MJ) frá KPMG. Auk hans sat fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

                Magnús Jóns­son fór yfir drög að árs­reikn­ingi. Um­ræð­ur fóru fram.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að halda auka­fund bæj­ar­ráðs hinn 13. apríl nk. kl. 15:45 þar sem stefnt er að því að sam­þykkja árs­reikn­ing og að hon­um verði vísað til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann sama dag.