Mál númer 201506183
- 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar í fræðslunefnd um upplýsingar um fræðslustarf er varðar hinsegin fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 350. fundar fræðslunefndar samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. apríl 2018
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #350
Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar í fræðslunefnd um upplýsingar um fræðslustarf er varðar hinsegin fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Fulltrúi skólastjórnenda í Fræðslunefnd gerði grein fyrir í hinsegin fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar. Fjölbreytt fræðsla í öllum árgöngum.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Í bókun 311. fundar fræðslunefndar segir ma: Fræðslunefnd ... felur Skólaskrifstofu og skólunum að koma með tillögu að útfærslu fræðslunnar.
Afgreiðsla 320. fundar fræðslunefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2016
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #320
Í bókun 311. fundar fræðslunefndar segir ma: Fræðslunefnd ... felur Skólaskrifstofu og skólunum að koma með tillögu að útfærslu fræðslunnar.
Áfram verði haldið með það fræðslustarf sem fram fer í grunnskólum Mosfellsbæjar varðandi hinsegin fræðslu. Jafnframt lagt til að leitað verði til Samtakanna 78 og/eða annarra fagaðila, um frekari fræðslu og kynningu á hinsegin fræðslu í samvinnu við skólanna, bæði er snertir fræðslu fyrir kennara, nemendur svo og alla starfsmenn skólanna. Fræðsla þessi fari fram á næsta skólaári og verði kynnt fræðslunefnd.
- 7. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #657
Bæjarfulltrúar allra flokka leggja fram sameiginlega tillögu um hinsegin fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #311
Bæjarfulltrúar allra flokka leggja fram sameiginlega tillögu um hinsegin fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd fagnar tillögu bæjarfulltrúa um hinsegin fræðslu í skólum og felur Skólaskrifstofu og skólunum að koma með tillögu að útfærslu fræðslunnar.
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Lagt er til við bæjarstjórn að hafið verði átak varðandi hinsegin fræðslu og ráðgjöf í grunnskólum bæjarins. Mosfellsbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin 78 um fræðslu fyrir nemendur, kennara og annað starfsfólk grunnskólanna og ráðgjöf til þeirra sem þess óska.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með öllum greiddum atkvæðum og vísar henni til fræðslunefndar til nánari útfærslu.