Mál númer 201603363
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Kynning á niðurstöðu Evrópsks samstarfsverkefnis sem Mosfellsbær tók þátt í gegnum Landgræðsluna um uppbyggingu göngustíga á fjöllum og verndun útivistarsvæða. Fulltrúar Landgræðslunnar koma á fundinn og kynna málið.
Afgreiðsla 206. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. janúar 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #206
Kynning á niðurstöðu Evrópsks samstarfsverkefnis sem Mosfellsbær tók þátt í gegnum Landgræðsluna um uppbyggingu göngustíga á fjöllum og verndun útivistarsvæða. Fulltrúar Landgræðslunnar koma á fundinn og kynna málið.
Davíð Arnar Stefánsson og Örn Þór Halldórsson fulltrúar Landgræðslunnar komu á fundinn og kynntu verkefnið og lokaskýrslu þess.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir góða kynningu á áhugaverðu málefni.
Umhverfisnefnd leggur til að samstarf við Reykjavíkurborg um viðhald og verndun Úlfarsfells verði aukið sbr. umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Einnig leggur umhverfisnefnd til að skipulagsnefnd hafi þessa vinnu til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar. - 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Ósk Landgræðslunnar um samstarf við Mosfellsbæ vegna alþjóðlegs verkefnis um verndun útivistarsvæða
Afgreiðsla 167. fundar umhvefisnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. mars 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #167
Ósk Landgræðslunnar um samstarf við Mosfellsbæ vegna alþjóðlegs verkefnis um verndun útivistarsvæða
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindinu og felur umhverfissviði að vinna áfram að málinu.