Mál númer 201602252
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Tilnefning þeirra efnilegu ungmenna í Mosfelllbæ sem hljóta styrk til að stunda sína íþrótt- tómstund eða list sumarið 2016. Á fundinn mæta styrkþegar og fjölskyldur þeirra.
Afgreiðsla 199. fundar íþrótta-og tómstundanefnd samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. maí 2016
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #199
Tilnefning þeirra efnilegu ungmenna í Mosfelllbæ sem hljóta styrk til að stunda sína íþrótt- tómstund eða list sumarið 2016. Á fundinn mæta styrkþegar og fjölskyldur þeirra.
Á fundinn mættu styrkþegar og fjölskyldur þeirra mættu á fundinn og veittu styrknum móttöku.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Fyrir nefndinni liggja 19 umsóknir. Farið verðir yfir umsóknirnar og valið úr þeim smk. reglum þar um.
Haraldur Sverrisson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 6. apríl 2016
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #198
Fyrir nefndinni liggja 19 umsóknir. Farið verðir yfir umsóknirnar og valið úr þeim smk. reglum þar um.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk til að stunda íþróttir, listir og tómstundir sumarið 2016. Sjá fylgiskjal.