Mál númer 201212187
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um verkið. Ennfremur er kostnaður við verkið brotinn niður í verkþætti til frekari skýringar.
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. september 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1178
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um verkið. Ennfremur er kostnaður við verkið brotinn niður í verkþætti til frekari skýringar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri og Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um 2. áganga Tunguvegar.
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um verkið.
Afgreiðsla 1176. fundar bæjarráðs, um frestun, samþykkt á 633. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. ágúst 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1176
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um verkið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.
- 4. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #628
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út 2. áfanga Tunguvegar ásamt hringtorgi á mótum Skeiðholts og Þverholts.
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 28. maí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1167
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út 2. áfanga Tunguvegar ásamt hringtorgi á mótum Skeiðholts og Þverholts.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út 2. áfanga Tunguvegar milli Kvíslartungu og Vogatungu/Tungubökkum ásamt að bjóða út framkvæmdir við hringtorg á mótum Skeiðholts og Þverholts.
Jafnframt verði stofnaður starfshópur íbúa næst Skeiðholti til þess að vinna í samráði við hönnuði og Mosfellsbæ að útfærslum á hljóðvörnum og endanlegu útliti framkvæmda við Skeiðholt.
- 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja um gerð undirganga undir Skólabraut
Afgreiðsla 1156. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. mars 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1156
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja um gerð undirganga undir Skólabraut
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Ístak um undirgöng við Skólabraut í aukaverktöku í samræmi við framlagt minnisblað.
- 14. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #608
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda ÍSTAK hf.
Afgreiðsla 1127. fundar bæjarráðs lögð fram á 608. fundi bæjarstjórnar.
- 27. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1127
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda ÍSTAK hf.
Jón Jósef Bjarnason lagði fram tillögu um að málinu verði frestað fram yfir sumarleyfi bæjarstjórnar.
Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu.Bæjarráð heimilar umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda ÍSTAK hf.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út framkvæmd Tunguvegar.
Bókun S-lista Samfylkingar vegna útboðs á framkvæmdum við Tunguveg.$line$$line$Minni á og ítreka fyrri afstöðu S-lista Samfylkingar við áformaðar framkvæmdir við lagningu Tunguvegar. Afstaða okkar byggir á niðurstöðum umhverfisskýrslu sem unnin var í tengslum við deiliskipulag vegarins. Ljóst er af umhverfisskýrslunni að nokkur áhætta fylgir framkvæmdinni fyrir umhverfið sem og áhrif vegarins á þetta dýrmæta útivistarsvæði til framtíðar.$line$$line$Jafnframt teljum við að nýta beri það fjármagn sem í framkvæmdina fer með skynsamlegri hætti í nauðsynlegri framkvæmdir eða til lækkunar skulda bæjarfélagsins.$line$$line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$$line$Fulltrúar V og D lista líta svo á að framkvæmd við Tunguveg sé nauðsynleg framkvæmd, enda hefur hún verið á aðalskipulagi um langa hríð. $line$$line$Vegurinn er nauðsynleg tenging íbúa hverfisins við miðbæ Mosfellsbæar, ekki er vegurinn síður nauðsynlegur fyrir aðgengi að íþróttaavæði á Tungubökkum. Þá mun Tunguvegur einnig bæta mjög aðgang íbúa allra að því mikilvæga útivistarsvæði sem Ævintýragarðurinn er. $line$$line$Við hönnun vegarins er það haft að leiðarljósi að að áhrif framkvæmdarinnar verði sem minnst á náttúru svæðisins.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1124. fundar bæjarráðs samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn tveimur.
- 6. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1124
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út framkvæmd Tunguvegar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa og bjóða út framkvæmd Tunguvegar.
- 6. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #600
Niðurstaða útboðs á hönnun Tunguvegar þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er verkfræðistofan Hnit ehf.
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum, hjá sátu bæjarfulltrúar Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar.
- 28. febrúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1111
Niðurstaða útboðs á hönnun Tunguvegar þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er verkfræðistofan Hnit ehf.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda verkfræðistofuna Hnit ehf.
- 6. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #598
Um er að ræða útboð á hönnun Tunguvegar en óskað er heimildar bæjarráðs til þess.
Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
- 31. janúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1107
Um er að ræða útboð á hönnun Tunguvegar en óskað er heimildar bæjarráðs til þess.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út verkhönnun Tunguvegar.