Mál númer 201402246
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Veislugarður ehf. hefur sagt upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að koma með tillögu um framtíðarskipan mála Hlégarðs. Bæjarstjóri mætir á fund Menningarmálanefndar sem er Hlégarðsnefnd til að fara yfir málið.
Afgreiðsla 179. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. mars 2014
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #179
Veislugarður ehf. hefur sagt upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að koma með tillögu um framtíðarskipan mála Hlégarðs. Bæjarstjóri mætir á fund Menningarmálanefndar sem er Hlégarðsnefnd til að fara yfir málið.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála og leitaði samráðs við nefndina um nýtingarmögluleika Hlégarðs eftir að núverandi vert lætur að störfum.
Menningarmálanefnd leggur áherslu á að í menningarstefnu Mosfellsbæjar er lögð áhersla á að bærinn stuðli að varðveislu menningarminja og hugi að byggingararfi sveitarfélagsins. Sérstaklega verði horft til þeirra menningarverðmæta sem Hlégarður er.
Nefndin styður það að leitað verði til bæjarbúa um hugmyndir um nýtingu hússins og þegar fyrir liggja hugmyndir um nýtingu verði þær kynntar menningarmálanefnd.
- 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Veislugarður ehf. segir upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði frá og með 1. mars nk.
Íbúahreyfingin leggur fram þá tillögu að leitað verði til íbúa um hugmyndir að framtíðarnotkun Hégarðs.$line$Tillagan samþykkt og bæjarstjóra falin framkvæmdin.$line$$line$Afgreiðsla 1155. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 27. febrúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1155
Veislugarður ehf. segir upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði frá og með 1. mars nk.
Erindi Veislugarðs ehf. lagt fram. Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar núverandi leigutökum áralanga og góða samvinnu um rekstur hússins og felur bæjarstjóra að koma með tillögu um framtíðarskipan mála Hlégarðs.