Mál númer 201402235
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar á Kaffihúsinu Álafossi í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 161. fundar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #161
Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar á Kaffihúsinu Álafossi í Mosfellsbæ
Í upphafi fundarins kynntu nefndarmenn í umhverfisnefnd og starfsmenn nefndarinnar sig í stuttu máli.
Að því loknu kynnti Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri starfsemi umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar, ásamt helstu verkefnum.
Að kynningu lokinni var gefið tækifæri til spurninga um stjórnsýslu umhverfismála í Mosfellsbæ. - 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 148. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
- 26. febrúar 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #148
Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Í upphafi fundarins kynntu nefndarmenn í umhverfisnefnd og starfsmenn nefndarinnar sig í stuttu máli.
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri hélt að því loknu fyrirlestur um umhverfismál í Mosfellsbæ og kynnti starfsemi umhverfisnefndar og stjórnsýslu umhverfismála.
Að fyrirlestrinum loknum var gefið tækifæri til spurninga um stjórnsýslu umhverfismála í Mosfellsbæ.