Mál númer 201401608
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Umfjöllun um almenningssamgöngur í Mosfellsbæ undir þessum lið var aðalefni fundarins samkvæmt fundarboði og auglýsingum. Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulagssviðs Strætó bs. flutti framsöguerindi þar sem m.a. komu fram ítarlegar tölulegar upplýsingar um strætisvagnaþjónustuna og notkun hennar. Nýjasta leiðakerfisbreytingin gagnvart Mosfellsbæ er sú að leið 6 er farin að aka úr Grafarvogi að Háholti og kom fram að unnið væri að því að breyta hringtorgi við Egilshöll svo að vagninn gæti farið þar um. Fram kom að lakasta þjónustustigið væri gagnvart Leirvogstungu og Helgafellshverfi, ekki lægju fyrir beinar tillögur um það hvernig bætt yrði úr því, en helst væri horft til þess möguleika að bæta við nýrri leið sem yrði innanbæjarleið í Mosfellsbæ. Eftir framsöguerindið komu fram ýmsar fyrirspurnir fundarmanna til framsögumanns og spunnust um þær almennar umræður. Meðal þess sem komið var inn á má nefna þjónustuna við "afskiptu" hverfin sem áður voru nefnd og hugsanlega innanbæjarleið, ástand biðskýla og biðstöðva, óheppilegar hraðahindranir, mögulega færslu endastöðvar leiðar 15 í Reykjahverfi upp á "borplan," kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í þjónustunni og miðlun upplýsinga um leiðakerfið og tengimöguleika í því, s.s. við Mjóddina.
Afgreiðsla 363. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 623. fundi bæjarstjórnar.
- 18. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #363
Umfjöllun um almenningssamgöngur í Mosfellsbæ undir þessum lið var aðalefni fundarins samkvæmt fundarboði og auglýsingum. Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulagssviðs Strætó bs. flutti framsöguerindi þar sem m.a. komu fram ítarlegar tölulegar upplýsingar um strætisvagnaþjónustuna og notkun hennar. Nýjasta leiðakerfisbreytingin gagnvart Mosfellsbæ er sú að leið 6 er farin að aka úr Grafarvogi að Háholti og kom fram að unnið væri að því að breyta hringtorgi við Egilshöll svo að vagninn gæti farið þar um. Fram kom að lakasta þjónustustigið væri gagnvart Leirvogstungu og Helgafellshverfi, ekki lægju fyrir beinar tillögur um það hvernig bætt yrði úr því, en helst væri horft til þess möguleika að bæta við nýrri leið sem yrði innanbæjarleið í Mosfellsbæ. Eftir framsöguerindið komu fram ýmsar fyrirspurnir fundarmanna til framsögumanns og spunnust um þær almennar umræður. Meðal þess sem komið var inn á má nefna þjónustuna við "afskiptu" hverfin sem áður voru nefnd og hugsanlega innanbæjarleið, ástand biðskýla og biðstöðva, óheppilegar hraðahindranir, mögulega færslu endastöðvar leiðar 15 í Reykjahverfi upp á "borplan," kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í þjónustunni og miðlun upplýsinga um leiðakerfið og tengimöguleika í því, s.s. við Mjóddina.
Til kynningar og umræðu.
- 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Fjallað var um málið á 361. fundi. Lögð fram ályktun Ungmennaráðs frá 20. febrúar um málið.
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #362
Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Fjallað var um málið á 361. fundi. Lögð fram ályktun Ungmennaráðs frá 20. febrúar um málið.
Skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði opinn nefndarfundur um almenningssamgöngur eftir hálfan mánuð og felur formanni og skipulagsfulltrúa að undirbúa hann.
- 26. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #621
Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015. Óskað er eftir tillögum eða óskum frá Mosfellsbæ um úrbætur eða breytingar á leiðarkerfinu.
Afgreiðsla 23. fundar ungmennaráðs lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
- 26. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #621
Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. febrúar 2014
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #23
Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015. Óskað er eftir tillögum eða óskum frá Mosfellsbæ um úrbætur eða breytingar á leiðarkerfinu.
Umræður ungmennaráðs um leiðarkerfi almenningssamgangna í Mosfellsbæ.
Ungmennaráð fagnar þeim breytingum sem hafa orðið til að bæta almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.
Ungmennaráð vill þó benda á að æskilegt væri að bæta almenningssamgöngur innanbæjar milli hverfa í Mosfellsbæ. Sérstaklega þarf að bæta almenningssamgöngur við Ásland og Leirvogstungu, annað hvort með sérstökum innanbæjarvagni eða með breytingum á leiðarkerfi þeirra vagna sem þjónusta Mosfellsbæ.
Ungmennaráð sendir tillögur sínar til skipulagsnefndar til upplýsinga og úrvinnslu. - 18. febrúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #361
Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir að halda opinn nefndarfund um almenningssamgöngur í Mosfellsbæ.
- 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015 og í því sambandi er óskað eftir tillögum sveitarfélagsins ef einhverjar eru.
Afgreiðsla 1153. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. febrúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1153
Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015 og í því sambandi er óskað eftir tillögum sveitarfélagsins ef einhverjar eru.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.