Mál númer 201402193
- 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Guðfinna A Hjálmarsdóttir óskar með bréfi dags. 19. febrúar 2014 eftir því að leyfileg stærð húsa í gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðina verði aukin.
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #362
Guðfinna A Hjálmarsdóttir óskar með bréfi dags. 19. febrúar 2014 eftir því að leyfileg stærð húsa í gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðina verði aukin.
Skipulagsnefnd heimilar að lögð verði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem feli í sér að umrætt hús megi vera 170 m2. Þar sem sú stærð er um helmingur þess byggingarmagns sem aðalskipulag heimilar á lóð af þessari stærð, verði jafnframt gert ráð fyrir því að annaðhvort minnki húsin tvö, sem gert er ráð fyrir til viðbótar í deiliskipulaginu, að sama skapi, í 95 m2 að hámarki, eða að annað þeirra falli brott.