Mál númer 201402236
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar á Kaffíhúsinu Álafossi í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 161. fundar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #161
Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar á Kaffíhúsinu Álafossi í Mosfellsbæ
Formaður umhverfisnefndar opnaði fyrir almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ.
Fjölbreyttar fyrirspurnir bárust bæði til nefndarmanna í umhverfisnefnd og starfsmanna umhverfissviðs varðandi ýmis umhverfismál.
1) Rætt var um aðgerðir til varnar lúpínu og skógarkerfli. Starfsmenn umhverfissviðs upplýstu um að vinna sé í gangi við að kortleggja lúpínu, skógarkerfil og bjarnarkló í Mosfellsbæ, í samvinnu við sérfræðinga hjá Langræðslu ríkisins og að von sé á niðurstöðu í sumar í formi skýrslu þar sem kortlagning þessara ágengu tegunda kemur fram og tillögur að aðgerðum til varnar þeim.
2) Rætt var um moltugerð og kosti hennar og galla.
3) Rætt var um vandamál vegna lagningu húsbíla og stórra frístundavagna í íbúagötum, þar sem þau taki bílastæði frá íbúum, skapi slysahættu og séu umhverfislýti. Rætt um möguleika á að fjölga bílastæðum fyrir slík tæki utan íbúahverfa.
4) Rætt um utanvegaakstur í útmörk Mosfellsbæjar, og sérstaklega rætt um gamla Þingvallaveginn á Mosfellsheiði. Upplýst var um þá vinnu sem er í gangi við takmörkun á akstri vélknúinna ökutækja á Úlfarsfelli, og vinnu sérstaks vinnuhóps um kortlagningu slóða í útmörk Mosfellsbæjar, sem ætlað er að skýra betur hvar heimilt sé að aka og hvar ekki.
5) Rætt um slælega umhirðu og frágang í kringum rafmagnsskúr í Tröllateig, sem rafmagnsveitan hefur ekki sinnst sem skyldi.
6) Rætt um akstur út fyrir vegi í kringum bensínstöð Atlantsolíu við Krikahverfi, og hvernig hægt sé að bregðast við því.
7) Skammadalsfélagið kynnti sinn félagsskap, en það er hópur fólks sem vill hag Skammadals sem mestan. Í ár mun vera 50 ára afmæli matjurtagarðanna. Rætt var um matjurtagarðana á svæðinu og skemmtilegt umhverfi sem þar er að finna.
8) Rætt var um gróður utan lóðarmarka og vandamál því tengdu. Upplýst var um átak hjá bænum til að hvetja eigendur lóða þar sem gróður nær út fyrir lóðarmörk til að klippa og snyrta sín tré til að koma í veg fyrir óþægindi og slysahættu. Góðar upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu bæjarins.
9) Rætt um umhirðu á opinum svæðum, og hvatt til að gryjsað væri meira.
10) Rætt um eyðingu á ref í sveitarfélaginu. Misjafnar skoðanir komu fram á nauðsyn þess að eyða ref, en Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að halda refastofninum nálægt híbýlum manna í lágmarki. Umhverfisnefnd fær árlega skýrslu um veiðar á ref og mink í Mosfellsbæ.
11) Rætt um ruslatunnur við göngustíga. Í Mosfellsbæ eru nú um 80 ruslatunnur við göngustíga og opin svæði bæjarins. Staðsetning þeirra hefur verið kortlögð og metið hvar þörf er á fleri tunnum. Unnið er að fjölgun ruslatunna skv. forgangsröðun í samræmi við fjárhagsáætlun.
12) Rætt um fjúkandi rusl í bænum og þörf á að hreinsa reglulega. Þjónustustöð bæjarins sér um hreinsun á opnum svæðum, en Vegagerðin ber ábyrgð á hreinsun meðfram Vesturlandsvegi og Þingvallarvegi. - 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 148. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
- 26. febrúar 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #148
Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Formaður umhverfisnefndar opnaði fyrir almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ, bæði frá almennum bæjarbúum og nemendum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ sem sóttu fundinn. Nemendur í umhverfisfræði við framhaldsskólann fjölmenntu á fundinn.
Fjölbreyttar fyrirspurnir bárust bæði til nefndarmanna í umhverfisnefnd og starfsmanna umhverfissviðs varðandi ýmis umhverfismál.
1) Rætt var um sjálfbæra þróun og Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ, hvað felst í hugtakinu sjálfbær þróun, hvað hugtakið Starðardagskrá 21 stæði fyrir og hvernig verkefnið væri útfært í Mosfellsbæ.
2) Ábendingar bárust um að upplýsingar í fundargerðum mættu vera ítarlegri og var upplýst að slíkt hefði verið til umræðu hjá bæjaryfirvöldum en breyta þyrfti bæjarmálasamþykkt til að slíkt væri mögulegt.
3) Rætt var um grjótnám í Seljadal, umgengni verktaka á svæðinu og áhrif á bergmyndanir sem þar fundust, en engin vinnsla er til staðar í námunni í dag en verktakar hafa sóst eftir áframhaldandi vinnslu.
4) Rætt var um skógrækt í Mosfellsbæ, takmarkað fjármagn til skógræktarverkefna og möguleika á að bæjaryfirvöld kæmu að viðhaldi skógræktarsvæða sem ekki væru í eigu bæjarins en væru nýtt sem opin útivistarsvæði.
5) Rætt var um eyðingu ágengra plöntutegunda eins og lúpínu og skógarkerfils, og komu misjafnar skoðanir fram um áherslur í þeim efnum. Upplýst var að málið var til umræðu í umhverfisnefnd og var þá ákveðið að hefjast handa nú í sumar við kortlagningu á útbreiðslu þeirra og tilraunaslátt.