Mál númer 201304311
- 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkinu.
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 30. janúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1152
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Gleipni verktaka ehf.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út hjólreiðastíg í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 17. október 2013 en þá voru tekin fyrir drög að samningi við Vegagerðina.
Afgreiðsla 1142. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 7. nóvember 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1142
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út hjólreiðastíg í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 17. október 2013 en þá voru tekin fyrir drög að samningi við Vegagerðina.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmd hjólreiðastígs í miðbæ Mosfellsbæjar.
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Lagður fram samningur milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um langingu hjólreiðastígs frá Litlaskógi og að Brúarlandi í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 1139. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. október 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1139
Lagður fram samningur milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um langingu hjólreiðastígs frá Litlaskógi og að Brúarlandi í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samning við Vegagerðina um lagningu hjólreiðastígs frá Litlaskógi að Brúarlandi.
- 9. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #612
Lagður fram uppdráttur af legu göngu- og hjólreiðastígs frá Litlaskógi um Miðbæ að Brúarlandi og fyrirhugaðri áfangaskiptingu hans.
Afgreiðsla 350. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 612. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 1. október 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #350
Lagður fram uppdráttur af legu göngu- og hjólreiðastígs frá Litlaskógi um Miðbæ að Brúarlandi og fyrirhugaðri áfangaskiptingu hans.
Nefndin lýsir ánægju sinni með tillöguna.
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Kynntar voru hugmyndir um útfærslu hjólreiðastígs meðfram Háholti/Bjarkarholti, unnar af Landmótun sf.
Afgreiðsla 341. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. apríl 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #341
Kynntar voru hugmyndir um útfærslu hjólreiðastígs meðfram Háholti/Bjarkarholti, unnar af Landmótun sf.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndirnar en leggur áherslu á að útfærð verði tenging hjólreiðastígsins austur að undirgöngum við Varmá.