10. október 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varabæjarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1091201209018F
Fundargerð 1091. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 590. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna 201011056
Drög að endurskoðuðum verklagsreglum um ritun fundargerða hjá Mosfellsbæ til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JJB, JS, HSv og HS.$line$Afgreiðsla 1091. fundar bæjarráðs, að samþykkja endurskoðun á verklagsreglum um ritun fundargerða, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Tillaga Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin leggur til að útbúnar verði verði verklagsreglur um merkingu trúnaðargagna sem lögð eru fyrir fundi ráða og nefnda. Það er skoðun Íbúahreyfingarinnar að kjörnir fulltrúar geti einir ákveðið hvort gögn séu trúnaðarmál eða ekki enda bera þeir ábyrgð gagnvart íbúum sveitarfélagsins. Það nægir ekki að gagn sé stimplað "trúnaðarmál" eða mönnum tjáð að það sé trúnaðargagn. Að áliti Íbúahreyfingarinnar þarf að gera grein fyrir í hverju trúnaðurinn liggur og í það minnsta formaður nefndarinnar sem fer með málið þarf að rita nafn sitt á skjal sem hefur verið stimplað enda meirihluti nefndarinnar á þeirri skoðun að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða.$line$Íbúahreyfingin leggur jafnframt til að bókhald Mosfellsbæjar verði birt á vef bæjarins og leggur til að þessari vinnu verði lokið fyrir næstu áramót.$line$$line$Málsmeðferðartillaga kom fram þess efnis að tillögunni hvað varðar merkingu trúnaðargagna verði vísað til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar og leggi hann umsögn sína fyrir bæjarráð. $line$Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.$line$$line$Einnig kom fram málsmeðferðartillaga hvað varðar birtingu úr bókhaldi bæjarins, að því atriði verði vísað til umsagnar fjármálastjóra og forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamála og leggi þau umsögn sína einnig fyrir bæjarráð.$line$Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.
1.2. Framkvæmdir 2012 201203169
Umhverfissvið leggur fram til kynningar skýrsluna, Framkvæmdir hjá Mosfellsbæ 2012, sem tekin er saman í september 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Lögð fram á 1091. fundi bæjarráðs skýrsla umhverfissviðs um framkvæmdir 2012. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Til máls tóku: JJB, BH, HSv og HS.$line$$line$Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Í þessari ágætu skýrslu um framkvæmdir vantar upplýsingar svo hægt sé að bera saman áætlaðan kostnað og raunkostnað. Þá vantar einnig skýringar hafi kostnaður við verk ekki staðist. Einnig er áhugavert að fram framkvæmdaraðili komi fram, Íbúahreyfingin óskar eftir að þessum upplýsingum verði bætt í skýrsluna.$line$$line$Í umræðum á bæjarráðsfundi var minnst á að Mosfellsbær leitar aldrei tilboða malbik, heldur kaupir af einum aðila, fyrirtækis í eigu Reykjavíkurborgar sem keppir við fyrirtæki á frjálsum markaði. Íbúahreyfingin óskar eftir skýringum á þessu.$line$$line$Í framhaldi af bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar er samþykkt með sjö atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að taka saman ofangreindar upplýsingar og leggja fram í bæjarráði.
1.3. Tilboð Íslenska Gámafélagsins í efni úr blátunnu 201209291
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram til samþykktar tilboð frá Íslenska Gámafélaginu um kaup á hráefni úr Bláu tunnunni.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: HS, JJB og BH.$line$Afgreiðsla 1091. fundar bæjarráðs, að taka tilboði Íslenska Gámafélagsins ehf. um kaup á hráefni úr Bláu tunnunni, samþykkt með sjö atkvæðum. Jafnframt verði erindinu vísað aftur til bæjarráðs til meðferðar.
1.4. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2012 201209239
Tilkynningu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um greiðslu ágótahlutar að upphæð kr. 2.165.000,- til Mosfellsbæjar vegna ársins 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Lögð fram á 1091. fundi bæjarráðs tilkynning EBÍ um ágóðahlut Mosfellsbæjar að upphæð 2.165.000,- vegna ársins 2012. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Til máls tóku: JJB, JS og HS.$line$$line$Tillaga fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$EBÍ er eitt af þessum félögum þar sem pólitíkusar geta átt skjól við að sitja í stjórn fá greitt fyrir að gera gera ekki neitt. Íbúahreyfingin leggur til að félaginu verði slitið.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$Óskað er að bókað verði að það þjóni ekki fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélagsins að slíta félaginu.
1.5. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, umsókn um styrk 2013 201209264
Sjálfsbjörg, félaga fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu sækir um 100 þús. króna styrk til starfsemi sinnar á árinu 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1091. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda 201209269
Nefndasvið Alþingis sendir 64. mál, frumvarp til laga um málefni innflytjenda, til Mosfellsbæjar til umsagnar sem þá óskast send fyrir 5. okt. nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1091. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.7. Skýrsla um fasteignamat 2013 201209309
Þjóðskrá Íslands sendir til upplýsingar skýrslu um Fasteignamat 2013, en í skýrslunni er lýst aðferðum sem beitt er við mat allra fasteigna á landinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Lögð fram á 1091. fundi bæjarráðs skýrsla um fasteignamat 2013. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1092201210001F
Fundargerð 1092. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 590. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Leirvogstungu ehf, uppbygging í Leirvogstungu 200612242
Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs óskar heimildar til að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna lóða í Leirvogstungu. Óskin er framsett í framhaldi af samkomulagi við Leirvogstungu ehf. um niðurfellingu samnings milli félagsins og Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að heimila framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Til máls tóku: JJB og HSv.$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin ítrekar að samþykkt var á bæjarstjórnarfundi að gerð yrði grein fyrir þeim kostnaði sem af þessu hefur hlotist og muni fyrirsjáanlega hljótast vegna yfirtöku bæjarins á verkefninu.
2.2. Umsagnarbeiðni um frumvarp til náttúrverndarlaga 201209125
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til náttúruverndarlaga.
Áður á dagskrá 1089. fundar bæajrráðs þar sem óskað var umsagna umhverfissviðs og umhverfisnefndar.
Umsagnir umhverfissviðs og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar eru hjálagðar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að skila inn umsögnum um frumvarp til náttúruverndarlaga, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Byggingalóðir að Reykjahvoli 26, 28 og 30 201209339
Finnur Ingi Hermannsson óskar eftir því að fá sjálfur að ganga frá tengingu við veitu- og holræsakerfi vegna þriggja lóða við Reykjahvol.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög 201209347
Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (frestun tilfærslu heimila og stofnana fyrir börn), 65. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 5. október nk.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lækningatæki 201209349
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lækningatæki (aukið eftirlit, skráning o.fl., EES-reglur), 67. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 15. október nk.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.6. Umsókn um fjárstyrk vegna Missir.is 201209354
Stjórnarmenn missir.is sækja um styrk að upphæð kr. 100 þús. til reksturs og kynningarstarfs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Völuteigur 25-29, deiliskipulagsbreyting: Stækkun lóðar 201209370
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem felur í sér að lóðin stækki til vesturs um 315 m2.
Skipulagsnefnd hefur á 328. fundi sínum samþykkt að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga sem óverulega breytingu á deiliskipulagi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að fela stjórnsýslusviði að ræða fyrirkomulag lóðarstækkunarinnar við lóðarhafa, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um vernd og orkunýting landsvæða (rammaáætlun) 201209392
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar um 89. þingmál, vernd og orkunýting landsvæða (rammaáætlun).
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið lagt fram á 1092. fundir bæjarráðs. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
2.9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna 201209394
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna (aðstoð við atkvæðagreiðslu), 180. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.10. Landsskipulagsstefna 2013-2024, ósk um umsögn 201210004
Skipulgasstofnun sendir til umsagnar tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 162201209019F
Fundargerð 162. fundar íþrótta-og tómstundarnefnadar lögð fram til afgreiðslu á 590. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá 201202172
Á fundinn mætti Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur og gerði grein fyrir framvindu mála varðandi byggingu íþróttahúss við Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Jóhanna B. Hansen gerði grein fyrir framvindu mála varðandi nýbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmál. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
3.2. Skýrsla um framkvæmd og fyrirkomulag íþróttakennslu í grunnskólum 201205086
Skýrslan lögð fram til upplýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Skýrslan lögð fram á 162. fundi íþrótta-og tómstundarnefndar. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
3.3. Upplýsingaskylda íþrótta- og tómstundafélaga vegna samninga - gögn 201205102
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur sett sem skilyrði að íþróttafélög skili árlega skýrslum um starfsemina. Hér liggja fyrir skýrslur þeirra félaga sem sent hafa þær inn til íþrótta- og tómstundasviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, HSv og HS.$line$Afgreiðsla 162. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar, á fyrirliggjandi skýrslum íþrótta- og tómstundafélaga, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Bæjarstjórn leggur áherslu á að umræddar upplýsingar liggi fyrir sem fyrst.
3.4. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2012 201203076
Hér liggja fyrir endanlegar útgáfur af samningum við íþrótta- og tómstundafélög 2012 ásamt samningum um afrekssjóði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 162. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samninga við íþrótta- og tómstundafélög. Framlagðir samningar við íþrótta- og tómstundafélög samþykktir á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. ósk um styrk v/ þáttöku í landsliði 201209333
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 162. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar, þess efnis að menningarsvið setji á blað viðmiðunarreglur styrkja og taki erindi þetta til afgreiðslu venju samkvæmt, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.6. Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar 201104020
Lögð fram niðurstaða úr íþrótta- og tómstundaþingi sem kynnt var í nefndinni 11. júní sl.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið lagt fram á 162. fundi íþrótta-og tómstundarnefndar. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
3.7. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði 200906129
Íþrótta- og tómstundastefna Mosfellsbæjar var kynnt á íþróttaþingi. Hún þarf að taka breytingum í ljósi tillagna þingsins.
Lögð fram úrvinnsla úr íþrótta- og tómstundaþingi - sem tekur mið af stefnumótun eða stefnu í íþrótta- og tómstundamálum.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið lagt fram á 162. fundi íþrótta-og tómstundarnefndar. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 328201209025F
Fundargerð 328. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 590. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Bréf íbúa vegna motocrossbrautar 201209065
Lagt fram bréf frá Kristbjörgu E Kristmundsdóttur og Erni Marínóssyni dags. 2.9.2012 ásamt undirskriftalista með 22 nöfnum íbúa í landi Varmadals norðan Leirvogsár, þar sem kvartað er undan ónæði af motokrossbrautum sunnan Leirvogsár og mælst til þess að bæjarráð beiti sér fyrir því að brautirnar verði lagðar af. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 1089. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. fundar skipulagsnefndar, á umsögn um erindið til bæjarráðs, lögð fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli 201205160
Tekið fyrir að nýju bréf frá Kristjáni Erni Jónssyni fh. byggingarfélagsins Djúpár, dags. 28. júlí 2012, þar sem óskað er eftir að nefndin taki erindi um breytingu á húsinu úr tvíbýlishúsi í fjögurra íbúða hús fyrir á nýjan leik í ljósi röksemda sem settar eru fram í bréfinu. Afgreiðslu frestað á 327. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. fundar skipulagsnefndar, að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til grenndarkynningar o.fl., samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.3. Skráning umferðarslysa á Vesturlandsvegi og Þingvallavegi 2005-2011 201209202
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 4.9.2012 og kort sem sýna staðsetningu, fjölda og flokkun umferðaróhappa og slysa í bænum, svo og gögn um mælingar á umferðarhraða og orsakir slysa á Þingvallavegi í Mosfellsdal. Frestað á 327. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 328. fundi skipulagsnefndar minnisblað Eflu verkfræðistofu. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
4.4. Framkvæmdir í Ævintýragarði 201206253
Gerð verður grein fyrir framgangi framkvæmda í Ævintýragarði, sbr. bókun á 324. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindinu frestað á 328. fundir skipulagsnefndar. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
4.5. Völuteigur 25-29, deiliskipulagsbreyting: Stækkun lóðar 201209370
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Meltún, sem felst í því að lóð Völuteigs 25-29 stækkar til vesturs um 315 m2.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.6. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa S-lista sem fram kom við afgreiðslu tillögu að aðalskipulagi á 589. fundi bæjarstjórnar, um að unnin verði úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ og skoðað hvort niðurstöður þeirrar vinnu hafi áhrif á landnotkun samkvæmt aðalskipulaginu. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til skipulagsnefndar og umhverfissviðs til umsagnar og kostnaðargreiningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lögð fram til kynningar á 328. fundi skipulagsnefndar tillaga S-lista um úttekt á jarðmyndun og vistkerfum í Mosfellsbæ, tillagan er send frá bæjarstjórn til skipulagsnefndar, til umsagnar og kostnaðargreiningar. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
4.7. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun 201210013
Niðurstaða þessa fundar:
Kynnt á 328. fundi skipulagsnefndar staða mála í samvinnunefn um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 135201209020F
Fundargerð 135. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 590. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Umsagnarbeiðni um frumvarp til náttúrverndarlaga 201209125
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem óskað er eftir umsögn Mosfellbæjar um frumvarp til náttúruverndarlaga lagt fram.
Erindið er sent til umhverfisnefndar frá bæjarráði til umsagnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 135. fundar umhverfisnefndar varðandi umsögn til bæjarráðs um frumvarp til náttúruverndarlaga, lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir í Köldukvísl, Varmá og lækjum á vestursvæði árið 2011 201209318
Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir á ám og lækjum í Mosfellsbæ 2011.
Fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins kemur á fundinn.Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, HSv, HS, JJB, KT, BH og RBG.$line$Skýrslan lögð fram á 135. fundi umhverfisnefndar ásamt tillögu sem ekki hlaut samþykki nefndarinnar. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Tillaga bæjarfulltrúa S-lista Samfylkingar.$line$Í framhaldi af tillögu minnihlutans í Umhverfisnefnd, sem ekki hlaut brautargengi hjá meirihluta nefndarinnar eins og það er orðað í fundargerð nefndarinnar, legg ég til eftirfarandi tillögu:$line$Í ljósi skýrslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis verði sem fyrst unnin aðgerðaráætlun sem miðar að því að hreinsa ár og læki í Mosfellsbæ á sem stystum tíma af gerlamengun sem rannsóknir sína að eru til staðar í ám og lækjum í bæjarfélaginu. Aðgerðaráætlunin verði unnin í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið og innihaldi tímasetta framkvæmdaáætlun og kostnaðargreiningu. Verki þessu verði hraðað svo hægt verði að gera ráð fyrir fyrsta áfanga aðgerða á árinu 2013. Jafnframt verði almenningur sem býr á svæðinu fræddur um ástand ánna á hverjum tíma eins og lagt er til í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins. $line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra sem síðan leggi umsögn sína fyrir bæjarráð. $line$Tillaga borin upp og samþykkt með sex atkkvæðum.
5.3. Friðlýsingar fossa í Mosfellsbæ 201208014
Kynntar hugmyndir að friðlýsingum fossa í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JJB, HSv, KT og BH.$line$Kynntar hugmyndir um friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ á 135. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Vatnsþurrð í Varmá 201209336
Lagt fram erindi varðandi vatnsþurrð í Varmá, orsakir hennar og áhrif á lífríki, vatnabúskap og útivistargildi Varmársvæðisins.
Erindi lagt fram að ósk nefndarmanns í umhverfisnefnd, Sigrúnar PálsdótturNiðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: KT, BH, JJB, JS og RBG.$line$Afgreiðsla 135. fundar umhverfisnefndar, að óska eftir því að umhverfissvið Mosfellsbæjar kanni orsakir og áhrif vatnsþurrðar í Varmá og mögulegar úrbætur, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 217201209024F
Fundargerð 217. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 590. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Reykjahvoll 41, Stækkun á 1. hæð -áður kjallari 201209285
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 217. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 590. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Braut,Æsustaðavegur 4, lnr. 123743, umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishús og bílskúr 2011081966
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 217. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 590. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Háholt 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir færanlega kennslustofu. 201209218
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 217. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 590. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 113. fundar SHS201209393
Til máls tóku: HSv og HS.
Fundargerð 113. fundar SHS lögð fram á 590. fundi bæjarstjórnar.8. Fundargerð 173. fundar Strætó bs.201210055
Til máls tóku: BH og JJB.
Fundargerð 173. fundar Strætó bs. lögð fram á 590. fundi bæjarstjórnar.9. Fundargerð 304. fundar Sorpu bs.201209350
Til máls tóku: HS, BH og JJB.
Fundargerð 304. fundar Sorpu bs. lögð fram á 590. fundi bæjarstjórnar.10. Fundargerð 327. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201209348
Til máls tóku: BH, HSv og HS.
Fundargerð 327. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 590. fundi bæjarstjórnar.11. Fundargerð 379. fundar SSH201209353
Til máls tóku: JS, HSv, BH, JS og JJB.
Fundargerð 379. fundar SSH lögð fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
12. Óskað tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ201210037
Mennta og menningarmálaráðuneytið óskar eftir því við Mosfellsbæ að tilnefna tvo fulltrúa og tvo til vara í skólanefnd framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
Fram kom eftirfarandi tilnefning tveggja fulltrúa og tveggja til vara í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ,
Bryndís Haraldsdóttir og Herdís Sigurjónsdóttir sem aðalmenn og Jón Jósef Bjarnason og Hafsteinn Pálsson sem varamenn.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og var tilnefningin samþykkt samhljóða.13. Kosning í fulltrúaráð SSH201210096
Fram kom eftirfarandi tilnefning þriggja fulltrúa í fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
Hafsteinn Pálsson, Jón Jósef Bjarnason og Jónas Sigurðsson.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og var tilnefningin samþykkt samhljóða.