Mál númer 2011081966
- 10. október 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #590
Afgreiðsla 217. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 590. fundi bæjarstjórnar.
- 2. október 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #328
Afgreitt á 217. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa
- 27. september 2012
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #217
Björgvin Snæbjörnsson Ármúla 24 Reykjavík fh.Herdísar Þórisdóttur sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu og tveggja hæða einbýlishús úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 4 við Æsustaðaveg / Braut samkvæmt framlögðum gögnum.
Gert er ráð fyrir að bílgeymslan byggist fyrst en síðar verði núverandi sumarbústaður rifinn og íbúðarhúsið byggt í framhaldi af því.
Mannvirkin rúmast innan ramma deiliskipulags lóðarinnar.
Stærð: Bílgeymsla 72,0 m2, 342,0 m3. Íbúðarhús 1. hæð 165,5 m2, 2. hæð 112,2 m2, 914,8 m3.
Samþykkt.