Mál númer 201208014
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
Lögð fram lokadrög friðlýsingaskilmála, umsjónarsamnings og hnitasetts korts vegna friðlýsinga Álafoss og Tungufoss, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar að vinna við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$Bæjarstjórn samþykkir á 602. fundi sínum með sjö atkvæðum, að tillögu umhverfisnefndar, friðlýsingu Álafoss í Varmá og Tungufoss í Köldukvísl ásamt nærumhverfi sínu í samræmi við þá friðlýsingarskilmála sem gerðir hafa verið.
- 21. mars 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #139
Lögð fram lokadrög friðlýsingaskilmála, umsjónarsamnings og hnitasetts korts vegna friðlýsinga Álafoss og Tungufoss, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar að vinna við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar.
Lokadrög friðlýsingaskilmála, umsjónarsamninga og hnitasettra korta vegna friðlýsinga Álafoss og Tungufoss lögð fram.
Gögnin hafa verið til skoðunar hjá Umhverfisstofnun og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og eru send til umhverfisnefndar til samþykktar.
Umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að taka út ákvæði um notkun skotvopna.
Breytingatillaga fulltrúa S-lista felld með 3 atkvæðum.
Umhverfisnefnd leggur til að að Álafoss í Varmá og Tungufoss í Köldukvísl verði friðlýstir ásamt nærumhverfi sínu í samræmi við þá friðlýsingar skilmála sem gerðir hafa verið.Fulltrúar S- og M-lista bóka breytingatillögu sína sem er svohljóðandi:
Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa þar sem hún er ein af varmaám landsins en vegna nýtingar Orkuveitu Reykjavíkur hefur vatnið kólnað. Áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. - 6. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #598
Kynning á stöðu mála við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, en í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar er nú í gangi vinna við friðlýsingu þriggja fossa í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 138. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 31. janúar 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #138
Kynning á stöðu mála við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, en í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar er nú í gangi vinna við friðlýsingu þriggja fossa í Mosfellsbæ.
Umhverfisstjóri kynnti stöðu mála við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd leggur til að unnið verði að því að landsvæðið norðan Köldukvíslar í grennd við Helgufoss verð gert að fólkvangi. - 10. október 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #590
Kynntar hugmyndir að friðlýsingum fossa í Mosfellsbæ
Til máls tóku: JJB, HSv, KT og BH.$line$Kynntar hugmyndir um friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ á 135. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 590. fundi bæjarstjórnar.
- 27. september 2012
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #135
Kynntar hugmyndir að friðlýsingum fossa í Mosfellsbæ
Hugmyndir að friðlýsingum fossa í Mosfellsbæ kynntar og fengu góðar viðtökur.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SÓS, SHP, SiG og TGG. - 9. ágúst 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #585
Til máls tóku: BH og KT.
Karl Tómasson bæjarfulltrúi Vinstri grænna fylgdi úr hlaði tillögu, sem byggir á framlagðri greinargerð, um friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, en tillagan gerir ráð fyrir að fossarnir, Álafoss, Helgufoss og Tungufoss verði friðlýstir.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.