11. apríl 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) 3. varabæjarfulltrúi
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) 3. varabæjarfulltrúi
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Forseti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu þ.e. að fyrst á dagskrá yrði ársreikningur Mosfellsbæjar 2011. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2011201203417
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Forseti gaf Hlyni Sigurðssyni endurskoðanda Mosfellsbæjar orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2011. Einnig fór hann yfir drög að endurskoðunarskýrslu sína. Endurskoðandi þakkaði að lokum fyrir gott samstarf við starfsmenn.<BR>Forseti þakkaði endurskoðanda fyrir hans tölu og útskýringar og fyrir vel unnin störf, einnig færði hann starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag.
Bæjarfulltrúar tóku undir þakkir til endurskoðanda og starfsmanna bæjarins fyrir vel unnin störf.
Til máls tóku:<BR>HP, HLS, JS, BH, HS, JBH, PJL og BJó. <BR> <BR>Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2011 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar bókað:
Mosfellsbær gefur út eina fjárhagsáætlun á ári, tilgangur fjárhagsáætlunar er greinilega misskilinn af meirihlutanum, henni er ætlað að marka rekstur ársins og eftir henni á að fara nema sérstakar ástæður koma upp.<BR>Ársreikningur á m.a. skv. lögum að sýna hversu vel bæjarfélagið hefur staðist þá fjárhagsáætlun sem formlega var gefin út fyrir árið.<BR>Þetta gerir ársreikningur 2011 ekki, hann er borinn saman við síðustu endurskoðuðu fjárhagsáætlun. Sú áætlun lýtur ekki þeim reglum sem formleg fjárhagsáætlun gerir, hún er nauðsynlegt innanhúsplagg en nær ekki lengra en það. Með því að nota hana í samanburði við rauntölur í ársreikningi er verið að fela frávik 9 mánaða á árinu frá gildandi fjárhagsáætlun.<BR>Íbúahreyfingin lagði til í bæjarráði að framsetning ársreikningsins yrði löguð en það var fellt af meirihlutanum og úr bókun þeirra má lesa óábyrga afstöðu þeirra til málsins.<BR> <BR>Nokkur dæmi:<BR>Ársreikningur sýnir 1,17% frávik í skatttekjum en mismunurinn er í raun 8,87%.<BR>Ársreikningur sýnir 7,57% frávik í framlögum úr jöfnunarsjóði en er í raun 24,70%.<BR>Ársreikningur sýnir 6,43% frávik í öðrum tekjum sem í raun var 7,52%.<BR>Tekjur eru sagðar með 3,29% fráviki sem er í raun 11.06%.
<BR>Frávik launa og launatengdra gjalda eru sögð vanáætluð um 1,65% en voru í raun vanáætluð um 8,92% en frávikið milli rauntalna og áætlunar er einna minnst þar.<BR>Annar rekstrarkostnaður er sagður fara 13,87% fram yfir áætlun en fór í raun 22,88% framyfir.<BR>Fjármagnsliðir eru vanáætlaðir um 45,06% en eru sagðir vanáætlaðir um -1,7% sem er gríðarlegur munur.<BR>Íbúahreyfingin leggur til við bæjarstjórn að samanburður í ársreikningi miðist við við fjárhagsáætlun bæjarins, eins og lög kveða á um, en að endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar sé getið í skýringum sé þess þörf.
<BR>Sveitastjórnarlög 61. gr. Ársreikningur.<BR>Gera skal ársreikning fyrir sveitarsjóð, stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki þess. Jafnframt skal gera samstæðureikning fyrir sveitarfélagið, þ.e. sveitarsjóð, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, sbr. 60. gr. Ársreikningur skal gerður samkvæmt lögum um ársreikninga, reglum settum samkvæmt þeim lögum og lögum þessum, sem og góðri reikningsskilavenju.<BR>Í ársreikningi skal koma fram samanburður við:<BR>a. ársreikning undanfarins árs,<BR>b. upphaflega fjárhagsáætlun ársins,<BR>c. fjárhagsáætlun ársins ásamt viðaukum.<BR> <BR>Vegna Helgafellsbygginga ehf.
Íbúahreyfingin vekur athygli á að ólöglegt er fyrir sveitarfélag að ganga í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldum einkaaðila skv. 69. gr. sveitarstjórnarlaga. Í 72. gr. sömu laga segir í 3ju málsgrein: "Endurskoðandi sveitarfélags skal jafnframt kanna hvort fullnægjandi heimildir hafi verið fyrir útgjöldum og hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélags og einstakar ákvarðanir af hálfu þess eru í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélags, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu sveitarfélaga".<BR>Reynist hér um lögbrot að ræða er það ekki í samræmi við reglur um fjármál, ábyrga fjármálastjórn né upplýsingaskyldu sveitarfélagsins.<BR>Endurskoðanda ber því lagalega skyldu til þess að benda á þetta í ársreikningi.<BR>Jafnframt bendir Íbúahreyfingin á að umrædd veð eru og hafa frá upphafi verið skráð á Mosfellsbæ og að verðmæti þeirra séu auk þess stórlega ofmetin.<BR>Íbúahreyfingin lýsir ánægju með að endurskoðandi bæjarins skuli nú nefna "fasteign" sem veð en ekki "fasteignir" líkt og gert var í síðasta ársreikningi og Íbúahreyfingin benti árangurslaust á.
Bókun D- og V fulltrúa:<BR>Hér er til fyrri umræðu ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 sem staðfestir góðan árangur og ábyrga fjármálastjórn bæjarins. Áætlunin var metnaðarfull m.t.t. þess árferðis sem ríkti og ber að þakka starfsmönnum og stjórnendum sveitarfélagsins að þær hafi gengið eftir þrátt fyrir mikla óvissu sem ríkti vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra. <BR>Á fundi bæjarráðs var fulltrúi Íbúahreyfingarinnar upplýstur um að ársreikningur Mosfellsbæjar væri settur upp með sama hætti og gert er í öðrum sveitarfélögum. Um er að ræða samanburð á upprunalegri áætlun, áætlun með viðaukum ásamt niðurstöðum ársins líkt og lög mæla fyrir um og undrast fulltrúar D og V lista að aftur hafi verið lögð fram bókun frá Íbúahreyfingunni um sama efni. <BR>Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 byggir í meginatriðum á sömu reikningskilaaðferðum og árið áður og líkt og fram kemur í endurskoðunarskýrslu endurskoðenda bæjarins í fullu samræmi við Sveitarstjórnarlög nr 138/2011, lög um bókhald nr 145/1994, lög um ársreikninga nr 3/2006 og reglugerð nr 944/2000, og auglýsingu innanríkisráðuneytisins frá 22. febrúar 2012.<BR>Birtar eru viðbótarupplýsingar í skýringum í samræmi við ákvæði nýrrar sveitarstjórnarlaga.<BR>Enn og aftur er Íbúahreyfingin að þyrla upp pólitísku moldvirði og gera samning við Helgafellsbyggingar tortryggilegar. Upplýsingar um samning og skuldbindingar Mosfellsbæjar vegna samningsins koma fram í endurskoðunarskýrslu KPMG líkt og undanfarin ár. Að öðru leyti vísa fulltrúar D og V lista til seinni umræðu um ársreikninginn sem fram fer að tveimur vikum liðnum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1069201203026F
Fundargerð 1069. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 578. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Perlu Properties ehf. varðandi forkaupsréttarboð 201203427
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að neyta ekki forkaupsréttar, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.2. Erindi Kristínar B Reynisdóttur varðandi götuna Lágholt 201112017
Áður á dagskrá 1057. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað þangað til búið væri að taka það fyrir hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Meðfylgjandi er niðurstaða eftirlitsins.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að semja bréf og leggja fram í bæjarráði, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.3. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá 201202172
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að verkþátturinn verði boðin út að nýju í opnu almennu útboði, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.4. Blakdeild UMFA 201203342
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að veita Blakdeild Aftureldingar 250 þús. í tilefni góðs árangurs meistaraflokks kvenna, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.5. 25 ára afmæli Mosfellsbæjar 2012 201202196
Hér eru lögð fram drög að kostnaðaráætlun til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að hefja undirbúning afmælisdagskrár á grundvelli framlagðrar áætlunar og að veitt verði til þess allt að 5 milljónum, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.6. NORDDJOBB sumarstörf 2012 201202396
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.7. Erindi Lögreglustjóra, tímabundið áfengisveitingaleyfi, Þrumur og eldingar 201203408
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að bæjarráð geri fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við tímabundið áfengisveitingaleyfi, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.8. Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um heilsbrigðisþjónustu í heimabyggð 201203409
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
3. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 160201203024F
Fundargerð 160. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 578. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar 201104020
Hér fylgir samantekt og flokkun á hugmyndum sem fram komu á íþróttaþingi. Umræða óskast um framhaldið.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 160. fundir íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.2. Upplýsingaskylda félaga og félagasamtaka sem þiggja styrki frá Mosfellsbæ 201202130
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 160. fundir íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
3.3. Styrkir til efnilegra ungmenna 2012 201202125
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Bryndís Haraldsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa erindis vegna skyldleika við einn styrkþegann.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 160. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um tillögu að veitingu styrkja til efnilegra ungmenna árið 2012, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.</DIV></DIV>
3.4. Könnun á gjaldtöku í sundstöðum á höfuðborgarsvæðinu 201203400
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: JS og TKr.</DIV><DIV>Erindið rætt á 160. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
3.5. Íþróttasvæðið á Tungubökkum 201203398
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 160. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, þess efnis að kannað verði hjá íþróttafélögum áhrif lyktarmengunar frá Álfsnesi á íþróttastarfið, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 165201203017F
Fundargerð 165. fundar menningamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 578. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ 201103024
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BJó og HP.</DIV><DIV>Reglurnar lagðar fram á 165. fundi menningamálanefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
4.2. Umsóknir - fjárveiting til lista og menningarmála 2012 201201574
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 165. fundar menningamálanefndar, um úthlutun styrkja samtals að fjárhæð 1.600 þús. kr., samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 318201203029F
Fundargerð 318. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 578. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Erindi íbúa um hraðahindrun í Tröllateig 201109468
Erindi Unnar Guðjónsdóttur dags. 29. september 2011 um nauðsyn á hraðahindrunum í Tröllateigi tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn skipulagshöfundar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 318. fundar skipulagsnefndar, að fela bæjarverkfræðingi frágang málsins í samræmi við umsögn skipulagsráðgjafa, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.2. Athugasemd um umferðarmál á Krikatorgi 201203462
Tekin fyrir athugasemd íbúa í Krikahverfi, sem barst í tölvupósti 30.12.2011, þar sem bent er á hættuástand sem skapist við Krikatorg þegar vetraraðstæður ríkja. Lögð fram umsögn skipulagshöfundar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðslu frestað á 318. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.3. Grund við Varmá, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingar 201203295
Vegna hugsanlegra kaupa á fasteigninni Grund óskar Finnur Ingi Hermannsson með bréfi dags. 16. mars 2012 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um deiliskipulag fyrir lóðina, sem fela m.a. í sér að núverandi sumarbústaður verði endurbættur og stækkaður og gerður að íbúðarhúsi. Ekki verði fleiri íbúðarhús á lóðinni, en möguleiki verði á að koma fyrir á landinu þremur litlum húsum til gistingar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 318. fundar skipulagsnefndar, að fallast ekki á að Grundarhúsið verði endurbyggt sem íbúðarhús, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.4. Bergrúnargata 5, umsókn um breytingar innanhúss og utan. 201203444
Byggingafulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu, þar sem meðal annars er sótt um leyfi til að innrétta áður samþykktan bílskúr sem íbúðarrými og breyta aðkomu að aukaíbúð á neðri hæð hússins þannig að hún verði um brattan rampa í stað tröppu.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 318. fundar skipulagsnefndar, að framkögð beiðni rúmist ekki innan ramma gildandi deiliskipulags svæðisins, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.5. Lundur, Mosfellsdal - ósk um breytingar á deiliskipulagi 201203455
Helgi Hafliðason f.h. Hafbergs Þórissonar óskar með tölvupósti 14.10.2011. eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lundar, sbr. einnig tölvupóst 26.1.2012. Skv. tillögunni yrði gert ráð fyrir íbúðarhúsi og gróðurhúsum á vesturhluta lóðarinnar, samtals 3.920 m2, en starfsmannahús á austurhluta myndi minnka um 280 m2.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 318. fundar skipulagsnefndar, að heimila framlagningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lundar, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.6. Frágangur hljóðmana við Vesturlandsveg, athugasemd. 201203395
Guðmundur Þorlákur Guðmundsson gerir í bréfi dags. 22.3.1012 athugasemdir við það að núverandi og fyrirhugaður trjágróður á hljóðmönum skerði útsýni úr íbúðarhúsum í hverfinu. Í bréfinu setur hann einnig fram almennar athugasemdir um trjágróður í íbúðarhverfum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu vísað til umhverfisdeildar á 318. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.7. Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 201109449
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu fresta á 318. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 131201203023F
Fundargerð 131. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 578. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Sniðmát fyrir ársskýrslur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 201112134
Lokadrög sniðmáta Umhverfisstofnunar fyrir ársskýrslur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið var lagt fram á 131. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
6.2. Umsókn um hænsnahald 201203318
Erindi íbúa við Hamarsteig 4 með ósk um að fá að halda hænur í garði lagt fram. Skv. Samþykkt um búfjárhald í Mosfellsbæ er búfjárhald í þéttbýli, þ.m.t. alifuglahald, háð samþykki bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd og búfjáreftirlitsmaður fara með eftirlit með framkvæmd samþykktarinnar fyrir hönd bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið var lagt fram á 131. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
6.3. Greinargerð Landverndar um Vistvernd í verki í Mosfellsbæ 201202168
Lokaskýrsla Landverndar um starf Vistverndar í verki í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið var lagt fram á 131. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
6.4. Umhverfisstefna Mosfellsbæjar 2012 201202170
Umræða um endurnýjun á umhverfisáætlun Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu var frestað á 131. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
6.5. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012 201202171
Samantekt um framgang verkefna á Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2011 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 131. fundar umhverfisnefndar, að óska eftir tillögum frá nefndum og sviðum Mosfellsbæjar um nýjan verkefnalista Sd21 fyrir árið 2012, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
6.6. Blá endurvinnslutunna í Mosfellsbæ 201203346
Fyrirkomulag við innleiðingu á blátunnu í Mosfellsbæ kynnt
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið var kynnt á 131. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
6.7. Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs 2011 201202211
Skýrslu umhverfissviðs fyrir árið 2011 vísað til umhverfisnefndar frá bæjarráði til upplýsinga.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu var frestað á 131. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
6.8. Úttekt á ástandi eldri hverfa 201201381
Úttektarskýrslu umhverfissviðs um ástand eldri hverfa vísað til umhverfisnefndar frá bæjarráði til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu var frestað á 131. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
6.9. Brennisteinsmengun í Mosfellsbæ 201203456
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu var frestað á 131. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
7. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 17201203025F
Fundargerð 17. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 578. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Ungt fólk og lýðræði 2012 201203404
Lagt fram erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið var lagt fram á 17. fundi Ungmennaráðs. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
7.2. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn 201002260
Undirbúningur ungmennaráðs Mosfellsbæjar fyrir fund með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem framundan er.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið var lagt fram á 17. fundi Ungmennaráðs. Lagt fram á 578. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 14. fundar samstarfsnefndar SIS og KI201203350
Fundargerð 14. fundar samstarfsnefndar SIS og KI lögð fram á 578. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 15. fundar samstarfsnefndar SIS og KI201204031
Fundargerð 15. fundar samstarfsnefndar SIS og KI lögð fram á 578. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 168. fundar Strætó bs.201204029
Fundargerð 168. fundar Strætó bs. lögð fram á 578. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 26. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga201204008
Fundargerð 26. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 578. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 323. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201203415
Fundargerð 323. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 578. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 40. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga201204018
Fundargerð 40. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga lögð fram á 578. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 41. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga201204019
Fundargerð 41. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga lögð fram á 578. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 7. fundar Sambands ísl sveitarfélaga og KVFÍ og KTFÍ201204020
Fundargerð 7. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga og KVFÍ og KTFÍ lögð fram á 578. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
16. Samningur um þjónustu við íbúa Skálatúnsheimilisins 2012-2014201202089
Samningnum er vísað til bæjarstjórnar frá 1069. fundi bæjarráðs. Kynning á samningnum fer fram í kaffinu á 4. hæð fyrir bæjarstjórnarfundinn.
Til máls tóku: HS og HP.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar staðfestir fyrir sitt leyti framlögð drög að samningi milli Mosfellsbæjar og Skálatúnsheimilisins og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar. Samþykkt með sjö atkvæðum.