Mál númer 201203409
- 25. apríl 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #579
Áður á dagskrá 1069. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.
<DIV>Afgreiðsla 1071. fundar bæjarráðs, að senda Alþingi umsögn Mosfellsbæjar vegna þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 18. apríl 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1071
Áður á dagskrá 1069. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við framkomna þingsályktun um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og tekur undir orð flutningsmanna þess efnis að með aukinni aðkomu heimamanna og starfsmanna að skipulagningu þjónustunnar megi mæta frekar þörfum sjúklinga á viðkomandi svæði. Slíkt geti stuðlað að því að almenn heilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.
Bæjarráð Mosfellsbæjar er fylgjandi því að heilsugæslan flytjist frá ríki til sveitarfélaga.
- 11. apríl 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #578
<DIV>Afgreiðsla 1069. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 29. mars 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1069
Til máls tóku: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.