Mál númer 201203417
- 5. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1082
Óskað er eftir því að bæjarráð sem veitustjórn áriti skattalega útgáfu ársreiknings Hitaveitu Mosfellsbæjar.
Fundinn undir þessum dagskrárlið sat Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Fram fór áritun bæjarráðsmanna á skattalegan ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 sem fjármálastjóri fylgdi úr hlaði.
- 25. apríl 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #579
578. fundur bæjarstjórnar Mosfellsbæjar vísar ársreikningi Mosfellsbæjar 2011 til annarar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikning 2011 og þakkaði að lokum starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.<BR>Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og vel framlagðan ársreikning.<BR>Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.
Bókun Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin vekur athygli á að fjármagnskostnaður sveitarfélagsins hefur sexfaldast og skuldir pr. Íbúa hefur tvöfaldast síðan 2007.<BR>Hver Mosfellingur skuldar um eina milljón í gegnum sveitarfélagið og bærinn er að greiða um 600 milljónir í þennan lið sem er að okkar mati allt of hátt hlutfall af tekjum bæjarins.
Jón Jósef Bjarnason.
Bókun S-lista Samfylkingar vegna ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2011.
Ársreikningurinn sýnir veruleg frávik frá upphaflegri áætlun fyrir árið 2011. Er þar um að ræða bæði aukning á tekjum sveitarfélagsins sem og einstökum útgjaldaliðum. Ekki verður hjá því komist að frávik verði í rekstri á fjárhagsárinu enda gera sveitarstjórnarlög ráð fyrir því að svo geti orðið og skal því þá mætt með samþykkt á viðauka við fjárhagsáætlunina. Ég tel þó að bæjarráð ætti með markvissari hætti að fylgjast með þróun tekna og gjalda sveitarfélagsins með gerð einskonar árshlutauppgjörs a.m.k.tvisvar yfir reiknisárið. Árshlutauppgjörið væri sett upp með sama hætti og ársreikningurinn að því marki sem nauðsynlegt er til að sjá þróun tekna og gjalda. Á grundvelli þess yrði hverju sinni ákveðið hvernig mæta skyldi lækkun tekna, ráðstöfun á aukningu tekna og auknum útgjöldum.<BR>Ég tek undir þau sjónarmið sem fram hafa komið að í ársreikningnum sjálfum skuli koma fram viðmiðun við upphaflega áætlun ársins. Það gæfi glöggari mynd að rekstri sveitarfélagsins.<BR>Ársreikningurinn sýnir að fjárhagsleg staða Mosfellsbæjar er ekki slæm miðað mörg önnur sveitarfélög. Það kemur m.a.til af niðurskurði í rekstri sveitarfélagsins þar sem skorið hefur verið inn að beini í sumum útgjaldaliðum og hætt við að það komi niður á viðkvæmum þáttum í þjónustu og rekstri. Ég tel að marka þurfi skýrari stefnu sveitarfélagsins hvað varðar áherslur í þjónustu og rekstri og minni á í því sambandi á tillögu Samfylkingar um að eyrnamerkja framlög til stoð- og stuðningsþjónustu skólanna sem er í skoðun í bæjarkerfinu.<BR>Jónas Sigurðsson.
Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2011 og var rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði um 560 milljónir sem er um 10% af tekjum. Rekstur stofnana bæjarins var í samræmi við áætlun sem tókst með samstilltu átaki allra starfsmanna.
Kennitölur úr rekstri bera vott um góða stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri er 677 millj.kr. sem 12% af rekstrartekjum og framlegð frá rekstri er 15%. Skuldahlutfall hefur lækkað niður í 148% en var 179% árið 2010 og er þar með komin niður fyrir 150% mörkin sem ný sveitarstjórnarlög setja sveitarfélögum. Er þetta þrátt fyrir að inn í þessum tölum sé lántaka vegna byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem er verkefni sem Mosfellsbær er að sinna fyrir ríkisvaldið.
Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en til hans runnu 2.313 millj. kr. á árinu 2011 eða rúmlega 50% af skatttekjum. Til félagsþjónustu var veitt 864 milljónum og er þar meðtalin málefni fatlaðs fólks sem er ný þjónusta sem sveitarfélagið sinnir. Vel hefur tekist til við rekstur þessa nýja málaflokks og var hann samkvæmt áætlun. Íþrótta- og æskulýðsmál eru þriðja stærsta verkefni bæjarins en til þeirra mála var varið um 523 millj. kr. á árinu 2011.
Í framkvæmdir var varið á árinu 2011 um 390 millj. kr. Stærsta einstaka framkvæmdin er bygging nýs 30 rýma hjúkrunarheimils við Hlaðhamra. Til þeirrar framkvæmdar runnu um 139 millj. kr. en áætlaður byggingarkostnaður er um 800 millj. kr. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á árinu 2011, Leirvogstunguskóli og er það bylting í þjónustu við það hverfi sem er í örri uppbyggingu.
Mosfellsbær hefur nú lokið því þriggja ára ferli sem lagt var upp með til að bregðast við afleiðingum hrunsins. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 gerir ráð fyrir rekstrarafgangi ásamt töluverðri uppbyggingu. Lokið verður við byggingu hjúkrunarheimilis, nýr íþróttasalur byggður að Varmá og hafist handa við byggingu nýs framhaldsskóla í miðbænum í samvinnu við ríkisvaldið.
Við viljum færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins á árinu 2011 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.
<BR>Forseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :<BR>Rekstrarreikningur 1. 1. - 31. 12. 2011<BR>Rekstrartekjur: 5.633,5 mkr.<BR>Rekstrargjöld: 5.073,9 mkr.<BR>Fjármagnsliðir: (-579,6) mkr.<BR>Tekjuskattur: 6,5 mkr.
- 11. apríl 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #578
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Forseti gaf Hlyni Sigurðssyni endurskoðanda Mosfellsbæjar orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2011. Einnig fór hann yfir drög að endurskoðunarskýrslu sína. Endurskoðandi þakkaði að lokum fyrir gott samstarf við starfsmenn.<BR>Forseti þakkaði endurskoðanda fyrir hans tölu og útskýringar og fyrir vel unnin störf, einnig færði hann starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag.
Bæjarfulltrúar tóku undir þakkir til endurskoðanda og starfsmanna bæjarins fyrir vel unnin störf.
Til máls tóku:<BR>HP, HLS, JS, BH, HS, JBH, PJL og BJó. <BR> <BR>Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2011 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar bókað:
Mosfellsbær gefur út eina fjárhagsáætlun á ári, tilgangur fjárhagsáætlunar er greinilega misskilinn af meirihlutanum, henni er ætlað að marka rekstur ársins og eftir henni á að fara nema sérstakar ástæður koma upp.<BR>Ársreikningur á m.a. skv. lögum að sýna hversu vel bæjarfélagið hefur staðist þá fjárhagsáætlun sem formlega var gefin út fyrir árið.<BR>Þetta gerir ársreikningur 2011 ekki, hann er borinn saman við síðustu endurskoðuðu fjárhagsáætlun. Sú áætlun lýtur ekki þeim reglum sem formleg fjárhagsáætlun gerir, hún er nauðsynlegt innanhúsplagg en nær ekki lengra en það. Með því að nota hana í samanburði við rauntölur í ársreikningi er verið að fela frávik 9 mánaða á árinu frá gildandi fjárhagsáætlun.<BR>Íbúahreyfingin lagði til í bæjarráði að framsetning ársreikningsins yrði löguð en það var fellt af meirihlutanum og úr bókun þeirra má lesa óábyrga afstöðu þeirra til málsins.<BR> <BR>Nokkur dæmi:<BR>Ársreikningur sýnir 1,17% frávik í skatttekjum en mismunurinn er í raun 8,87%.<BR>Ársreikningur sýnir 7,57% frávik í framlögum úr jöfnunarsjóði en er í raun 24,70%.<BR>Ársreikningur sýnir 6,43% frávik í öðrum tekjum sem í raun var 7,52%.<BR>Tekjur eru sagðar með 3,29% fráviki sem er í raun 11.06%.
<BR>Frávik launa og launatengdra gjalda eru sögð vanáætluð um 1,65% en voru í raun vanáætluð um 8,92% en frávikið milli rauntalna og áætlunar er einna minnst þar.<BR>Annar rekstrarkostnaður er sagður fara 13,87% fram yfir áætlun en fór í raun 22,88% framyfir.<BR>Fjármagnsliðir eru vanáætlaðir um 45,06% en eru sagðir vanáætlaðir um -1,7% sem er gríðarlegur munur.<BR>Íbúahreyfingin leggur til við bæjarstjórn að samanburður í ársreikningi miðist við við fjárhagsáætlun bæjarins, eins og lög kveða á um, en að endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar sé getið í skýringum sé þess þörf.
<BR>Sveitastjórnarlög 61. gr. Ársreikningur.<BR>Gera skal ársreikning fyrir sveitarsjóð, stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki þess. Jafnframt skal gera samstæðureikning fyrir sveitarfélagið, þ.e. sveitarsjóð, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, sbr. 60. gr. Ársreikningur skal gerður samkvæmt lögum um ársreikninga, reglum settum samkvæmt þeim lögum og lögum þessum, sem og góðri reikningsskilavenju.<BR>Í ársreikningi skal koma fram samanburður við:<BR>a. ársreikning undanfarins árs,<BR>b. upphaflega fjárhagsáætlun ársins,<BR>c. fjárhagsáætlun ársins ásamt viðaukum.<BR> <BR>Vegna Helgafellsbygginga ehf.
Íbúahreyfingin vekur athygli á að ólöglegt er fyrir sveitarfélag að ganga í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldum einkaaðila skv. 69. gr. sveitarstjórnarlaga. Í 72. gr. sömu laga segir í 3ju málsgrein: "Endurskoðandi sveitarfélags skal jafnframt kanna hvort fullnægjandi heimildir hafi verið fyrir útgjöldum og hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélags og einstakar ákvarðanir af hálfu þess eru í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélags, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu sveitarfélaga".<BR>Reynist hér um lögbrot að ræða er það ekki í samræmi við reglur um fjármál, ábyrga fjármálastjórn né upplýsingaskyldu sveitarfélagsins.<BR>Endurskoðanda ber því lagalega skyldu til þess að benda á þetta í ársreikningi.<BR>Jafnframt bendir Íbúahreyfingin á að umrædd veð eru og hafa frá upphafi verið skráð á Mosfellsbæ og að verðmæti þeirra séu auk þess stórlega ofmetin.<BR>Íbúahreyfingin lýsir ánægju með að endurskoðandi bæjarins skuli nú nefna "fasteign" sem veð en ekki "fasteignir" líkt og gert var í síðasta ársreikningi og Íbúahreyfingin benti árangurslaust á.
Bókun D- og V fulltrúa:<BR>Hér er til fyrri umræðu ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 sem staðfestir góðan árangur og ábyrga fjármálastjórn bæjarins. Áætlunin var metnaðarfull m.t.t. þess árferðis sem ríkti og ber að þakka starfsmönnum og stjórnendum sveitarfélagsins að þær hafi gengið eftir þrátt fyrir mikla óvissu sem ríkti vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra. <BR>Á fundi bæjarráðs var fulltrúi Íbúahreyfingarinnar upplýstur um að ársreikningur Mosfellsbæjar væri settur upp með sama hætti og gert er í öðrum sveitarfélögum. Um er að ræða samanburð á upprunalegri áætlun, áætlun með viðaukum ásamt niðurstöðum ársins líkt og lög mæla fyrir um og undrast fulltrúar D og V lista að aftur hafi verið lögð fram bókun frá Íbúahreyfingunni um sama efni. <BR>Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 byggir í meginatriðum á sömu reikningskilaaðferðum og árið áður og líkt og fram kemur í endurskoðunarskýrslu endurskoðenda bæjarins í fullu samræmi við Sveitarstjórnarlög nr 138/2011, lög um bókhald nr 145/1994, lög um ársreikninga nr 3/2006 og reglugerð nr 944/2000, og auglýsingu innanríkisráðuneytisins frá 22. febrúar 2012.<BR>Birtar eru viðbótarupplýsingar í skýringum í samræmi við ákvæði nýrrar sveitarstjórnarlaga.<BR>Enn og aftur er Íbúahreyfingin að þyrla upp pólitísku moldvirði og gera samning við Helgafellsbyggingar tortryggilegar. Upplýsingar um samning og skuldbindingar Mosfellsbæjar vegna samningsins koma fram í endurskoðunarskýrslu KPMG líkt og undanfarin ár. Að öðru leyti vísa fulltrúar D og V lista til seinni umræðu um ársreikninginn sem fram fer að tveimur vikum liðnum.
- 29. mars 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1069
Bæjarstjóri og endurskoðandi kynna ársreikning Mosfellsbæjar 2011. Gert er ráð fyrir að bæjarráð áriti reikninginn og vísi honum til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Vegna málsins mætti á fundinn endurskoðandi Mosfellsbæjar, fjármálastjóri og framkvæmdastjórar sviða.
Til máls tóku: HSv, HS, PJL, JJB, BH.
Eftirfarandi tillaga kom fram: Íbúahreyfingin leggur til að áætlun í samanburði ársreiknings sé upprunaleg áætlun líkt og lög mæla fyrir um en ekki endurskoðuð áætlun og að ársreikningi verði breytt til samræmis.
Tillagan felld með eftirfarandi bókun: Hér er um að ræða tillögu að uppsetningu frá endurskoðanda bæjarins líkt og gert er í öðrum sveitarfélögum. Í þessari uppsetningu kemur fram samanburður á upprunalegri áætlun, áætlun með viðaukum ásamt niðurstöðum ársins líkt og lög mæla fyrir um. Þessi uppsetning er í samræmi við auglýsingu innanríkisráðuneitis þar um.
Bæjarráð samþykkti ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2011 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.