Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201203417

  • 5. júlí 2012

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1082

    Óskað er eft­ir því að bæj­ar­ráð sem veit­u­stjórn áriti skatta­lega út­gáfu árs­reikn­ings Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar.

    Fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið sat Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

    Fram fór árit­un bæj­ar­ráðs­manna á skatta­leg­an árs­reikn­ing Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2011 sem fjár­mála­stjóri fylgdi úr hlaði.

    • 25. apríl 2012

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #579

      578. fund­ur bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar vís­ar árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2011 til ann­ar­ar og síð­ari um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og vís­aði bæj­ar­stjóri til um­ræðna og út­skýr­inga frá fyrri um­ræðu um árs­reikn­ing 2011&nbsp;og þakk­aði að lok­um starfs­mönn­um og end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins fyr­ir vel unn­in störf.<BR>For­seti ít­rek­aði þakk­ir til bæj­ar­stjóra, starfs­manna og end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins fyr­ir vel gerð­an og vel fram­lagð­an árs­reikn­ing.<BR>Til máls tóku: HP, HSv,&nbsp;JJB, JS og&nbsp;HS.

      &nbsp;

      &nbsp;

      Bók­un Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

      &nbsp;

      Íbúa­hreyf­ing­in vek­ur at­hygli á að fjár­magns­kostn­að­ur sveit­ar­fé­lags­ins hef­ur sex­faldast og skuld­ir pr. Íbúa hef­ur tvö­faldast síð­an 2007.<BR>Hver Mos­fell­ing­ur skuld­ar um eina millj­ón í gegn­um sveit­ar­fé­lag­ið og bær­inn er að greiða um 600 millj­ón­ir í þenn­an lið sem er að okk­ar mati allt of hátt hlut­fall af tekj­um bæj­ar­ins.

      Jón Jósef Bjarna­son.

      &nbsp;

      &nbsp;

      Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar vegna árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2011.

      &nbsp;

      Árs­reikn­ing­ur­inn sýn­ir&nbsp; veru­leg frá­vik frá upp­haf­legri áætlun fyr­ir árið 2011. Er þar um að ræða bæði aukn­ing á tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins sem og ein­stök­um út­gjaldalið­um.&nbsp; Ekki verð­ur hjá því kom­ist að frá­vik verði í rekstri&nbsp; á fjár­hags­ár­inu enda gera sveit­ar­stjórn­ar­lög ráð fyr­ir því að svo geti orð­ið og skal því þá mætt með sam­þykkt á við­auka við fjár­hags­áætl­un­ina. Ég tel þó að bæj­ar­ráð ætti með mark­viss­ari hætti að fylgjast með þró­un tekna og gjalda sveit­ar­fé­lags­ins með gerð einskon­ar árs­hluta­upp­gjörs a.m.k.tvisvar yfir reiknis­ár­ið. Árs­hluta­upp­gjör­ið&nbsp; væri sett upp með sama hætti og árs­reikn­ing­ur­inn að því marki sem nauð­syn­legt er til að sjá þró­un tekna og gjalda. Á grund­velli þess yrði hverju sinni ákveð­ið hvern­ig mæta skyldi lækk­un tekna, ráð­stöf­un á aukn­ingu tekna og aukn­um út­gjöld­um.<BR>Ég tek und­ir þau sjón­ar­mið sem fram hafa kom­ið að í árs­reikn­ingn­um sjálf­um skuli koma fram við­mið­un við upp­haf­lega áætlun árs­ins. Það gæfi glögg­ari mynd að rekstri sveit­ar­fé­lags­ins.<BR>Árs­reikn­ing­ur­inn sýn­ir að fjár­hags­leg staða Mos­fells­bæj­ar er ekki slæm mið­að mörg önn­ur sveit­ar­fé­lög. Það kem­ur m.a.til af nið­ur­skurði í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins þar sem skor­ið hef­ur ver­ið inn að beini í sum­um út­gjaldalið­um og hætt við að það komi nið­ur á við­kvæm­um þátt­um í þjón­ustu og rekstri.&nbsp; Ég tel að marka þurfi skýr­ari stefnu sveit­ar­fé­lags­ins hvað varð­ar áhersl­ur í þjón­ustu og rekstri og minni á í því sam­bandi á til­lögu Sam­fylk­ing­ar um að eyrna­merkja fram­lög til stoð- og stuðn­ings­þjón­ustu skól­anna sem er í skoð­un í bæj­ar­kerf­inu.<BR>Jón­as Sig­urðs­son.

      &nbsp;

      &nbsp;

      Bók­un bæj­ar­full­trúa D og V-lista.

      Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2011 og var rekstr­araf­gang­ur fyr­ir fjár­magnsliði um 560 millj­ón­ir sem er um 10% af tekj­um. Rekst­ur stofn­ana bæj­ar­ins var í sam­ræmi við áætlun sem tókst með sam­stilltu átaki allra starfs­manna.

      Kenni­töl­ur úr rekstri bera vott um góða stöðu bæj­ar­sjóðs. Veltufé frá rekstri er 677 millj.kr. sem 12% af rekstr­ar­tekj­um og fram­legð frá rekstri er 15%. Skulda­hlut­fall hef­ur lækkað nið­ur í 148% en var 179% árið 2010 og er þar með komin nið­ur fyr­ir 150% mörkin sem ný sveit­ar­stjórn­ar­lög setja sveit­ar­fé­lög­um. Er þetta þrátt fyr­ir að inn í þess­um töl­um sé lántaka vegna bygg­ingu nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is sem er verk­efni sem Mos­fells­bær er að sinna fyr­ir rík­is­vald­ið.

      Fræðslu­mál eru lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en til hans runnu 2.313 millj. kr. á ár­inu 2011 eða rúm­lega 50% af skatt­tekj­um. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 864 millj­ón­um og er þar með­talin mál­efni fatl­aðs fólks sem er ný þjón­usta sem sveit­ar­fé­lag­ið sinn­ir. Vel hef­ur tek­ist til við rekst­ur þessa nýja mála­flokks og var hann sam­kvæmt áætlun. Íþrótta- og æsku­lýðs­mál eru þriðja stærsta verk­efni bæj­ar­ins en til þeirra mála var var­ið um 523 millj. kr. á ár­inu 2011.

      Í fram­kvæmd­ir var var­ið á ár­inu 2011 um 390 millj. kr. Stærsta ein­staka fram­kvæmd­in er bygg­ing nýs 30 rýma hjúkr­un­ar­heim­ils við Hlað­hamra. Til þeirr­ar fram­kvæmd­ar runnu um 139 millj. kr. en áætl­að­ur bygg­ing­ar­kostn­að­ur er um 800 millj. kr. Nýr leik­skóli var tek­inn í notk­un á ár­inu 2011, Leir­vogstungu­skóli og er það bylt­ing í þjón­ustu við það hverfi sem er í örri upp­bygg­ingu.

      Mos­fells­bær hef­ur nú lok­ið því þriggja ára ferli sem lagt var upp með til að bregð­ast við af­leið­ing­um hruns­ins. Fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2012 ger­ir ráð fyr­ir rekstr­araf­gangi ásamt tölu­verðri upp­bygg­ingu. Lok­ið verð­ur við bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is, nýr íþrótta­sal­ur byggð­ur að Varmá og haf­ist handa við bygg­ingu nýs fram­halds­skóla í mið­bæn­um í sam­vinnu við rík­is­vald­ið.

      Við vilj­um færa öllu starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar sér­stak­ar þakk­ir fyr­ir að standa vel að rekstri bæj­ar­fé­lag­ins á ár­inu 2011 og fyr­ir þá miklu elju­semi og ábyrgð sem sýnd hef­ur ver­ið.

      &nbsp;

      <BR>For­seti bar upp árs­reikn­inga bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur­inn stað­fest­ur með sjö at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur úr sam­an­tekn­um reikn­ingi fyr­ir A og B hluta eru þess­ar í millj. kr. :<BR>Rekstr­ar­reikn­ing­ur 1. 1. - 31. 12. 2011<BR>Rekstr­ar­tekj­ur:&nbsp;5.633,5 mkr.<BR>Rekstr­ar­gjöld:&nbsp;5.073,9 mkr.<BR>Fjár­magnslið­ir:&nbsp;(-579,6) mkr.<BR>Tekju­skatt­ur:&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; 6,5 mkr.

      • 11. apríl 2012

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #578

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Hlyn­ur Sig­urðs­son (HLS) end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs.

        &nbsp;

        For­seti gaf Hlyni Sig­urðs­syni end­ur­skoð­anda Mos­fells­bæj­ar orð­ið og fór hann yfir árs­reikn­ing­inn bæði A hluta að­alsjóðs og B hluta stofn­ana Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2011. Einn­ig fór hann yfir drög að end­ur­skoð­un­ar­skýrslu sína. End­ur­skoð­andi þakk­aði að lok­um fyr­ir gott sam­st­arf við starfs­menn.<BR>For­seti þakk­aði end­ur­skoð­anda fyr­ir hans tölu og út­skýr­ing­ar og fyr­ir vel unn­in störf,&nbsp; einn­ig færði hann starfs­mönn­um bæj­ar­ins þakk­ir fyr­ir þeirra fram­lag.

        Bæj­ar­full­trú­ar&nbsp;tóku&nbsp;und­ir þakk­ir til end­ur­skoð­anda og starfs­manna bæj­ar­ins fyr­ir vel unn­in störf.

        &nbsp;

        Til máls tóku:<BR>HP, HLS, JS, BH, HS, JBH, PJL og BJó. <BR>&nbsp;<BR>Sam­þykkt með sjö at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2011 til annarr­ar og síð­ari um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        &nbsp;

        &nbsp;

        Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ósk­ar bókað:

        Mos­fells­bær gef­ur út eina fjár­hags­áætlun á ári, til­gang­ur fjár­hags­áætl­un­ar er greini­lega mis­skil­inn af meiri­hlut­an­um, henni er ætlað að marka rekst­ur árs­ins og eft­ir henni á að fara nema sér­stak­ar ástæð­ur koma upp.<BR>Árs­reikn­ing­ur á m.a. skv. lög­um að sýna hversu vel bæj­ar­fé­lag­ið hef­ur stað­ist þá fjár­hags­áætlun sem form­lega var gef­in út fyr­ir árið.<BR>Þetta ger­ir árs­reikn­ing­ur 2011 ekki, hann er bor­inn sam­an við síð­ustu end­ur­skoð­uðu fjár­hags­áætlun. Sú áætlun lýt­ur ekki þeim regl­um sem form­leg fjár­hags­áætlun ger­ir, hún er nauð­syn­legt inn­an­húsplagg en nær ekki lengra en það. Með því að nota hana í sam­an­burði við raun­töl­ur í árs­reikn­ingi er ver­ið að fela frá­vik 9 mán­aða á ár­inu frá gild­andi fjár­hags­áætlun.<BR>Íbúa­hreyf­ing­in lagði til í bæj­ar­ráði að fram­setn­ing árs­reikn­ings­ins yrði lög­uð en það var fellt af meiri­hlut­an­um og úr bók­un þeirra má lesa óá­byrga af­stöðu þeirra til máls­ins.<BR>&nbsp;<BR>Nokk­ur dæmi:<BR>Árs­reikn­ing­ur sýn­ir 1,17% frá­vik í skatt­tekj­um en mis­mun­ur­inn er í raun 8,87%.<BR>Árs­reikn­ing­ur sýn­ir 7,57% frá­vik í fram­lög­um úr jöfn­un­ar­sjóði en er í raun 24,70%.<BR>Árs­reikn­ing­ur sýn­ir 6,43% frá­vik í öðr­um tekj­um sem í raun var 7,52%.<BR>Tekj­ur eru sagð­ar með 3,29% frá­viki sem er í raun 11.06%.

        <BR>Frá­vik launa og launa­tengdra gjalda eru sögð vanáætluð um 1,65% en voru í raun vanáætluð um 8,92% en frá­vik­ið milli raun­talna og áætl­un­ar er einna minnst þar.<BR>Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur er sagð­ur fara 13,87% fram yfir áætlun en fór í raun 22,88% framyf­ir.<BR>Fjár­magnslið­ir eru vanáætl­að­ir um 45,06% en eru sagð­ir vanáætl­að­ir um -1,7% sem er gríð­ar­leg­ur mun­ur.<BR>Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­an­burð­ur í árs­reikn­ingi mið­ist við við fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins, eins og lög kveða á um, en að end­ur­skoð­aðr­ar fjár­hags­áætl­un­ar sé get­ið í skýr­ing­um sé þess þörf.

        <BR>Sveita­stjórn­ar­lög 61. gr. Árs­reikn­ing­ur.<BR>Gera skal árs­reikn­ing fyr­ir sveit­ar­sjóð, stofn­an­ir sveit­ar­fé­lags­ins og fyr­ir­tæki þess. Jafn­framt skal gera sam­stæð­u­reikn­ing fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið, þ.e. sveit­ar­sjóð, stofn­an­ir þess og fyr­ir­tæki með sjálf­stætt reikn­ings­hald, sbr. 60. gr. Árs­reikn­ing­ur skal gerð­ur sam­kvæmt lög­um um árs­reikn­inga, regl­um sett­um sam­kvæmt þeim lög­um og lög­um þess­um, sem og góðri reikn­ings­skila­venju.<BR>Í árs­reikn­ingi skal koma fram sam­an­burð­ur við:<BR>a. árs­reikn­ing und­an­far­ins árs,<BR>b. upp­haf­lega fjár­hags­áætlun árs­ins,<BR>c. fjár­hags­áætlun árs­ins ásamt við­auk­um.<BR>&nbsp;<BR>Vegna Helga­fells­bygg­inga ehf.

        Íbúa­hreyf­ing­in vek­ur at­hygli á að ólög­legt er fyr­ir sveit­ar­fé­lag að ganga í sjálf­skuld­arábyrgð fyr­ir skuld­um einka­að­ila skv. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga. Í 72. gr. sömu laga seg­ir í 3ju máls­grein: "End­ur­skoð­andi sveit­ar­fé­lags skal jafn­framt kanna hvort full­nægj­andi heim­ild­ir hafi ver­ið fyr­ir út­gjöld­um og hvort al­menn stjórn­sýsla sveit­ar­fé­lags og ein­stak­ar ákvarð­an­ir af hálfu þess eru í sam­ræmi við regl­ur um fjár­mál sveit­ar­fé­lags, ábyrga fjár­mála­stjórn og upp­lýs­inga­skyldu sveit­ar­fé­laga".<BR>Reyn­ist hér um lög­brot að ræða er það ekki&nbsp;í sam­ræmi við regl­ur um fjár­mál, ábyrga fjár­mála­stjórn né upp­lýs­inga­skyldu sveit­ar­fé­lags­ins.<BR>End­ur­skoð­anda ber því laga­lega skyldu til þess að benda á þetta í árs­reikn­ingi.<BR>Jafn­framt bend­ir Íbúa­hreyf­ing­in á að um­rædd veð eru og hafa frá upp­hafi ver­ið skráð á Mos­fells­bæ og að verð­mæti þeirra séu auk þess stór­lega of­met­in.<BR>Íbúa­hreyf­ing­in lýs­ir ánægju með að end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins skuli nú nefna "fast­eign" sem veð en ekki "fast­eign­ir" líkt og gert var í síð­asta árs­reikn­ingi og Íbúa­hreyf­ing­in benti ár­ang­urs­laust á.

        &nbsp;

        &nbsp;

        Bók­un D- og V full­trúa:<BR>Hér er til fyrri um­ræðu árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2011 sem stað­fest­ir góð­an ár­ang­ur og ábyrga fjár­mála­stjórn bæj­ar­ins.&nbsp; Áætl­un­in var metn­að­ar­full m.t.t. þess ár­ferð­is sem ríkti og ber að þakka starfs­mönn­um og stjórn­end­um sveit­ar­fé­lags­ins að þær hafi geng­ið eft­ir þrátt fyr­ir mikla óvissu sem ríkti vegna yf­ir­færslu á mál­efn­um fatl­aðra.&nbsp;&nbsp; <BR>Á fundi bæj­ar­ráðs var full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar upp­lýst­ur um að árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar væri sett­ur upp með sama hætti og gert er í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um.&nbsp; Um er að ræða sam­an­burð á upp­runa­legri áætlun, áætlun með við­auk­um ásamt nið­ur­stöð­um árs­ins líkt og lög mæla fyr­ir um og undrast full­trú­ar D og V lista að aft­ur hafi ver­ið lögð fram bók­un frá Íbúa­hreyf­ing­unni um sama efni. <BR>Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2011 bygg­ir í meg­in­at­rið­um á sömu reikn­ingskila­að­ferð­um og árið áður og líkt og fram kem­ur í end­ur­skoð­un­ar­skýrslu end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins í fullu sam­ræmi við Sveit­ar­stjórn­ar­lög nr 138/2011, lög um bók­hald nr 145/1994, lög um árs­reikn­inga nr 3/2006 og reglu­gerð nr 944/2000, og aug­lýs­ingu inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins frá 22. fe­brú­ar 2012.<BR>Birt­ar eru við­bót­ar­upp­lýs­ing­ar í skýr­ing­um í sam­ræmi við ákvæði nýrr­ar sveit­ar­stjórn­ar­laga.<BR>Enn og aft­ur er Íbúa­hreyf­ing­in að þyrla upp póli­tísku mold­virði og gera samn­ing við Helga­fells­bygg­ing­ar tor­tryggi­leg­ar. Upp­lýs­ing­ar um samn­ing og skuld­bind­ing­ar Mos­fells­bæj­ar vegna samn­ings­ins koma fram í end­ur­skoð­un­ar­skýrslu KPMG líkt og und­an­farin ár. Að öðru leyti vísa full­trú­ar D og V lista til seinni um­ræðu um árs­reikn­ing­inn sem fram fer að tveim­ur vik­um liðn­um.

        • 29. mars 2012

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1069

          Bæj­ar­stjóri og end­ur­skoð­andi kynna árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar 2011. Gert er ráð fyr­ir að bæj­ar­ráð áriti reikn­ing­inn og vísi hon­um til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn.

          Vegna máls­ins mætti á fund­inn&nbsp;end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, fjár­mála­stjóri&nbsp;og fram­kvæmda­stjór­ar sviða.

          &nbsp;

          Til máls tóku: HSv, HS, PJL, JJB, BH.

          &nbsp;

          Eft­ir­far­andi til­laga kom fram:&nbsp; Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að áætlun í sam­an­burði árs­reikn­ings sé upp­runa­leg áætlun líkt og lög mæla fyr­ir um en ekki end­ur­skoð­uð áætlun og að árs­reikn­ingi verði breytt til sam­ræm­is.

          &nbsp;

          Til­lag­an felld með eft­ir­far­andi bók­un: Hér er um að ræða til­lögu að upp­setn­ingu frá end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins líkt og gert er í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um. Í þess­ari upp­setn­ingu kem­ur fram sam­an­burð­ur á upp­runa­legri áætlun, áætlun með við­auk­um ásamt nið­ur­stöð­um árs­ins líkt og lög mæla fyr­ir um.&nbsp; Þessi upp­setn­ing er í sam­ræmi við aug­lýs­ingu inn­an­rík­is­ráðu­neit­is þar um.

          &nbsp;

          Bæj­ar­ráð sam­þykkti&nbsp;árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2011 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í sveit­ar­stjórn.&nbsp; Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2011 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.