Mál númer 201201574
- 11. apríl 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #578
<DIV>Afgreiðsla 165. fundar menningamálanefndar, um úthlutun styrkja samtals að fjárhæð 1.600 þús. kr., samþykkt á 578. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 29. mars 2012
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #165
18 umsóknir bárust og óskað var eftir styrkjum að upphæð 3.992.922. Nefndin leggur til að úthlutað verði samtals 1.600.000,- með eftirfarandi hætti:
Andrea Dagbjört Pálsdóttir og Diljá Guðmundsdóttir 140.000 vegna þátttöku í masterclass erlendis. Hafdís Huld Hjartardóttir, 200.000 vegna gerðar vísnaplötu. Arnhildur Valgarðsdóttir hlýtur 200.000 vegna upptöku hljómplötu. Vilborg Bjarkadóttir hlýtur 100.000 vegna myndlistarsýningar, sem og Þóra Sigurþórsdóttir 100.000 vegna myndlistsýningar. Þá hlýtur Silfursýning 80.000. Þá hlutu eftirfarandi tónlistarverkefni styrk: Tónlist á Reykjakoti 70.000, Gljúfrasteinn 80.000 vegna tónleika, Símon Ívarsson og Ívar Símonarson 70.000 til að halda gítartónleika og Ísabella Leifsdóttir 70.000 til tónleikahalds. Loks hlutu eftirfarandi kórar 70.000 hver: Mosfellskórinn, Kirkjukór Lágafellskirkju, Stöllurnar, Heklurnar, Álafosskórinn, Ljósakórinn og Kammerkór Mosfellsbæjar.
- 28. mars 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #577
<DIV><DIV>Afgreiðsla 164. fundar menningamálanefndar lögð fram á 577. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 15. mars 2012
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #164
Nefndin fór yfir umsóknir.