Framkvæmdir og skipulag
1. gr.
Af öllum húseignum í Mosfellsbæ skal greiða árlega fráveitugjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem skal varið til þess að standa straum af kostnaði við fráveitu sveitarfélagsins, sbr. 23. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ, nr. 1014/2010.
2. gr.
Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera mat fasteigna þ.e. samanlagt fasteignamat húsa og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Fráveitugjald skal nema 0,089% af álagningarstofni.
Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
3. gr.
Fráveitugjald greiðist af skráðum eiganda fasteignar og ber hann ábyrgð á greiðslu gjaldsins.
Fráveitugjaldið má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Nýtur fráveitugjaldið lögveðsréttar með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, sbr. 16. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og 23. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ.
4. gr.
Við álagningu árlegs fráveitugjalds getur bæjarstjórn samþykkt að nýta heimild í 7. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.
5. gr.
Í þeim tilvikum sem Mosfellsbær nýtir heimild samkvæmt 20. gr. samþykkta um fráveitu sveitarfélagsins til að innheimta stofngjald skal það nema kr. 265.766 fyrir hvern 6″ heimæðarstút.
Fyrir heimæðarstúta stærri en 6″ greiðast kr. 413.560 eða raunkostnaður veitunnar hverju sinni.
Í þeim tilvikum þar sem lengd heimæðar frá stofnæð að lóðarmörkum fer yfir 10 metra skal innheimta raunkostnað hverju sinni.
Óski húseigandi eftir færslu fráveituheimæðar að nýjum tengipunkti greiðir hann útlagðan kostnað veitunnar.
6. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi 6. desember 2023, með vísan til samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ nr. 1014/2010, sbr. og 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og reglugerð um fráveitur sveitarfélaga nr. 982/2010, og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1707/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir: | ||
---|---|---|
Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Parhús, tvíbýlishús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Raðhús, keðjuhús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Fjölbýlishús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Verslunar-, þjónustuhúsnæði o.fl. | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Iðnaðarhúsnæði | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Hesthús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Hús til landbúnaðarafnota | 7,50% | kr. 22.506 pr. m² |
Bílakjallarar | 3,75% | kr. 11.253 pr. m² |
Gróðurhús | 2% | kr. 6.002 pr. m² |
Færanlegar kennslustofur | 1% | kr. 3.001 pr. m² |
Gjaldskrá gildir frá 1. júlí 2024.
Framangreindar fjárhæðir taka breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss.
I. KAFLI
1. gr.
Hitaveita Mosfellsbæjar selur afnot af heitu vatni úr hitaveitukerfum þeim, sem gerð hafa verið eða verða gerð í Mosfellsbæ og til þeirra húsa, sem fá vatn frá aðfærsluæð, eftir þeim reglum sem settar eru í gjaldskrá þessari samanber reglugerð fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar.
2. gr.
Hitaveita Mosfellsbæjar lætur hverju húsi, sem er í sambandi við kerfi hennar, í té vatnsmagn er áætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar hússins nægilega stórir að dómi veitunnar.
3. gr.
Vatnsmagn það, sem látið er í té samkvæmt 1. og 2. gr., er afhent notanda um rennslismæli sem hitaveitan leggur til og annast viðhald á. Mælir þessi skal innsiglaður og er húseiganda/notanda með öllu óheimilt að rjúfa innsigli mælisins.
II. KAFLI
4. gr.
1. Gjald fyrir afnot af heita vatninu er sem hér segir:
Heitt vatn um rennslismæli: | kr. | 2% skattur | Með 11% vsk. | Grunnur |
A. Fyrir hvern rúmmetra vatns. | 127,96 | 2,56 | 144,88 | kr./m3 |
2. Mælaleiga:
Auk þess greiðist fastagjald árlega háð afköstum rennslismælisins en óháð töxtum að öðru leyti.
Fastagjaldi er skipt í þrjá flokka: | kr./dag | 2% skattur | Með 11% vsk. | Grunnur |
A.15-20 mm. | 57,52 | 1,15 | 65,12 | kr./dag |
B. 25-50 mm. | 128,89 | 2,58 | 145,93 | kr./dag |
C. 65 mm. og stærri. | 241,12 | 4,82 | 272,99 | kr./dag |
3. Sérstakir notendur:
Sérstakir notendur greiða fyrir afnot af heita vatninu sem hér segir:
Notandi | kr./m3 | Athugasemdir | 2% skattur | Með 11% skatt | Grunnur |
A. Almenningssundlaugar. | 41,69 | Gildir fyrir almenningssundlaugar í eigu sveitarfélaga. Með taxtanum telst baðvatn og vatn til set- og vaðlauga. | 0,83 | 47,20 | kr./m3 |
B. Sundlaugar stofnana. | 71,71 | Til þessa flokks teljast sundlaugar sem reknar eru af stofnunum sem ekki eru í beinni eigu sveitarfélaga. Með taxtanum telst baðvatn og vatn til set- og vaðlauga. | 1,43 | 81,19 | kr./m3 |
C. Gróðurhús. | 56,12 | Taxtinn gildir fyrir gróðurhús sem framleiða garðyrkjuafurðir í atvinnuskyni. | 1,12 | 63,54 | kr./m3 |
D. Vatnsverð án flutningsgjalda. | 95,29 | 1,91 | 107,89 | kr./m3 | |
E. Upphitaðir íþróttavellir utandyra. | 109,98 | 2,20 | 124,52 | kr./m3 | |
F. Iðnaðarvatn í framleiðsluferla. | 90,61 | 1,81 | 102,59 | kr./m3 |
Taxtinn gildir fyrir þá aðila sem eiga heimæðar sínar og sjá um rekstur þeirra og viðhald á eigin kostnað. Mælir er þá staðsettur veitumegin við heimæðina. Mælagjaldinu er dreift jafnt niður á fjölda reikningstímabila eins og þau eru ákveðin hverju sinni.
4. Innheimtuviðvörun:
Ef til vanskila kemur bætist við gjald vegna innheimtuviðvörunar, 20 dögum eftir gjalddaga. Innheimtugjöld miðast við heimildir í reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Gjald vegna innheimtuviðvörunar er kr. 950 án vsk.
5. gr.
Fjöldi reikningstímabila, sem þó skulu eigi vera færri en fjögur á ári, og innheimtutilhögun hitaveitugjalda hverju sinni, sbr. 4. gr., skulu ákveðin af bæjarstjóra. Það teljast vanskil sé reikningur ekki greiddur á gjalddaga.
Hitaveita Mosfellsbæjar skal tilkynna notendum sínum með hæfilegum fyrirvara ef hún ákveður að breyta fjölda reikningstímabila hitaveitureikninga og skal jafnan miða við að breytingar á gjaldskrá taki gildi við upphaf hvers reikningstímabils til að auðvelda notendum úrlestur hitaveitureikninga og hitaveitunni álagningu þeirra.
III. KAFLI
6. gr.
Almennt verð heimæða gildir á nýbyggingarsvæðum þar sem inntaksrými er samkvæmt skilmálum. Verðir gildir ekki þar sem gengið hefur verið varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðamörkum, en þar greiðir umsækjandi til samræmis við kostnaðaráætlun. Geri húseigandi eða lóðarhafi breytingar á skipulagi fasteignar frá útgefnu skipulagi sveitarfélagsins, ber hann að auki allan kostnað við færslu eða breytingar veitulagna og inntaksbúnaðar á inntaksstað.
Heimæðagjald Hitaveitu Mosfellsbæjar skal vera sem hér segir, fyrir eina heimæð:
Sverleiki pípu | Upphæð án vsk. kr. | Með 11% skatt | Með 24% vsk | Grunnur |
Stærð DN20 (25mm PEX) | 206.606 | 229.333 | 256.191 | kr./stk. |
Stærð DN25 (32mm PEX) | 393.136 | 436.381 | 487.489 | kr./stk. |
Stærð DN32 (40mm PEX) | 590.385 | 655.327 | 732.077 | kr./stk. |
Stærð DN40 (50mm PEX) | 1.207.522 | 1.340.349 | 1.497.327 | kr./stk. |
Stærð DN50 (63mm PEX) | 1.957.273 | 2.172.573 | 2.427.019 | kr./stk. |
Stærð DN65 (75mm PEX) | 3.912.420 | 4.342.786 | 4.851.401 | kr./stk. |
Stærð DN80 (90mm PEX) | 7.819.332 | 8.679.459 | 9.695.972 | kr./stk. |
Stærð heimæðar er ákvörðuð af Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ósk kaupenda um vatnsmagn í umsókn. Þar sem lengd heimæðar er minni en 20 metrar gildir ofangreind verðskrá. Fyrir hvern metra umfram 20 metra er heimilt að innheimta 2% af heimæðagjöldum. Óski húseigandi eftir færslu heimæða að nýjum tengipunkti greiðir hann heimæðagjöld að nýju.
Gjald vegna tengingar vinnuvatns er kr. 126.721 án vsk.
Heimæðagjald skal greiðast áður en heimæð tengist hitakerfi hússins, samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Nú eru fleiri en eitt hitunarkerfi í húsinu með sérstökum hemlum eða mælum frá hitaveitunni og skal þá greiða kr. 58.027 aukalega fyrir hvern mæli/hemil.
Virðisaukaskattur bætist við öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari og tekur mið af gildandi reglum um virðisaukaskatt á hverjum tíma.
7. gr.
Nú eru leyfð afnot af hitaveitunni til annars en húshitunar, og er þá bæjarráði heimilt að ákveða gjald fyrir þau afnot sérstaklega í hverju tilviki með hliðsjón af gjaldskrá þessari.
8. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka lögtaki á kostnað gjaldanda.
9. gr.
Hitaveitan hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð húseiganda, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Til slíkra aðgerða má þó fyrst grípa eftir eindaga og að undangenginni skriflegri viðvörun, sem sendist kaupanda með eigi skemmri en þriggja daga fyrirvara. Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá, sem í vanskilum er, kr. 24.829 í hvert skipti sem opnað er.
10. gr.
Eftirlitsmanni Hitaveitu Mosfellsbæjar skal, hvenær sem er, frjáls aðgangur að öllum hitakerfum, sem tengd eru við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.
11. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af bæjarstjórn Mosfellsbæjar, staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, til að öðlast gildi 1. janúar 2024. Jafnframt er úr gildi felld gjaldskrá sama efnis nr. 70/2023.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 20. desember 2023.
F. h. r.
Ólafur Darri Andrason.
Hreinn Hrafnkelsson.
B-deild – Útgáfudagur: 29. desember 2023
1. gr.
Viðskiptavinir Mosfellsbæjar skulu greiða fyrir ljósritun, stækkun og minnkun þeirra gagna sem þeir óska eftir hverju sinni svo sem hér greinir.
2. gr.
Ljósritun:
- A0 – 800 kr.
- A1 – 500 kr.
- A2 – 300 kr.
- A3 – 200 kr.
- A4 – 200 kr.
3. gr.
Stækkun/minnkun:
A0
- A0-A1 – 1.500 kr.
- A0-A2 – 1.500 kr.
- A0-A3 – 1.500 kr.
A1
- A1-A0 – 1.500 kr.
- A1-A2 – 800 kr.
- A1-A3 – 800 kr.
- A1-A4 – 800 kr.
A2
- A2-A0 -1.500 kr.
- A2-A1 – 800 kr.
- A2-A3 – 400 kr.
- A2-A4 – 400 kr.
A3
- A3-A0 – 1.500 kr.
- A3-A1 – 800 kr.
- A3-A2 – 300 kr.
- A3-A4 – 300 kr.
A4
- A4-A1 – 800 kr.
- A4-A2 – 300 kr.
- A4-A3 – 100 kr.
4. gr.
- Rafræn sending á allt að 5 teikningum – 800 kr.
- Rafræn sending á allt að 10 teikningum eða fleiri – 1.200 kr.
5. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gildir frá 1. janúar 2011
Samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 549. fundi þann 22. desember 2010
1. gr.
Af öllum húseignum í Mosfellsbæ sem staðsettar eru á deiliskipulögðum íbúðarsvæðum og á lögbýlum þar sem fráveituvatn húseigna er leitt í rotþrær skal greiða árlegt rotþróargjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem skal varið til þess að standa straum af kostnaði við hreinsun og tæmingu rotþróa í sveitarfélaginu, sbr. 18. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ, nr.1014/2010.
2. gr.
Fyrir tæmingu hverrar rotþróar, skal greiða árlega kr. 54.567. Sé ekkert mannvirki á lóð, greiðist ekki rotþróargjald. Gjalddagar rotþróargjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu hans.
Óski húseigandi eftir því að rotþró sé tæmd til viðbótar við reglubundna tæmingu, skal hann greiða fyrir slíka tæmingu samkvæmt reikningi losunaraðila.
3. gr.
Rotþróargjald greiðist af skráðum eiganda fasteignar og ber hann ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Rotþróargjaldið má taka lögtaki í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Nýtur rotþróargjaldið lögveðsréttar með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, sbr. 23. gr. í samþykkt um fráveitu Mosfellsbæjar.
4. gr.
Við álagningu árlegs rotþróargjalds getur bæjarstjórn samþykkt að nýta heimild í 7. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.
5. gr.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi 6. desember 2023 með vísan til samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ nr. 1014/2010, staðfestist hér með skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1706/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
1. gr.
Fyrir útgáfu leyfa, úttektir, vottorð, skjalagerð, yfirlestur gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Mosfellsbær veitir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir Mosfellsbær í umboði bæjar- stjórnar gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
2. gr.
Fyrir neðangreindar úttektir og með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 skal innheimta gjöld sem hér segir:
A) Úttekt vegna byggingarstjóraskipta, sbr. 30. gr. 26.900
B) Áfangaúttekt, sbr. 34. gr. 14.400
C) Lokaúttekt, sbr. 36. gr.
C1) 5 íbúðir eða færri og atvinnuhús undir 2.000 m² 26.900
C2) 6-19 íbúðir og atvinnuhús 2.000 – 10.000 m² 40.200
C3) Fleiri en 20 íbúðir og atvinnuhús stærra en 10.000 m² 53.600
D) Stöðuúttekt, öryggisúttekt, sbr. 35. gr. 29.300
E) Byggingarleyfi / byggingarheimild, sbr. 13. gr., afgreiðslugjald 15.200
F) Byggingarleyfi / byggingarheimild, sbr. 13. gr., gjald/m³ í húsi 146
G) Stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausamuni skv. gr. 2.6.1. 112/2012 til eins árs 74.100
H) Tilkynningarskyldar framkvæmdir, yfirferð og afgreiðslugjald 26.900
3. gr.
Byggingarfulltrúi áætlar fjölda stöðuúttekta skv. D-lið 2. gr. áður en byggingarleyfi er gefið út.
4. gr.
Fyrir yfirferð aðal-, sér-, og byggingaruppdrátta auk greinargerða skal innheimta gjöld sem hér segir, sbr. 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010:
A) Vegna einbýlishúsa:
A1) aðaluppdrættir 79.200
A2) séruppdrættir 79.200
B) Vegna par- og raðhúsa, pr. íbúð:
B1) aðaluppdrættir 45.900
B2) séruppdrættir 45.900
C) Vegna fjölbýlishúsa:
C1) aðaluppdrættir fyrir fyrstu 5 íbúðirnar, pr. íbúð 21.300
C2) séruppdrættir fyrir fyrstu 5 íbúðirnar, pr. íbúð 21.300
C3) aðaluppdrættir fyrir 6. – 19. íbúð, pr. íbúð 9.200
C4) séruppdrættir fyrir 6. – 19. íbúð, pr. íbúð 9.200
C5) aðaluppdrættir fyrir 20 og fleiri, pr. íbúð 5.400
C6) séruppdrættir fyrir 20 og fleiri, pr. íbúð 5.400
D) Vegna annars húsnæðis eftir stærð, þ.m.t. atvinnu- og gripahús:
D1) aðaluppdrættir fyrir húsnæði allt að 2.000 m² brúttó 146.700
D2) séruppdrættir fyrir húsnæði allt að 2.000 m² brúttó 146.700
D3) aðaluppdrættir fyrir húsnæði milli 2.000 – 10.000 m² brúttó 160.700
D4) séruppdrættir fyrir húsnæði milli 2.000 – 10.000 m² brúttó 160.700
D5) aðaluppdrættir fyrir húsnæði stærra en 10.000 m² brúttó 202.700
D6) séruppdrættir fyrir húsnæði stærra en 10.000 m² brúttó 202.700
E) Minni byggingar, s.s. viðbygging, bílgeymsla, anddyri, sólstofa. o.fl.,
aðal-/séruppdrættir 34.900
F) Breyting á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis, aðal-/séruppdrættir 54.900
G) Breyting á innra skipulagi íbúðarhúsnæðis, útlitsbreyting, svalaskýli, lóð o.fl., aðal-/séruppdrættir 21.200
H) Aðkeypt skoðun og yfirferð á uppdráttum og greinargerðum skv. samningi/ reikningi
5. gr.
Fyrir neðangreind vottorð, skjalagerð og yfirlestur ýmiss konar skal innheimta gjöld sem hér segir, sbr. 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010:
A) Lokaúttektarvottorð, sbr. 36. gr. 17.000
B) Fokheldisvottorð, sbr. 55. gr. 17.000
C) Stöðuvottorð, sbr. 55. gr. 17.000
D) Stofnskjalagerð, nýskráning, hver lóð í dreifbýli 49.000
E) Stofnskjalagerð, nýskráning, hver lóð í þéttbýli 28.100
F) Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, stór 24.800
G) Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, lítil 28.100
H) Samrunaskjalagerð (hver lóð) 37.400
I) Útsetning húss og lóðar, með tékkmælingu 148.800
J) Útsetning húss og lóðar, einföld útsetning 89.800
K) Nafnabreyting, lands eða lóðar 24.800
L) Skjalagerð/lóðaleigusamningar (hver lóð) 28.100
M) Stofnun lóðar í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands skv. gjaldskrá HMS.
N) Aðkeypt vinna við gerð og breytingar, s.s. lóða- og hæðarblöð skv. samningi/
reikningi
O) Skráning viðbótar fasteignanúmers eða fjölgun á íbúðum, skv. samningi og samþykkt bæjarráðs Mosfellsbæjar.
6. gr.
Fyrir hverja skoðun/skoðunarskýrslu byggingafulltrúa á þegar byggðum íbúðum skal innheimta skoðunargjald sem hér segir:
A) Skoðunargjald pr. íbúð í fjöleignarhúsi 27.300
B) Skoðunargjald fyrir einbýlis-, par- og raðhús. 40.300
7. gr.
Vegna grenndarkynninga skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 38. gr. sömu laga, skal innheimta gjöld sem hér segir:
Skipulagsnefnd innheimtir einnig afgreiðslu- og fyrirspurnargjald vegna fyrirtöku nýrra eða endurupptöku mála:
Afgreiðslu- og fyrirspurnargjald skipulagsnefndar 17.000
A) Grenndarkynning:
A1) Sbr. 44. gr. á kynningu leyfisumsóknar 55.000
B) Fyrir afhendingu grunn- og landupplýsinga fyrir skipulagsvinnu 17.000
C) Vegna breytingar á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 36. gr.:
C1)Gerð tillögu að breytingu skv. samningi/
reikningi
C2) Umsýslu- og auglýsingakostnaður 1. mgr. 36. gr. 199.100
C3) Umsýslu- og auglýsingakostnaður 2. mgr. 36. gr. 117.100
D) Vegna deiliskipulags, sbr. 40. gr. og 43. gr.:
D1) Umsýsla og kynning skipulagslýsingar 91.900
D2) Gerð deiliskipulagstillögu eða breytingu skv. samningi/reikningi
D3) Gerð tillögu að einföldum breytingum 144.400
D4) Umsýslu- og kynningarkostnaður v. nýs deiliskipulags 199.100
D5) Umsýslu- og auglýsingakostnaður v. breytinga
skv. 1. mgr. 43. gr. 153.100
D6) Umsýslu og kynningarkostnaður v. breytinga
skv. 2. mgr. 43. gr. 92.000
D7) Fyrir afgreiðslu tillögu. sbr. 3. mgr. 44. gr. og 3. mgr. 43. gr. 33.000
E) Vegna framkvæmdaleyfa:
E1) Leyfisgjald vegna framkvæmdaleyfis skv. 14. gr. 147.300
E2) Leyfisgjald vegna annarra framkvæmdaleyfa 92.000
E3) Eftirlit umfram eina ferð sem er innifalin í E1 og E2; pr. ferð 33.000
8. gr.
Vegna beiðni um yfirborðs- og umhverfisbreytinga þar sem vikið er frá auglýstu deiliskipulagi, skal kostnaðarþátttaka umsækjanda samsvara framkvæmdakostnaði sem hér segir:
A) Sögun malbik / steypa (fyrir hvern metra) 2.900
B) Endurnýjun steyptrar stéttar 10 cm (fyrir hvern fermetra) 12.900
C) Steypt stétt fjarlægð og endursteypt 15 cm (fyrir hvern fermetra) 21.400
D) Malbikun götu (fyrir hvern fermetra) 12.900
E) Kantur endursteyptur (fyrir hvern metra) 11.500
F) Færsla á ljósastaur (fyrir hvern staur) 249.600
G) Færsla á rafmagnskassa (fyrir hvern kassa) 470.400
Innheimt verður sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni fyrir kostnað vegna hönnunar gatna, gerð mæli-, lóðar- og hæðarblaða auk aðkeyptrar vinnu og efniskostnaðar við breytingu á lögnum og götusniði.
9. gr.
Tímagjald starfsmanns á umhverfissviði vegna annarra/frekari verka 17.000
10. gr.
Mosfellsbær mun annast innheimtu allra gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari skv. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. gr.
Gjalddagi gjalda skv. 2., 4. og 5. gr. er áður en byggingarleyfi er útgefið sbr. ákvæði 53. gr. laga um mannvirki.
Gjalddagi gjalda skv. 7. gr. er sem hér segir:
A) Skv. lið A: Fyrir kynningu.
B) Skv. lið B: Eftir afhendingu gagna.
C) Skv. lið C: Við samþykktir og afgreiðslur.
D) Skv. lið D: Við samþykktir og afgreiðslur.
E) Skv. lið E: Við útgáfu leyfis.
12. gr.
Gjöld vegna áfangaúttekta skal endurgreiða komi ekki til verkframkvæmda á gildistíma byggingarleyfis.
13. gr.
Virðisaukaskattur leggst ekki á gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
14. gr.
Gjöld innheimt samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til greiðslu sannanlegs kostnaðar við einstaka verkþætti gjaldskrárinnar.
15. gr.
Gjaldskrá þessi, sem öðlast þegar gildi, er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi 6. desember 2023 með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1704/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
1. gr. Vatnsgjald.
Af öllum fasteignum í Mosfellsbæ sem tengdar eru Vatnsveitu Mosfellsbæjar, skal greiða vatnsgjald árlega til Mosfellsbæjar, nema sérstaklega sé um annað samið.
Almennt vatnsgjald skal vera 0,065% af fasteignamati mannvirkja og lóða. Gjalddagar almenns vatnsgjalds eru þeir sömu og bæjarstjórn ákveður hverju sinni vegna álagðra fasteignagjalda í sveitarfélaginu.
2. gr. Heimæðagjöld.
Verð í töflu hér að neðan miðast við að umsækjandi hafi lagt ídráttarrör á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu við lóðarmörk að inntaksstað í húsi sem Veitur í Mosfellsbæ hafa samþykkt. Óski umsækjandi eftir því að Vatnsveita Mosfellsbæjar sjái um jarðvinnu vegna heimlagna, bætist sá kostnaður við tengigjald vatnsveitunnar.
Gjald vegna heimæða skal vera sem hér segir.
Stærð heimæðar
- 32 mm – 237.770 kr. án vsk.
- 40 mm – 316.709 kr. án vsk.
- 50 mm – 455.734 kr. án vsk.
- 63 mm – 871.853 kr. án vsk.
- 75 mm – 1.247.342 kr. án vsk.
- 90 mm – 1.549.952 kr. án vsk.
- 110 mm – 1.725.992 kr. án vsk.
- 140 mm – 1.935.742 kr. án vsk.
- 180 mm – 2.323.975 kr. án vsk.
Stærð heimæðar er ákvörðuð af Vatnsveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ósk kaupenda um vatnsmagn í umsókn. Þar sem lengd heimæðar er styttri en 20 metrar gildir ofangreind verðskrá. Fyrir hvern metra umfram 20 metra er heimilt að innheimta 1% lengdargjald af heimæðagjöldum viðkomandi málstærðar.
Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi, fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af tengigjaldi viðkomandi málstærðar. Heimæðar stærri en 110 mm (4“) eru gjaldfærðar til samræmis við raunkostnað. Við mat á umsóknum er tekið mið af flutningsgetu aðliggjandi götu- eða stofnæðar.
Óski húseigandi eftir færslu heimæða að nýjum tengipunkti greiðir hann heimæðagjöld að nýju til samræmis við málstærð heimæðar.
Skýringar:
Almennt verð heimæða gildir í þéttbýli á nýbyggingarsvæðum. Verðið gildir ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum. Reiknist áætlaður heildarkostnaður við heimæðina meira en 50% hærri en verðskrá segir til um þá greiðir umsækjandi til viðbótar allan kostnað sem verður umfram þessi 50%. Viðbótarkostnaður samkvæmt þessari reiknireglu er ekki innheimtur samhliða innheimtu yfirlengdargjalda. Geri húseigandi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitafélagsins t.d. með því að færa til bílskúr eða annan inntaksstað ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna.
Álag vegna vatnsúðaheimæða er kr. 4.614.511 fyrir hverja heimæðarlögn.
Gjald vegna tengingar vinnuvatns er kr. 130.029 án vsk.
Skýringar:
Vinnuvatn er aðgangur að vatni til byggingaframkvæmda og/eða skammtímanotkunar og upp- færist skv. byggingarvísitölu. Gjaldskrárverð gildir þegar tengt er við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk. Vinnuvatnstenging er aflögð um leið og heimæð er tengd inn í hús samkvæmt umsókn, en þá er ekki greitt sérstaklega fyrir aftengingu. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu en 50 mm er tenging gjaldfærð til samræmis við raunkostnað.
3. gr. Mælagjöld.
Gjald vegna rennslismæla skal vera sem hér segir / verð án vsk.
Stærð mælis
- 15 mm – 43,19 kr./dag án vsk.
- 20 mm – 47,47 kr./dag án vsk.
- 25 mm – 61,32 kr./dag án vsk.
- 32 mm – 67,75 kr./dag án vsk.
- 40 mm – 86,06 kr./dag án vsk.
- 50 mm – 101,06 kr./dag án vsk.
- 80 mm – 272,23 kr./dag án vsk.
- 100 mm – 277,82 kr./dag án vsk.
4. gr. Graftrargjöld.
Gjald er lagt á vegna ídráttarröra, fleygunar og sprenginga.
Vanti ídráttarrör eða ídráttarrör reynist ónothæf, greiðist kr. 11.375 án vsk. pr. lengdarmetra í heimlagnaskurði.
Reynist nauðsynlegt að fleyga eða sprengja klöpp eða ef frost er í jörðu bætist eftirfarandi kostnaður við skurðgröft, sbr. 1. mgr., sem innheimtist eftir á.
- klaki/klöpp – dýpt cm < 30 – 4.283 kr./lengdarmetra/án vsk.
- klaki/klöpp – dýpt cm > 30 – 8.648 kr./lengdarmetra/án vsk.
Vatnsveitan gefur upp innmælingu og/eða staðsetur heimæðarenda við lóðarmörk.
5. gr. Notkunargjald.
Notkunargjald er kr. 55,07 pr. m³ án vsk.
Skýringar:
Þar sem vatn frá vatnsveitu er notað til atvinnustarfsemi eða annars en venjulegra heimilisþarfa er auk vatnsgjalds innheimt notkunargjald skv. 7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Heimilt er að innheimta notkunargjald samkvæmt áætlun ef ekki er unnt að koma við mælingu.
6. gr. Ábyrgð á greiðslu gjalda.
Vatnsgjald og heimæðargjald greiðist af hús- og íbúðareiganda og lóðarréttarhafa og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Gjöldin eru tryggð með lögveðsrétti í fasteigninni næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Notkunargjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum má taka fjárnámi.
7. gr. Gildistaka.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi 6. desember 2023 er sett með stoð í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur og 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1703/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Íþróttir og tómstundir
Þjónusta | Verð |
---|---|
Skírteini | |
Íbúar og starfsfólk Mosfellsbæjar, börn og unglingar undir 18 ára aldri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini. | |
Árgjald 18 - 66 ára | 3.060 kr. |
Glatað skírteini | 160 kr. |
Ath.: Bókasafnsskírteini þarf að endurnýja árlega. | |
Vanskil | |
Dagsektir vegna vanskila á safnefni | 35 kr. á dag |
Hámarkssekt á gagn | 600 kr. |
Hámarkssekt á einstakling | 4.200 kr |
Ljósrit og útprentun | |
Ljósrit | 35 kr. á blað |
Blöð til útprentunar | 35 kr. á blað |
Ljósrit A-3 | 65 kr. á blað |
Gildir frá 1. janúar 2024.
Samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 6. desember 2023.
Þjónusta | Verð |
---|---|
Fullorðnir | 1.100 |
Fullorðnir: 10 miða áfylling á kort* | 5.000 |
Fullorðnir: árskort | 38.000 |
Börn 0 - 10 ára* | Frítt |
Börn og unglingar 11 - 17 ára* | 190 |
Börn og unglingar 11 - 17 ára: 10 miðar* | 1.600 |
Börn og unglingar 11 - 17 ára: 30 miðar* | 2.600 |
Öryrkjar* | Frítt |
Ellilífeyrisþegar* | Frítt |
Moskort - áfyllingarkort | 750 |
Leiga | |
Handklæði | 1.000 |
Sundföt | 1.000 |
Innri leiga á sal (stór salur) | 11.357 |
Innri leiga á gervigrasvelli 1/1 | 21.082 |
- Börn byrja að greiða barnagjald 1. júní árið sem þau verða 10 ára.
- Börn geta farið ein í sund án fylgdarmanns frá 1. júní, árið sem þau verða 10 ára.
- Börn og unglingar 11-15 ára í grunnskólum Mosfellsbæjar geta í afgreiðslu sundlaugar sótt um endurgjaldslausan aðgang að sundlaugum með áfyllingu á Moskort sem kostar kr. 750 kr., innkaupakostnaður á korti. Gildistími korts er til 31. desember 2024 en þó ekki lengur en barn er í grunnskóla.
- Ungmenni greiða fullorðinsgjald frá 1. júní árið sem þau verða 18 ára.
- Öryrkjar eru ekki gjaldskyldir gegn framvísun skírteinis gefið út af Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra. Einnig eru þeir ekki gjaldskyldir sem framvísa skírteini Sjúkratrygginga Íslands (grænu skírteini) vegna varanlegrar örorku, skírteini Blindrafélags (bláu skírteini) og umönnunarkorti (gulu skírteini) vegna sérstakrar umönnunar barns.
- Gjaldskylda fellur niður við 67 ára aldur og miðast við afmælisdag, framvísa verður persónuskírteini.
- Gildistími áfyllinga á Moskort er 2 ár.
Gildir frá 1. janúar 2024.
Samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 6. desember 2023.
Nám | Skólagjöld |
---|---|
Hljóðfæradeildir, grunn- og miðnám | |
Fullt nám 1/1 - 2x30 mín (10 ára og eldri) | 133.048 |
Fullt nám 2/3 – 2x20 mín (10 ára og yngri) | 100.004 |
Hálft nám 1/2 - 1x30 mín | 84.052 |
Fullt nám með undirleik (15 mín á viku miðnám*) | 154.671 |
Hljóðfæradeildir, framhaldsnám | |
Fullt nám 1/1 án undirleiks | 145.716 |
Fullt nám 1/1 með undirleik (30 mín. á viku) | 165.221 |
Hálft nám1/2 án undirleiks | 92.363 |
Söngdeild, grunn og miðnám | |
Fullt nám 1/1 án undirleiks (grunnnám) | 133.048 |
Fullt nám 1/1 án undirleiks (grunnnám) | 151.156 |
Fullt nám 1/1 með undirleik (30 mín. miðnám) | 176.682 |
Hálft nám 1/2 án undirleiks (grunnnám) | 84.052 |
Söngdeild, framhaldsnám | |
Fullt nám 1/1 með undirleik (45 mín. framhaldsnám) | 207.400 |
Fullt nám 1/1 án undirleiks (framhaldsnám) | 140.112 |
Annað nám | |
Suzukinám 0.75 (1x30 mín og hóptími) | 100.004 |
Suzukinám fullt 1/1 (2x30 mín) | 133.048 |
Regnbogastrengir 1/1 (3x15 mín og hóptími) | 133.048 |
Söngur ungdeild | 100.004 |
Forskóli (1x45 mín) | 51.173 |
Tónfræðigreinar eingöngu | 47.656 |
Annað | |
Hljóðfæraleiga | 13.540 |
*Hljóðfæranemandi í miðnámi á þess kost að fá fastan meðleik, það er ákveðið í samráði við kennara.
Í þeim tilvikum sem systkin yngri en 18 ára stunda nám við skólann skal veittur systkinaafsláttur fyrir eldra systkin eða eldri systkin. Systkinaafsláttur skal nema 20% fyrir annað systkin af næstdýrasta námi og 40% fyrir þriðja systkin af þriðja dýrasta námi.
Stundi nemandi nám á tvö hljóðfæri/söng þá er 20% afsláttur af 2. hljóðfæri.
Hljóðfæraleiga greiðist í einu lagi við upphaf náms að hausti og skal samningur gerður við nemendur og forráðamenn um hljóðfæraleigu þar sem m.a. eru skilmálar um meðferð hljóðfæra.
Umsókn skal staðfesta með greiðslu fyrsta hluta skólagjalds (kr. 12.000) eftir að nemandi hefur fengið jákvætt svar um innritun í skólann. Gjalddagar skólagjalda skulu vera 1. júní eða við innritun sé innritun síðar, 1. október, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. mars.
Innheimta skólagjalda er í höndum bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar.
Hætti nemandi námi á miðri önn ber honum að greiða fullt gjald fyrir þá önn sem hafin er. Annarskil haustannar og vorannar eru um áramót.
Gjaldskrá þessi gildir fyrir skólaárið 2024 – 2025.
Gjaldskrá þessi gildir frá 1. ágúst 2024.
Samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 6. desember 2023.
Þátttaka | Gjald |
---|---|
Hver önn | 21.092 |
Heill vetur | 42.183 |
Blokkflauta / forskóli | 17.318 |
Lánsgjald fyrir hljóðfæri | |
Fyrir hvora önn, pr. hljóðfæri | 2.695 |
Gildir frá 1. ágúst 2024.
Samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 6. desember 2023.
Menntun og uppeldismál
Dvalartími klst. | Heildargreiðsla | Niðurgreiðsla Mosfellsbæjar | Gjaldskrá foreldra |
---|---|---|---|
Almennt | |||
4,0 | 89.760 | 76.862 | 12.898 |
4,5 | 100.980 | 79.382 | 21.598 |
5,0 | 112.200 | 89.295 | 22.905 |
5,5 | 123.420 | 99.209 | 24.212 |
6,0 | 134.640 | 109.122 | 25.518 |
6,5 | 145.860 | 119.035 | 26.825 |
7,0 | 157.080 | 128.949 | 28.132 |
7,5 | 168.300 | 138.862 | 29.438 |
8,0 | 179.520 | 148.775 | 30.745 |
8,5 | 190.740 | 157.382 | 33.358 |
9,0 | 201.960 | 163.375 | 38.585 |
Athugið: Viðbótarniðurgreiðsla gildir einungis vegna greiðslu fyrir 8 tíma vistun eða lengri | |||
20% viðbótarniðurgreiðsla fyrir 8 tíma vistun eða lengri | |||
20% viðbótarniðurgreiðsla | Gjaldskrá foreldra | ||
8,0 | 179.520 | 152.957 | 26.564 |
8,5 | 190.740 | 162.086 | 28.654 |
9,0 | 201.960 | 169.124 | 32.836 |
40% viðbótarniðurgreiðsla fyrir 8 tíma vistun eða lengri | |||
40% viðbótarniðurgreiðsla | Gjaldskrá foreldra | ||
8,0 | 179.520 | 147.723 | 22.382 |
8,5 | 190.740 | 156.354 | 23.950 |
9,0 | 201.960 | 163.471 | 27.086 |
1. gr.
Gjaldskráin er hámarksgjaldskrá og er dagforeldrum heimilt að innheimta lægri gjald.
2. gr.
Aukin niðurgreiðsla gildir einungis vegna greiðslu fyrir 8 tíma vistun eða lengri.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Dvalartími klst. | Heildargreiðsla | Niðurgreiðsla Mosfellsbæjar | Gjaldskrá foreldra |
---|---|---|---|
Almennt | |||
4,0 | 89.760 | 65.721 | 24.039 |
4,5 | 100.980 | 73.350 | 27.630 |
5,0 | 112.200 | 81.591 | 30.609 |
5,5 | 123.420 | 89.831 | 33.589 |
6,0 | 134.640 | 98.071 | 36.569 |
6,5 | 145.860 | 106.312 | 39.548 |
7,0 | 157.080 | 114.552 | 42.528 |
7,5 | 168.300 | 122.792 | 45.508 |
8,0 | 179.520 | 131.032 | 48.488 |
8,5 | 190.740 | 136.294 | 54.446 |
9,0 | 201.960 | 135.595 | 66.365 |
Athugið: Viðbótarniðurgreiðsla gildir einungis vegna greiðslu fyrir 8 tíma vistun eða lengri | |||
20% viðbótarniðurgreiðsla fyrir 8 tíma vistun eða lengri | |||
20% viðbótarniðurgreiðsla | Gjaldskrá foreldra | ||
8,0 | 179.520 | 140.730 | 38.790 |
8,5 | 190.740 | 147.183 | 43.557 |
9,0 | 201.960 | 148.868 | 53.092 |
40% viðbótarniðurgreiðsla fyrir 8 tíma vistun eða lengri | |||
40% viðbótarniðurgreiðsla | Gjaldskrá foreldra | ||
8,0 | 179.520 | 141.239 | 29.093 |
8,5 | 190.740 | 147.931 | 32.668 |
9,0 | 201.960 | 151.168 | 39.819 |
1. gr.
Gjaldskráin er hámarksgjaldskrá og er dagforeldrum heimilt að innheimta lægri gjald.
2. gr.
Aukin niðurgreiðsla gildir einungis vegna greiðslu fyrir 8 tíma vistun.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Dvalartímar (1 klst. á viku) | Gjald per viku | Gjald per mánuð (m.v. 4 vikur) |
---|---|---|
5 | 2.017 | 8.068 |
8 | 3.227 | 12.909 |
10 | 4.034 | 16.136 |
12 | 4.841 | 19.363 |
15 | 6.051 | 24.204 |
20 | 8.068 | 32.272 |
Frístund í grunnskólum Mosfellsbæjar.
1. gr.
Gjald fyrir vistun í frístund fer eftir fjölda skráðra klukkustunda. Gjald lækkar ekki þrátt fyrir skerta daga eða ef börn nýta ekki þjónustu s.s. vegna veikinda eða leyfis.
2. gr.
Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístund er 404 kr.
Greiðslur grundvallast á grunngjaldi fyrir hverja klst. en lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar.
3. gr.
Veittur er systkinaafsláttur samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar og kemur afsláttur inn á elsta systkin. Ekki er veittur afsláttur á fyrstu fjórum klukkustundunum sjá reglur um systkinaafslátt. Merkt er við á umsókn um frístund ef barn á yngra systkin og kemur þá afsláttur inn sjálfkrafa.
4. gr.
Sérstakt gjald er tekið fyrir hvern skráðan dag í viðbótarvistun 3.437 kr.
5. gr
Breytingaóskir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar og taka gildi næstu mánaðarmót á eftir.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar.
1. gr.
Frá 1. september 2024 er ekkert gjald tekið fyrir hádegisverð grunnskólanemenda samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar í ágúst 2024.
2. gr.
Ávaxtabiti 141 kr. á dag.
3. gr.
Greitt er áskriftargjald fyrir einn mánuð í senn og fer mánaðarverð eftir fjölda nemendadaga, sjá nánar í reglum um mötuneytisáskrift.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Dvalartími klst. | Verð á dag |
---|---|
4 | 78 |
6 | 117 |
8 | 155 |
Gildir frá 1. janúar 2025.
Dvalartími klst. | Almennt gjald | Fæði | Síðdegishressing | Samtals |
---|---|---|---|---|
Almenn leikskólagjöld | ||||
4,0 | 10.454 | 2.445 | 0 | 12.898 |
4,5 | 11.760 | 7.393 | 2.445 | 21.598 |
5,0 | 13.067 | 7.393 | 2.445 | 22.905 |
5,5 | 14.374 | 7.393 | 2.445 | 24.211 |
6,0 | 15.680 | 7.393 | 2.445 | 25.518 |
6,5 | 16.987 | 7.393 | 2.445 | 26.825 |
7,0 | 18.294 | 7.393 | 2.445 | 28.132 |
7,5 | 19.600 | 7.393 | 2.445 | 29.438 |
8,0 | 20.907 | 7.393 | 2.445 | 30.745 |
8,5 | 23.520 | 7.393 | 2.445 | 33.358 |
9,0 | 28.747 | 7.393 | 2.445 | 38.585 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 20% | ||||
8,0 | 16.726 | 7.393 | 2.445 | 26.564 |
8,5 | 18.816 | 7.393 | 2.445 | 28.654 |
9,0 | 22.998 | 7.393 | 2.445 | 32.836 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 40% | ||||
8,0 | 12.120 | 7.393 | 2.445 | 22.382 |
8,5 | 13.635 | 7.393 | 2.445 | 23.950 |
9,0 | 16.665 | 7.393 | 2.445 | 27.086 |
Sundurliðun leikskólagjalda barna eldri en 12 mánaða.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Hjúskaparstaða | 20% | 40% |
---|---|---|
Einstæðir | 660.651 | 550.543 |
Í sambúð | 921.595 | 770.760 |
Tekjuviðmið 2025 vegna viðbótarniðurgreiðslu.
Bæði gjöld til leikskóla og dagforeldra eru niðurgreidd og koma þær niðurgreiðslur fram í gjaldskrám.
Samkvæmt samþykkt um niðurgreiðslur er hægt að sækja um viðbótarniðurgreiðslur á grundvelli tekna og er þá miðað við brúttótekjur síðastliðinna þriggja mánaða.
Niðurgreiðslur eru annars vegar 40% af almennu niðurgreiddu gjaldi og hins vegar 20%.
Niðurgreiðslur eru ekki veittar af fæði.
Til þess að öðlast rétt til niðurgreiðslu og viðbótarniðurgreiðslu er horft til tekna foreldra, bæði einstaklinga og foreldra í sambúð, sem grundvallast á staðfestu staðgreiðsluyfirliti síðustu þriggja mánaða.
Foreldrar eða forráðamenn sem óska eftir niðurgreiðslum skulu sækja um þær á Mínum síðum á heimasíðu Mosfellsbæjar fyrir 20. dag mánaðar og skulu umbeðin gögn fylgja umsókn áður en hún er tekin til efnislegrar afgreiðslu. Niðurgreiðslurnar taka þá gildi næsta mánuð eftir að umsókn er afgreidd. Umsóknir eru ekki afturvirkar og endurnýja þarf þær árlega.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Dvalartími klst. | Vistunargjald |
---|---|
Flokkur 2 - 12 mánaða og eldri* | |
4,0 | 12.898 |
4,5 | 21.598 |
5,0 | 22.905 |
5,5 | 24.212 |
6,0 | 25.518 |
6,5 | 26.825 |
7,0 | 28.132 |
7,5 | 29.438 |
8,0 | 30.745 |
8,5 | 33.358 |
9,0 | 38.585 |
20% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 26.564 |
8,5 | 28.654 |
9,0 | 32.836 |
40% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 22.382 |
8,5 | 23.950 |
9,0 | 27.086 |
Flokkur 1 - 12 mánaða og yngri* | |
4,0 | 24.039 |
4,5 | 27.630 |
5,0 | 30.609 |
5,5 | 33.589 |
6,0 | 36.569 |
6,5 | 39.548 |
7,0 | 42.528 |
7,5 | 45.508 |
8,0 | 48.488 |
8,5 | 54.446 |
9,0 | 66.365 |
20% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 38.790 |
8,5 | 43.557 |
9,0 | 53.092 |
40% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 29.093 |
8,5 | 32.668 |
9,0 | 39.819 |
Skilyrði fyrir framlagi Mosfellsbæjar til dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla er að gerður sé samningur við Mosfellsbæ.
*Greitt er skv. flokki 2, mánaðarmótin eftir að barnið verður 12 mánaða.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Stjórnsýsla og skattar
Umhverfi og samgöngur
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir: | ||
---|---|---|
Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Parhús, tvíbýlishús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Raðhús, keðjuhús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Fjölbýlishús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Verslunar-, þjónustuhúsnæði o.fl. | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Iðnaðarhúsnæði | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Hesthús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Hús til landbúnaðarafnota | 7,50% | kr. 22.506 pr. m² |
Bílakjallarar | 3,75% | kr. 11.253 pr. m² |
Gróðurhús | 2% | kr. 6.002 pr. m² |
Færanlegar kennslustofur | 1% | kr. 3.001 pr. m² |
Gjaldskrá gildir frá 1. júlí 2024.
Framangreindar fjárhæðir taka breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss.
Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar vegna leyfisveitinga, eftirlits og annarrar gjaldskyldrar starfsemi.
Matvælaeftirlit
1. gr.
Fyrir gjaldskylda starfsemi sem háð er leyfum eða eftirliti heilbrigðisnefndar samkvæmt lögum um matvæli nr. 93/1995 ber fyrirtækjum, einstaklingum og lögaðilum að greiða gjöld í samræmi við gjaldskrá þessa og fer um innheimtu samkvæmt henni.
2. gr.
Gjald fyrir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem hafa verið áhættuflokkuð og falla undir opinbert eftirlit heilbrigðisnefnda fer samkvæmt áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfi samkvæmt lögum um matvæli sbr. lagabreytingu nr. 33/2018. Gjald fyrir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem ekki hafa verið áhættuflokkuð nemur fastri fjárhæð í samræmi við viðauka með gjaldskrá þessari. Greiða skal fyrir hverja eftirlitsheimsókn.
Hollustuhættir og mengunarvarnir
3. gr.
Fyrir gjaldskylda starfsemi sem háð er leyfum eða eftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er heimilt að innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari. Um álagningu eftirlitsgjalda fer samkvæmt viðauka og 11 og 12. gr. gjaldskrár þessarar.
4. gr. Tóbaksvarnir.
Fyrir gjaldskylda starfsemi sem heilbrigðisnefnd ber að hafa eftirlit hjá með vísun til 8. gr. laga um tóbaksvarnir nr. 6/2002 ber fyrirtækjum, einstaklingum og lögaðilum sem leyfi hafa til að selja tóbak í smásölu að greiða gjöld í samræmi við gjaldskrá þessa. Um álagningu eftirlitsgjalda fer samkvæmt viðauka og 11. gr. og 12. gr. gjaldskrár þessarar.
5. gr. Um meðhöndlun úrgangs.
Vegna eftirlits sbr. 9. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, og eftirlits með atvinnurekstri sem heilbrigðisnefndir gefa út starfsleyfi fyrir, sbr. 2. mgr. 14. gr. sömu laga er heimilt að innheimta gjald samkvæmt 9. og 10. gr. gjaldskrár þessarar.
6. gr.
Tímagjald kr. 21.000
Sýnatökugjald samkvæmt eftirlitsáætlun vegna mælinga örvera
og einfaldra eðlisfræðilegra mælinga kr. 21.500
7. gr.
Af leyfisskyldri starfsemi sbr. 1., 2., og 3. gr. gjaldskrár þessarar er heimilt að innheimta gjald fyrir leyfi eins og hér segir:
Endurútgáfa eða endurnýjun leyfis: eitt og hálft tímagjald
Auk auglýsingakostnaðar ef við á.
Nýtt leyfi: tvöfalt tímagjald
Auk eftirlitsgjalds og auglýsingakostnaðar ef við á.
Skráningargjald eitt og hálft tímagjald
Önnur leyfi:
Leyfisgjald tvöfalt tímagjald
og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings, ferðar, úttektar og frágangs ásamt auglýsingakostnaði ef við á.
8. gr.
Fyrir vottorð sem Heilbrigðiseftirlitið gefur út samkvæmt fyrirliggjandi gögnum skal greiða eitt tímagjald.
9. gr.
Ef um aukin eftirlitsverkefni er að ræða, umfram reglubundið eftirlit og/eða sýnatöku sem gert er ráð fyrir í eftirlitsáætlun er heilbrigðiseftirlitinu heimilt að gera sérstakan reikning.
10. gr.
Vegna beitingar þvingunarúrræða skv. XVII. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli og XIII. kafla laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs skal innheimta fyrir kostnaði eins og um aukin eftirlitsverkefni sé að ræða. Heimilt er að láta vinna verk á kostnað hins vinnuskylda ef tilmæli um framkvæmd eru vanrækt. Útlagður kostnaður er þá greiddur til bráðabirgða af heilbrigðisnefnd, þar sem hún fer með eftirlit.
Útlagður kostnaður af framkvæmd, vegna vinnu eftirlits við framkvæmd og við innheimtu kostnaðar innheimtist hjá viðkomandi.
11. gr.
Gjaldskrá þessi er samin með heimild í 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. Aðildarsveitarfélögin annast innheimtu árlegra eftirlitsgjalda. Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innheimtir önnur gjöld s.s. fyrir leyfi, vottorð, matvælaeftirlit, tóbakseftirlit og aukin eftirlitsverkefni. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
12. gr.
Gjalddagi árlegra eftirlitsgjalda samkvæmt 2. og 3. gr. er 1. mars og eindagi 1. apríl ár hvert en annarra gjalda er útgáfudagur reiknings og eindagi 14 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar.
13. gr.
Þegar sami aðili rekur fleiri en eina tegund starfsemi sem fellur undir gjaldskrá þessa, á einum og sama stað, skal eftir eðli og umfangi starfseminnar leggja saman eftirlitsgjöld vegna viðeigandi starfsemi. Heimilt er þó að innheimta eitt árlegt eftirlitsgjald, þá í þeim flokki sem hæstur er ef aukning umfangs í eftirliti er óveruleg.
14. gr.
Innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til reksturs heilbrigðiseftirlitsins.
15. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af Heilbrigðisnefnd Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness þann 3.október 2023, með vísun til ákvæða 4.mgr. 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, 5. mgr. 65 gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1471/2022 fyrir matvæla-, heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ.
Kópavogur 4. janúar 2024
F.h. heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Viðauki
Heiti atvinnugreinar | Tíðni eftirlits | Eftirlits og sýnagjöld |
Áfengisverslun | 0,25 | 15.750 |
Aksturíþróttasvæði og/eða aksturæfingabraut | 0,5 | 31.500 |
Alifuglarækt | 1 | 115.500 |
Apótek | 0,5 | 42.000 |
Bakarí, framleiðsla | 1 | 137.000 |
Bakarí og veitingasala | 1 | 179.000 |
Bakarí, brauðgerð, framleiðsla á kökum, lítil | 1 | 94.750 |
Bensínstöð | 1 | 84.000 |
Bílgrein – bifreiðasprautun | 0,5 | 63.000 |
Bílgrein – hjólbarðaverkstæði | 0,5 | 21.000 |
Bílgrein – réttingaverkstæði | 0,5 | 31.500 |
Bílgrein – ryðvörn o.þ.h. | 1 | 105.000 |
Bílgrein – smurstöð | 0,5 | 63.000 |
Bílgrein – þvotta- og bónstöð | 0,5 | 63.000 |
Bílgrein of. verkstæði fyrir þungavinnutæki o.þ.h. | 1 | 147.000 |
Bílgrein ofl. – verkstæði fyrirtækis | 0,5 | 63.000 |
Bílgrein ofl. geymsla og viðgerðir | 0,5 | 26.250 |
Bílgrein, bifreiða- og vélaverkstæði | 0,5 | 63.000 |
Bílgrein, lítil bifreiða- og vélaverkstæði | 0,5 | 36.750 |
Bílgrein, lítil bónstöð, viðgerðaraðstaða o.þ.h | 0,5 | 31.500 |
Bílgrein, margþætt starfsemi | 1 | 147.000 |
Bílgrein, partasala | 1 | 63.000 |
Bjórgerð | 1 | 105.500 |
Búsetuúrræði | 0,5 | 36.750 |
Daggæsla í heimahúsi með > 5 börn | 0,5 | 36.750 |
Dvalar- og hjúkrunarheimili, með mötuneyti | 2 | 189.500 |
Dvalar- og hjúkrunarheimili, móttökueldhús | 1 | 105.000 |
Dýragæsla | 0,25 | 13.125 |
Dýralæknastofa | 0,5 | 31.500 |
Dýrasnyrtistofa | 0,25 | 21.000 |
Efnalaug og/eða þvottahús | 0,5 | 36.750 |
Endurhæfing, sundlaug | 1 | 137.000 |
Endurnýting úrgangs | 1 | 94.500 |
Fangageymsla | 0,5 | 26.250 |
Fiskbúð | 1 | 105.500 |
Fiskverkun | 1 | 105.000 |
Fiskmarkaður | 1 | 105.000 |
Flugvöllur með eldsneytisafgreiðslu | 0,5 | 31.500 |
Flutningur og hreinsun á seyru | 0,5 | 44.625 |
Fótaaðgerðarstofa | 0,5 | 31.500 |
Framl. eimaðra áfengra drykkja, umfangsmikið | 1 | 147.500 |
Framleiðsla á byggingarefni úr steinsteypu | 1 | 105.000 |
Framleiðsla á snyrtivörum | 0,5 | 36.750 |
Framleiðsla dýrafóðurs | 0,5 | 42.000 |
Framleiðsla eða pökkun á korni | 1 | 126.500 |
Framleiðsla eimaðra áfengra drykkja | 1 | 126.500 |
Framleiðsla matvöru til matvælavinnslu | 1 | 126.500 |
Framleiðsla tilbúinnar steinsteypu | 1 | 115.500 |
Framleiðsla, átöppun neysluvatns | 1 | 147.500 |
Framleiðsla, átöppun neysluvatns, umfangslítið | 0,5 | 63.250 |
Gæludýraverslun | 0,5 | 31.500 |
Gæsluvöllur og/eða opin leiksvæði | 0,25 | 18.375 |
Gámastöð | 0,5 | 21.000 |
Garðaúðun | 0,25 | 21.000 |
Gasbirgðastöð með > 100 m3 geymslurými (STP) | 1 | 94.500 |
Gisting – fjallaskáli. Flokkur II | 0,5 | 26.250 |
Gisting – starfsmannabúðir | 1 | 63.000 |
Gisting – starfsmannabústaðir | 0,5 | 31.500 |
Gisting, hótel, veitingasala. Flokkur III og IV | 1 | 168.500 |
Gisting, íbúð. Flokkur II | 0,25 | 21.000 |
Gisting. Gistiheimili. Flokkur II | 0,5 | 31.500 |
Gleriðnaður | 1 | 63.000 |
Hársnyrtistofa | 0,5 | 31.500 |
Heildverslun með áfengi | 0,25 | 15.750 |
Heilsugæslustöð | 0,5 | 31.500 |
Heilsuræktarstöð | 1 | 63.000 |
Heilsuræktarstöð, heitir pottar, baðstofa | 1 | 158.000 |
Heilsuræktarstöð, takmarkað umfang | 0,25 | 21.000 |
Heimili með félags- og/eða heilbrigðisþjónustu | 0,5 | 36.750 |
Hestaleigur, reiðskólar, hestaíþróttir | 0,5 | 31.500 |
Hreinlætisvörur, pökkun efnasambanda | 1 | 115.500 |
Húðflúr-stofa | 1 | 63.000 |
Húðgötun | 1 | 63.000 |
Íþróttahús | 1 | 136.500 |
Íþróttahús, heitur pottur | 1 | 158.000 |
Íþróttahús, takmarkað umfang | 0,5 | 47.250 |
Íþróttavöllur | 1 | 63.000 |
Kaffibrennsla | 0,5 | 47.250 |
Kaffihús án viðkvæmra veitinga | 0,5 | 26.250 |
Krá, án matsölu | 0,5 | 42.000 |
Krá, samkomustaður og veitingar | 1 | 137.000 |
Krydd-, bragðefna, og/eða matvælaframleiðsla og pökkun, | 1 | 105.000 |
Kvikmyndahús | 1 | 63.000 |
Læknahús, röntgen, aðgerðarstofa | 0,5 | 36.750 |
Læknastofa | 0,5 | 31.500 |
Leikhús | 0,5 | 31.500 |
Leikskóli (án mötuneytis) | 1 | 94.500 |
Leikskóli með mötuneyti | 1 | 105.000 |
Loðdýrabú | 0,5 | 57.750 |
Malar- og sandnám | 1 | 73.500 |
Málmiðn – sandblástur | 1 | 115.500 |
Málmiðn, blikksmsmíði með lítið umfang | 0,5 | 31.500 |
Málmiðn, spennaviðgerðir | 0,5 | 57.750 |
Málmiðn: vélsmíða- og vélaviðgerðaverkstæði | 0,5 | 57.750 |
Málmiðn; flotkví, skipviðgerðir og tengdur rekstur | 1 | 131.250 |
Málmiðn; járn-, ál- og stálsmiðja | 0,5 | 57.750 |
Málmiðna; kælitækjaþónusta, viðgerðir og nýsmíði | 0,5 | 57.750 |
Málmsteypa 10.000 pe og afrennsli til strandsjávar eða > 2.000 p | 1 | 804.500 |
Skólphreinsistöð, rotþró o.þ.h. | 1 | 84.000 |
Skotvöllur | 1 | 52.500 |
Smáhýsi eða matsöluvagn (matvörudreifing) | 1 | 73.500 |
Smáhýsi eða matsöluvagn, takmarkað umfang | 0,5 | 42.125 |
Smásala á innpökkuðu sælgæti oþh. þar sem ekki er önnur matvörusala | 0,25 | 13.125 |
Snyrtistofa | 0,5 | 31.500 |
Snyrtistofa, fegrunarflúr /húðrof | 1 | 63.000 |
Snyrtivöruframleiðsla verksmiðja | 1 | 105.000 |
Sólbaðstofa | 0,5 | 47.250 |
Sorpflutningur og sorphirða | 1 | 89.250 |
Spennistöð | 0,5 | 34.125 |
Spilliefnamóttaka og flutningur spillefna | 0,5 | 44.625 |
Steinsmíði | 1 | 63.000 |
Súkkulaði- og sælgætisgerð | 1 | 126.000 |
Sultu- og ávaxtragrautargerð | 1 | 126.500 |
Sumarbúðir | 1 | 63.000 |
Sund- og baðstaður | 3 | 517.000 |
Sund- og baðstaður, takamarkað umfang | 2 | 295.500 |
Tannlæknastofa | 0,5 | 57.750 |
Te- og kaffi pökkun | 0,5 | 36.750 |
Tjaldstæði, þ. á. m. hjólhýsastæði | 0,5 | 31.500 |
Tóbakssala – verslun | 1 | 63.000 |
Trésmíðaverkstæði án lökkunar | 0,5 | 42.000 |
Trésmiði-innréttingaverksmiðja | 1 | 73.500 |
Trésmiðja – án lökkunar eða lítið umfang | 0,5 | 36.750 |
Varaaflstöð með olíubirgðum 5.000 íbúar | 12 | 1.077.000 |
Vatnsveita án vatnsbóls 1.000 – 5.000 íbúar | 4 | 359.000 |
Vatnsveita og vatnsból 25.001 – 30.000 íbúar | 22 | 2.090.000 |
Vatnsveita og vatnsból 30.001 – 50.000 íbúar | 25 | 2.375.000 |
Vatnsveita og vatnsból, einka | 1 | 84.500 |
Vatnsveita og/eða vatnsból |
1. gr.
Af hundum í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi skal Heilbrigðiseftirlitið innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, sem ætlað er að standi undir kostnaði við framkvæmd heilbrigðissamþykktar um hundahald, sbr. 13. gr. samþykktar nr. 1348/2022 um hundahald í Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ.
2. gr.
Af skráðum hundum skal innheimta árlegt leyfisgjald sem hér segir fyrir allt árið eða hluta úr ári. Innifalið í leyfisgjaldi er ábyrgðartrygging, númeraplata og umsýslugjald heilbrigðiseftirlitsins.
Einn hundur kr. 17.000
Ekki er innheimt leyfisgjald á því ári sem hundur er skráður.
3. gr.
Við afhendingu handsamaðs hunds ber að innheimta gjald sem hér segir:
Tvö tímagjöld heilbrigðiseftirlits kr. 42.000
Ekki er innheimt handsömunargjald af skráðum hundum.
Greiða skal þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu.
4. gr.
Gjalddagi samkvæmt 3. grein er 1. febrúar og eindagi 1. mars. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Gjöld skv. gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
5. grein
Hafi leyfishafi lokið námskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af heilbrigðiseftirlitinu, er heilbrigðisnefnd heimilt, að fenginni umsókn, að lækka gjöld skv. 3. grein gjaldskrár þessarar um allt að helming, frá þeim tíma sem fullnægjandi gögn voru lögð fram, enda mæli ekki önnur atriði á móti því sbr. samþykkt um hundahald nr. 154/2000. Skilyrt er að gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari séu ekki í vanskilum.
6. grein
Heilbrigðisnefnd er heimilt að fella niður eða lækka gjöld skv. 3. gr. gjaldskrár þessarar af leiðsöguhundum blindra, leitar- eða björgunarhundum. Ber að sækja um slíka lækkun eða niðurfellingu gjalda sérstaklega til heilbrigðisnefndar.
7. grein
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af Heilbrigðisnefnd Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness þann 3. október 2023, staðfestist hér með vísun til ákvæða 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, til þess að öðlast gildi þegar við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1470/2022 um hundahald í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Kópavogi 4. janúar 2024
f.h. heilbrigðisnefndar,
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Gjaldflokkur nr. | Tegund íláta | Gjald kr./ílát |
---|---|---|
Gjald fyrir blandaðan úrgang – hirðutíðni á 14 daga fresti | ||
1B | 240 l. tunna | 54.477 |
1D | 360 l. tunna | 81.716 |
1E | 660 l. kar | 149.812 |
1F | 2.500 l. djúpgámur | 453.976 |
1G | 4.000 l. djúpgámur | 907.952 |
1H | 5.000 l. djúpgámur | 1.134.940 |
Gjald fyrir matarleifar (lífúrgang) - hirðutíðni á 14 daga fresti | ||
2A | 140 l. tunna | 17.217 |
2F | 2.500 l. djúpgámur | 245.953 |
Gjald fyrir tvískipta tunnu blandaðs úrgangs og matarleifa - hirðutíðni á 14 daga fresti | ||
3C | 240 l. tvískipt tunna | 44.492 |
Gjald fyrir pappír/pappa - hirðutíðni á 21 dags fresti | ||
4B | 240 l. tunna | 6.692 |
4D | 360 l. tunna | 10.039 |
4E | 660 l. kar | 18.404 |
4F | 2.500 l. djúpgámur | 55.770 |
4G | 4.000 l. djúpgámur | 111.540 |
4H | 5.000 l. djúpgámur | 139.425 |
Gjald fyrir plastumbúðir - hirðutíðni á 21 dags fresti | ||
5B | 240 l. tunna | 6.986 |
5D | 360 l. tunna | 10.480 |
5E | 660 l. kar | 19.213 |
5F | 2.500 l. djúpgámur | 58.220 |
5G | 4.000 l. djúpgámur | 116.440 |
5H | 5.000 l. djúpgámur | 145.550 |
Gjald fyrir tvískipta tunnu pappír/pappa og plastumbúðir* - hirðutíðni á 21 dags fresti | ||
6C | 240 l. tvískipt tunna | 6.810 |
*Ath. aðeins í boði fyrir fámenn sérbýli (1-2 íbúa) | ||
Gjald vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva | ||
Gjaldflokkur þjónustu | Tegund þjónustu | Fast gjald kr. á íbúð |
7 | Rekstur grenndar- og endurvinnslustöðva | 22.729 |
Aðrir gjaldaliðir: Umsýslugjald við breytta samsetningu íláta | ||
Gjaldflokkur þjónustu | Tegund þjónustu | Gjald kr./skipti |
8 | Við breytingar á samsetningu íláta vegna sorphirðu | 3.300 |
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun heimilisúrgangs í Mosfellsbæ.
1. gr.
Innheimt er gjald fyrir meðhöndlun úrgangs frá heimilum í Mosfellsbæ eins og nánar er kveðið á um í gjaldskrá þessari.
2. gr.
Gjöldin samanstanda af breytilegum og föstum kostnaði vegna hirðu og losunar sveitarfélagsins og er ætlað að standa undir öllum kostnaði tengdum meðhöndlun heimilisúrgangs.
Breytilegt gjald, byggt á lítrafjölda hvers íláts, er ætlað að standa undir kostnaði við hirðu, förgun og annan kostnað í tengslum við sorphirðuna.
Fast gjald er gjald vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva sem er ætlað að standa undir kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í rekstri grenndar- og endurvinnslustöðva SORPU bs.
3. gr.
Sjá töflu.
4. gr.
Aukalosun er á ábyrgð heimilanna. Íbúum er bent á að leita til þjónustuaðila ef óskað er eftir losun á milli sorphirðudaga.
5. gr.
Í fjöleignarhúsum, með sameiginleg ílát fyrir úrgang, er gjöldum vegna meðhöndlunar heimilisúrgangs skipt eftir hlutfallstölum, þ.e. sá eignarhluti sem viðkomandi íbúðareigandi á í heildar húseigninni, sbr. lög um fjöleignarhús.
6. gr.
Gjöld skv. 3. gr. eru innheimt samhliða fasteignagjöldum. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar. Sorphirðugjald skal tryggt með lögveði í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga. Sveitarfélagið annast innheimtu gjalda samkvæmt þessari gjaldskrá.
7. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi, 6. desember 2023, með heimild í 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, og öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1705/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Aukastöðugjald vegna brota á reglum um notkun stöðureita, sjá 1. gr. – 2.500 kr.
Stöðvunarbrotagjald vegna annarra stöðvunarbrota, sjá 2. gr. – 5.000 kr.
Stöðvunarbrotagjald vegna brots á reglum um notkun á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra, sjá 3 gr. – 10.000 kr.
Ath. að verð hækkar eftir 14 og 28 daga ef skuld er enn ógreidd, sbr. 6. gr.
Auglýsing um gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Garðabæ, Sveitarfélaginu Álftanesi, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Seltjarnarneskaupstað og Mosfellsbæ.
1. gr.
Aukastöðugjald vegna brota á reglum um notkun stöðureita, sbr. 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. f-lið 1. mgr. 108. gr. sömu laga, skal vera 2.500 kr.
2. gr.
Stöðvunarbrotagjald vegna annarra stöðvunarbrota sbr. a-e lið 1. mgr. 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, að undanskildum j-lið 1. mgr. 28. gr., sbr. b-lið 1. mgr. 108. gr., skal vera 5.000 kr.
3. gr.
Stöðvunarbrotagjald vegna brots á reglum um notkun á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra, sbr. lið 1. mgr. 28. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. b-lið 1. mgr. 108. gr. sömu laga, skal vera 10.000 kr.
4. gr.
Þegar gjald skv. 1., 2. og 3. gr. er greitt innan þriggja virkra daga frá álagningu þess er heimilt að veita 1.100 kr. staðgreiðsluafslátt. Afslátturinn er aðeins veittur þegar álagningarseðill er greiddur án fyrirvara eða andmæla í bankastofnun eða heimabanka innan hins tilskilda frests.
5. gr.
Frestur til að andmæla stöðvunarbrotagjöldum er 28 dagar frá dagsetningu álagningar.
6. gr.
Séu gjöldin greidd innan 14 daga frá álagningu gilda ofangreindar fjárhæðir, en hækka eftir það um 50%, sbr. 5. mgr. 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Sé gjald enn ógreitt þegar 28 dagar eru liðnir frá álagningu, hækkar það um 100% frá upphaflegu gjaldi, án tillits til staðgreiðsluafsláttar og undangenginnar 50% hækkunar eftir 14 daga.
7. gr.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 5. mgr. 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, sbr. reglur um álagningu og innheimtu gjalds vegna stöðvunarbrota nr. 104/1998, sbr. breytingu á reglunum nr. 226/2004. Gjaldskráin öðlast gildi 1. júní 2010.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 27. apríl 2010
Kristján L. Möller
Ragnhildur Hjaltadóttir
B-deild – Útgáfud.: 14. maí 2010
Velferðarmál
1. gr.
Fyrir akstursþjónustu eldri borgara á vegum Mosfellsbæjar skv. reglum þar um skal einstaklingur greiða 702 kr. fyrir hverja ferð. Fari ferðafjöldi yfir 16 ferðir á mánuði greiðast 1.404 kr. fyrir hverja ferð. Sé þörf fyrir fylgdarmann innheimtir akstursaðili sama gjald fyrir hann og þann sem þjónustunnar nýtur.
2. gr.
Gjaldskráin skal taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á neysluvísitölu.
Samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar 28. desember 2018.
Upphæð í gjaldskrá þessari gildir frá 1. janúar 2024.
1. gr.
Fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks á vegum Mosfellsbæjar skal greiða gjald sem nemur hálfu almennu fargjaldi Strætó bs., sem innheimt er af akstursaðila.
Fatlaðir nemendur í framhalds- eða háskóla eiga kost á nemakorti skv. gjaldskrá Strætó bs. Sótt er um nemakort hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar.
2. gr.
Hafi notandi með sér farþega greiðir notandi sama gjald fyrir hann. Hafi notandi með sér aðstoðarmann sem talið er nauðsynlegt að ferðist með notanda greiðir notandi ekkert fyrir hann.
3. gr.
Reglur þessar eru settar skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Gjaldskrá þessi er sett skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og öðlast þegar gildi.
Upphæð í gjaldskrá þessari gildir frá 1. janúar 2022.
1. gr.
Gjald fyrir vistun í frístundaseli fer eftir fjölda skráðra klukkustunda. Gjald lækkar ekki þrátt fyrir skerta daga eða ef börn nýta ekki þjónustu s.s. vegna veikinda eða leyfis.
Hægt er að sækja um systkinaafslátt samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þar um, inn á umsókn um frístundasel.
2. gr.
Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístundaseljum er 406 kr., lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar.
Fyrir viðbótarvistun er greitt 3.218 kr. fyrir hvern dag.
Fyrir viðbótarvistun á sumarleyfistíma skóla er greitt 11.554 kr. fyrir hverja viku, miðað við 7 tíma vistun á dag en hálft það gjald sé vistun hálfan dag. Fyrir auka vistun á sumarleyfistíma milli kl. 8-9 eða 16-17 er greitt 545 kr. á klukkustund.
3. gr.
Breytingaóskir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar og taka gildi næstu mánaðarmót á eftir.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 6. desember 2023.
Upphæðir í gjaldskrá þessari gilda frá 1. janúar 2024.
1. gr.
Í samræmi við reglugerð nr. 1216/2008 um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum, sem sett er með stoð í 19. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra með síðari breytingum, skulu þeir sem dagdvalar njóta í Mosfellsbæ greiða:
1.020 krónur á dag skv. 3. mgr. 1. gr. rlg. 1185/2014.
2. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 20. nóvember 2013.
Gjaldskráin tekur breytingum í samræmi við breytingu á reglugerð um daggjöld stofnana og gildir frá 1. janúar 2022.
1. gr.
Gjald vegna heimsendingar fæðis frá íbúða- og þjónustuhúsi að Hlaðhömrum á vegum Mosfellsbæjar er sem hér segir: Heimsending á fæði kr. 327.
2. gr.
Gjaldskrá þessi skal taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á neysluvísitölu.
3. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Upphæð í gjaldskrá þessari gildir frá 1. janúar 2024.
1. gr.
Mánaðarleg húsaleiga í félagslegum íbúðum á vegum Mosfellsbæjar er sem hér segir:
- Grunngjald: 56.292 kr.
- Fermetraverð: 1.389 kr./m2
- Bílakjallari: 2.395 kr.
- Íbúðir byggðar eftir 2005: 3.593 kr.
2. gr.
Húsaleiga skv. 1. gr. tekur mánaðarlegum breytingum samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs.
3. gr.
Samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 10. mars 2021.
Upphæðir í gjaldskrá þessari gilda frá 1. janúar 2024.
1. gr.
Mánaðarleg húsaleiga í íbúðum aldraðra á vegum Mosfellsbæjar er sem hér segir:
Húsaleiga einstaklingsíbúða kr. 63.089.
2. gr.
Húsaleiga sbr. 1. gr. tekur mánaðarlegum breytingum í samræmi við vísitölu neysluverðs.
3. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 21. desember 2011.
Gjaldskrá þessi gildir frá 1. janúar 2024.
1. gr.
Gjald vegna námskeiða í félagsstarfi aldraðra á vegum Mosfellsbæjar er sem hér segir: námskeiðsgjald á kennslustund er 347 kr.
2. gr.
Gjald vegna ljósritunar er 43 kr. á A4 og 86 kr. A3 á blað.
Gjaldskrá þessi skal taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á neysluvísitölu.
3. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 22. nóvember 2012 og gildir frá og með 1. janúar 2013.
Upphæð í gjaldskrá þessari gildir frá 1. janúar 2024.
Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn.
1. gr.
Mosfellsbær greiðir stuðningsfjölskyldu barns þóknun fyrir hvern sólarhring sem barnið dvelur hjá fjölskyldunni. Greiðslur eru stigskiptar eftir umfangi fötlunar og/eða umönnunarþörf. Fyrir fötluð börn styðjast þær við umönnunarmat frá Tryggingastofnun ríkisins og þá flokkun sem fram kemur í reglugerð þar að lútandi.1
Fjárhæð greiðslna er sem hér segir:
- 1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 47.331 fyrir hvern sólarhring. - 2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 36.627 fyrir hvern sólarhring. - 3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 31.019 fyrir hvern sólarhring.
Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru skattaskyldar verktakagreiðslur en draga má frá kostnað samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra sem fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vísar á.
2. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er í bæjarstjórn, gildir frá og með 1. janúar 2024.
1Reglugerð nr. 504/1997, um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna.
1. gr.
Fyrir stuðningsþjónustu á vegum Mosfellsbæjar skal greiða gjald, sem nemur 2.305 kr. á klukkustund. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiði gjald sem nemur 1.062 kr. á klukkustund.
Gjaldskráin skal taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á neysluvísitölu.
2. gr.
Undanþegnir gjaldskyldu vegna stuðningsþjónustu skulu þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri/örorkulífeyri og óskerta tekjutryggingu.
Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald fyrir félagslega heimaþjónustu en sem nemur 75% af tekjum umfram lífeyri, eins og hann er skilgreindur hér að framan.
3. gr.
Fjölskyldunefnd er heimilt að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta stuðningsþjónustu eða fella greiðslu alveg niður. Skal þá tekið tillit til efnahags og annarra aðstæðna.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og gildir frá 1. janúar 2012.
Upphæðir í gjaldskrá þessari, sem er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar, gildir frá 1. janúar 2024.
1. gr.
Gjaldskrá þessi gildir vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við börn sem unnið er með á grundvelli d. liðar 1. mgr. 24. gr. og 85. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 ásamt ákvæðum VI. kafla reglugerðar nr. 652/2004 um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Mosfellsbær greiðir stuðningsfjölskyldu þóknun fyrir hvern sólarhring sem barnið dvelur hjá fjölskyldunni.
Fjárhæð greiðslna er kr. 31.019 fyrir hvern sólarhring.
Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru skattaskyldar verktakagreiðslur en draga má frá kostnað samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra sem velferðarsvið Mosfellsbæjar vísar á.
2. gr.
Upphæð í gjaldskrá þessari gildir frá og með 1. janúar 2024.
1. gr.
Leigjendur í leiguíbúðum aldraðra á vegum Mosfellsbæjar greiði mánaðarlega 5.698 kr. þjónustugjald sem mæti kostnaði við þrif á sameign, umhirðu lóðar, hita og rafmagns í sameign, hita í íbúð, öryggiskallkerfis og lyftu.
2. gr.
Gjaldskráin skal taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á neysluvísitölu.
3. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar 3. desember 2014, með heimild í 20. gr. nr 125/1999 um málefni aldraðra, og gildir frá og með 1. janúar 2015.
Upphæð í gjaldskrá þessari gildir frá 1. janúar 2024.