Reglur um mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar.
Nemendum í grunnskólum Mosfellsbæjar stendur til boða hádegisverður sem saman stendur af kjöt- eða fiskréttum, súpum, mjólkurvörum, brauði, grænmeti og ávöxtum. Matseðillinn er unninn samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættis Íslands um mataræði og er lögð áhersla á að hafa máltíðir fjölbreyttar og næringaríkar. Þá er jafnframt boðið upp á ávaxtabita.
Frá 1. ágúst 2024 eru máltíðir á skólatíma nemendum að kostnaðarlausu.
Eftirfarandi gildi um skólamáltíðir í grunnskólum:
- Sækja þarf um áskrift að skólamáltíðum. Sótt er um áskrift á mínum síðum á vef Mosfellsbæjar, með a.m.k. fimm daga fyrirvara.
- Í mötuneytisáskriftinni er hægt að velja um almennt fæði, grænmetisfæði (ekki kjöt) eða veganfæði (engar dýraafurðir).
- Ef nemandi er með einhvers konar matarofnæmi skal leggja fram læknisvottorð því til staðfestingar og matseðilinn verður aðlagaður því.
- Áskrift flyst á milli skólaára.
- Uppsögn af mötuneytisáskrift fer fram á mínum síðum á vef Mosfellsbæjar.