Tvær skipulagstillögur: Varmárskólasvæði og Tunguvegur
Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, og í tengslum við hana tillaga að breytingum á deiliskipulagi Tunguvegar við gatnamót Skólabrautar.
Hvað mun nýr leikskóli heita?
Í útibúi frá leikskólanum Huldubergi sem nú er risinn við Þrastarhöfða eru starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum.
Ljóðin taka af stað frá Hlemmi
Mosfellsbær og Strætó hvetur farþega sína til þess að njóta “ljóðanna í leiðinni” á ferðum sínum um borgina og vonast til að þau eigi eftir að gera Strætóferðirnar skemmtilegri en Strætó tekur þátt í hinni árlegu lestarhátíð sem að þessu sinni nefnist “Ljóð í leiðinni” og munu ljóð og ljóðlínur verða birt utan á strætó, inni í strætisvögnum, á biðskýlum og á veggspjöldum hér og þar um borgina. Það er einnig hægt að vera með ljóðin í símanum á leið um borgina, því þau munu birtast á farsímavef Bókmenntaborgarinnar, m.bokmenntaborgin.is.
Aukin framlög bæjarins til íþrótta og tómstunda. Tæp 60% hækkun frá 2012.
Nýir samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög vegna barna og unglingastarfs hafa nú verið undirritaðir. Samningarnir gilda fram til ársins 2017 og hafa tekið þó nokkrum breytingum frá síðustu samningum. Framlög verða aukin verulega og er gert ráð fyrir að beinir styrkir sveitarfélagsins til íþrótta- og tómstundafélaga muni hækka um tæp 60% frá árinu 2012 á samningstímanum, úr 53 mkr. í 84 mkr. á ári, segir í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ.Þá eru ótalinn sá styrkur sem liggur í fríum afnotum íþrótta- og tómstundafélaga af íþróttamannvirkjum bæjarfélagsins sem nemur um 200 mkr. á ári.