Eignasjóður Mosfellsbæjar leitar að hæfileikaríkum yfirverkefnastjóra til að stýra framkvæmdum hjá Mosfellsbæ. Yfirverkefnastjóri sinnir hlutverki staðgengils í fjarveru deildarstjóra.
Yfirverkefnastjóri ber ábyrgð á að nýframkvæmdum og viðhaldi sé vel stýrt innan úthlutaðs ramma. Hann hefur góða yfirsýn yfir fjárhagslega stöðu og framvindu verkefna. Um er að ræða framtíðarstarf í 100% starfshlutfalli á umhverfissviði Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær er sveitarfélagi í örum vexti og mörg áhugaverð verkefni framundan.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á framvindu nýframkvæmda og viðhalds
- Ábyrgð á kostnaðaráætlun verkefna og kostnaðargát
- Ábyrgð á verkefnastjórnun og teymisvinnu
- Ábyrgð á skjalavistun í samræmi við stefnu sveitarfélagsins
- Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til hagaðila
- Yfirumsjón og hagnýting kerfa tengdum Eignasjóði s.s. MainManager
- Þátttaka í þróunar og innleiðingu nýjunga á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskóla- og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla í gerð kostnaðaráætlana og kostnaðargátar
- Farsæl reynsla í eftirfylgni verklegra framkvæmda
- Góð þekking á verkefnastjórnun og teymisvinnu
- Gott vald á aðferðum og tólum til verkefnastjórnunar
- Gott vald á upplýsingatækni og framsetningu gagna
- Góðir skipulagshæfileikar, nákvæmni og samviskusemi
- Góð samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
- Jákvæðni og lausnarmiðuð hugsun
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2023.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Dóra Þorsteinsdóttir verkefnastjóri á umhverfissviði (katrin[hja]mos.is).
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.
Sækja um starf:
Tengt efni
Ólöf Kristín Sivertsen ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Mosfellsbær leitar að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Innkaupa- og rekstrarsérfræðingur hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær leitar að framsæknum, metnaðarfullum og talnaglöggum einstaklingi með brennandi áhuga á innkaupum og hagkvæmum rekstri.