Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. október 2023

Eigna­sjóð­ur Mos­fells­bæj­ar leit­ar að hæfi­leika­rík­um yf­ir­verk­efna­stjóra til að stýra fram­kvæmd­um hjá Mos­fells­bæ. Yf­ir­verk­efna­stjóri sinn­ir hlut­verki stað­gengils í fjar­veru deild­ar­stjóra.

Yf­ir­verk­efna­stjóri ber ábyrgð á að ný­fram­kvæmd­um og við­haldi sé vel stýrt inn­an út­hlut­aðs ramma. Hann hef­ur góða yf­ir­sýn yfir fjár­hags­lega stöðu og fram­vindu verk­efna. Um er að ræða fram­tíð­ar­starf í 100% starfs­hlut­falli á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.

Mos­fells­bær er sveit­ar­fé­lagi í örum vexti og mörg áhuga­verð verk­efni framund­an.

Helstu verk­efni og ábyrgð

  • Ábyrgð á fram­vindu ný­fram­kvæmda og við­halds
  • Ábyrgð á kostn­að­ar­áætlun verk­efna og kostn­að­ar­gát
  • Ábyrgð á verk­efna­stjórn­un og teym­is­vinnu
  • Ábyrgð á skjala­vist­un í sam­ræmi við stefnu sveit­ar­fé­lags­ins
  • Ráð­gjöf og upp­lýs­inga­miðlun til hag­að­ila
  • Yf­ir­um­sjón og hag­nýt­ing kerfa tengd­um Eigna­sjóði s.s. Main­Mana­ger
  • Þátttaka í þró­un­ar og inn­leið­ingu nýj­unga á svið­inu

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur

  • Há­skóla- og fram­halds­mennt­un sem nýt­ist í starfi
  • Far­sæl reynsla í gerð kostn­að­ar­áætl­ana og kostn­að­ar­gát­ar
  • Far­sæl reynsla í eft­ir­fylgni verk­legra fram­kvæmda
  • Góð þekk­ing á verk­efna­stjórn­un og teym­is­vinnu
  • Gott vald á að­ferð­um og tól­um til verk­efna­stjórn­un­ar
  • Gott vald á upp­lýs­inga­tækni og fram­setn­ingu gagna
  • Góð­ir skipu­lags­hæfi­leik­ar, ná­kvæmni og sam­visku­semi
  • Góð sam­skipta­hæfni og þjón­ustumið­uð hugs­un
  • Já­kvæðni og lausn­ar­mið­uð hugs­un
  • Frum­kvæði og sjálf­stæði í vinnu­brögð­um
  • Góð hæfni til að tjá sig í rit­uðu og töl­uðu máli, bæði á ís­lensku og ensku

Um­sókn­ir skulu inni­halda starfs­fer­ils­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyr­ir ástæðu um­sókn­ar og hæfni um­sækj­anda sem nýt­ist í starf­inu. Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 27. októ­ber 2023.

Laun eru sam­kvæmt samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og við­kom­andi stétt­ar­fé­laga.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Katrín Dóra Þor­steins­dótt­ir verk­efna­stjóri á um­hverf­is­sviði (kat­rin[hja]mos.is).

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á jafn­rétti og hvet­ur öll áhuga­söm til að sækja um starf­ið, óháð kyni, fötlun eða menn­ing­ar­leg­um bak­grunni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00