Dagur Listaskólans fór fram laugardaginn 1. mars sl. Það var opið hús í öllum deildum skólans og gestum boðið að koma og kynna sér starfsemina. Tónlistardeildin bauð upp á tónlist og hljóðfærakynningar í öllum stofum og myndlistarskólinn sýndi listaverk á göngunum. Einnig var opið hús í Bæjarleikhúsinu þar sem Leikfélag Mosfellssveitar tók á móti gestum en leikfélagið mun frumsýna Galdrakarlinn í Oz í mars. Skólahljómsveitin var síðan með opna æfingu í Hátíðarsal Varmárskóla.
Tengt efni
Dagur Listaskólans 1. mars 2025
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli