Opið hús verður í öllum deildum Listaskólans laugardaginn 1. mars og er gestum boðið að koma og kynna sér starfsemina:
Tónlistardeild: Háholti 14 á 3. hæð á milli kl. 11:00 – 13:00. Tónlist og hljóðfærakynningar í öllum stofum.
Skólahljómsveit: Gestum er boðið að hlýða á opna æfingu C sveitar í Hátíðarsal Varmárskóla á milli kl. 10:00 – 12:00
Leikfélagi Mosfellssveitar: Opið hús í Bæjarleikhúsinu milli kl. 11:00 – 12:00. Galdrakarlinn í OZ frumsýndur í mars.
Myndlistarskólinn: sýnir myndverk á göngum Listaskólans, Háholti 14 frá kl. 11:00 – 13:00