Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. október 2024

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri af­henti Lista­skól­an­um form­lega nýj­an flyg­il að gjöf frá Mos­fells­bæ á fyrstu tón­leik­um haust­tón­leika­daga skól­ans sem fóru fram 15. – 17. októ­ber í fé­lags­heim­il­inu Hlé­garði.

Flyg­ill­inn er af gerð­inni Yamaha S3X–PE Premium Grand og hef­ur Lista­skól­inn lán­að Hlé­garði hljóð­fær­ið á með­an eldri flygill sem þar hef­ur ver­ið, 50 ára gam­all Bösendorfer konsert­flygill, verð­ur tek­inn í gegn og lag­færð­ur. Reikn­að er með að sú fram­kvæmd muni taka 1-3 ár.

Um svo­kall­að­an S3 seríu flyg­il er að ræða og er hann fram­leidd­ur af hand­versk­mönn­um Yamaha í Kakeg­awa í Jap­an. Sú sería var þró­uð út frá Yamaha CFX konsert­flygl­in­um sem er flaggskip Yamaha og eitt af fremstu tón­leika­húss­hljóð­fær­um í heim­in­um. Þessi teng­ing gef­ur flygl­in­um hljóm sem nálg­ast gæði konsert­flygils og set­ur flygil­inn því skör hærra en flesta að­r­ir flygla af sam­bæri­legri stærð.

S3 flygl­ar eru þekkt­ir fyr­ir djúp­an ríku­leg­an hljóm og jafn­vægi milli bjart­ari og mýkri tóna. Hljóm­borð­ið er lofað fyr­ir góða áslátt­ar­næmni og ger­ir pí­anó­leik­ur­um  kleift að tjá sig með meiri ná­kvæmni í túlk­un og tónstyrk. Bygg­ing­ar­efni flygils­ins er há­gæða evr­ópskt greni, hann­að til að standast álag og halda lög­un og gef­ur hljóm­botn­in­um sér­staka eig­in­leika þeg­ar kem­ur að tón­end­urkasti.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00