Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar verða haldnir í Guðríðarkirkju sunnudaginn 8. maí kl. 16:00.
Yfirskrift tónleikanna eru Senor del amor, en það eru upphafsorðin í Flamenco messu sem kórinn frumflytur. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efnisskrá og meðal þess sem kórinn flytur verður mjög athyglisverð Flamenco Messa eftir P. Peña, J. Torregrosa og J. F. de Latorre. Meðal annarra söngverkefna verða verk allt frá endureisnartímabilinu fram til dagsins í dag, lög m.a. eftir M. Franck, J. Dowland, Gunnar Reyni Sveinsson, L. Cohen og Bítlana í útsetningu Kings Singers. Þá verða flutt þekkt þjóðlög frá ýmsum löndum.
Ásdís Arnalds syngur einsöng, Hrafnkell Sighvatsson, Ívar Símonarson og Sigursteinn Orri H. Melsteð leika á gítara og Magnús Pálsson leikur á klarinett. Stjórnandi er Símon H. Ívarsson.
Miðar eru seldir við innganginn og einnig er hægt að kaupa miða í forsölu hjá kórmeðlimum.
Miðaverð:
- 1.500 kr. fyrir fullorðna
- 1.000 kr. fyrir eldri borgara
- ókeypis fyrir börn
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.