Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2011

Vor­tón­leik­ar Kammerkórs Mos­fells­bæj­ar verða haldn­ir í Guðríð­ar­kirkju sunnu­dag­inn 8. maí kl. 16:00.

Yf­ir­skrift  tón­leik­anna eru Sen­or del amor, en það eru upp­hafs­orð­in í Flamenco messu sem kór­inn frum­flyt­ur. Á tón­leik­un­um verð­ur flutt fjöl­breytt efn­is­skrá og með­al þess sem kór­inn flyt­ur verð­ur mjög at­hygl­is­verð Flamenco Messa eft­ir P. Peña, J. Tor­regrosa og J. F. de Lator­re. Með­al annarra söngverk­efna verða verk allt frá endureisn­ar­tíma­bil­inu fram til dags­ins í dag, lög m.a. eft­ir M. Franck, J. Dow­land, Gunn­ar Reyni Sveins­son, L. Cohen og Bítl­ana í út­setn­ingu Kings Sin­gers. Þá verða flutt þekkt þjóð­lög frá ýms­um lönd­um.

Ás­dís Arn­alds syng­ur ein­söng, Hrafn­kell Sig­hvats­son, Ívar Sím­on­ar­son og Sig­ur­steinn Orri H. Mel­steð leika á gít­ara og Magnús Páls­son leik­ur á klar­in­ett. Stjórn­andi er Sím­on H. Ívars­son.

Mið­ar eru seld­ir við inn­gang­inn og einnig er hægt að kaupa miða í for­sölu hjá kór­með­lim­um.

Miða­verð:

  • 1.500 kr. fyr­ir full­orðna
  • 1.000 kr. fyr­ir eldri borg­ara
  • ókeyp­is fyr­ir börn

Tengt efni