Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. júní 2024

Ála­fosskvos­in er fal­legt svæði með ríka sögu sem í gegn­um tíð­ina hef­ur dreg­ið til sín marga gesti, bæði inn­lenda og er­lenda.

Mark­aðs­stofa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins vinn­ur nú í sam­starfi við Mos­fells­bæ að því að kanna áhuga og for­send­ur til þess að efla Ála­fosskvos­ina sem áfangastað fyr­ir gesti.

Hluti af þeirri vinnu var vinnu­stofa um Ála­fosskvos­ina sem hald­in var þann 28. maí í Hlé­garði þar sem mark­mið­ið var að heyra radd­ir hags­muna­að­ila til að kanna hvort og hvern­ig efla megi Ála­fosskvos­ina sem áfangastað. Áhersla var lögð á að ræða hvað það er sem ger­ir Ála­fosskvos­ina að áhuga­verð­um stað til að heim­sækja, fyr­ir hvern svæð­ið er áhuga­vert, hvers kon­ar gest­ir henta því og hvað er hægt að gera til að efla Ála­fosskvos­ina sem áfangastað.

Þátttaka í vinnu­stof­unni var góð en m.a. voru full­trú­ar frá íbúa­sam­tök­un­um, fé­laga­sam­tök­um, full­trú­ar frá Mos­fells­bæ og ferða­þjón­ustu­að­il­ar frá bæði Mos­fells­bæ og höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ljóst er að mörg tæk­færi eru í Ála­fosskvos­inni og flest­ir sam­mála um að þar væri um að ræða ein­stakt svæði sem get­ur haft mik­ið að­drátt­ar­afl fyr­ir gesti. Á fund­in­um komu fram skemmti­leg­ar og fjöl­breytt­ar hug­mynd­ir um hvaða upp­lif­un er hægt að bjóða upp á svæð­inu og mun Mark­aðs­stofa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins taka þær sam­an og kynna þær fyr­ir Mos­fells­bæ og við­eig­andi hag­að­il­um í fram­hald­inu fyr­ir sum­ar­lok.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00