Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. mars 2025

Fyrsta skóflu­stung­an var tekin í dag að tveim­ur fjöl­býl­is­hús­um við Úu­götu 10-12 þar sem Bjarg íbúða­fé­lag bygg­ir 24 íbúð­ir.

Fé­lag­ið er sjálf­seign­ar­stofn­un sem er rekin án hagn­að­ar­mark­miða og er ætlað að tryggja tekju­lág­um ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um á vinnu­mark­aði, sem eru full­gild­ir fé­lags­menn að­ild­ar­fé­laga ASÍ eða BSRB, að­gengi að ör­uggu íbúð­ar­hús­næði í lang­tíma­leigu. Um er að ræða svo­kölluð leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd og voru fyrstu íbúð­irn­ar á þeirra veg­um af­hent­ar leigu­tök­um í júní 2019.

Bæj­ar­ráð sam­þykkti út­hlut­un lóð­anna í tengsl­um við 5. áfanga Helga­fells­hverf­is. Á því svæði hef­ur ver­ið skipu­lögð 151 íbúð sem mynd­ar bland­aða byggð í hlíð á móti suðri.

Skóflu­stung­una tóku þau Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Ólaf­ur Ósk­ars­son formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar og Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Fyr­ir hönd Bjargs var Björn Trausta­son fram­kvæmda­stjóri og fyr­ir hönd bygg­ing­ar­að­ila þeir Bald­ur Páls­son og Hjálm­ar Jóns­son hjá Eð­al­bygg­ing­um og Finn­björn A. Her­manns­son formað­ur ASÍ.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar:

,,Þetta er mjög ánægju­leg­ur áfangi og mik­il­vægt að geta boð­ið upp á íbúð­ir til lang­tíma­leigu á hag­stæðu verði hér í Mos­fells­bæ”.

Björn Trausta­son fram­kvæmda­stjóri Bjargs íbúða­leigu­fé­lags:

“Verk­efn­ið mark­ar upp­haf­ið á far­sælu sam­starfi við Mos­fells­bæ og er mik­il­væg­ur áfangi í upp­bygg­ingu ör­uggs leigu­hús­næð­is.”

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00