Upplýsingabæklingi með lukkunúmeri var dreift inn á heimili í Mosfellsbæ í lok febrúar með nánari upplýsingum um flokkun á plasti en íbúar í Mosfellsbæ hafa frá því í byrjun mars getað flokkað plast frá heimilissorpi með því að setja það sér í poka og beint í gráu tunnuna með almenna sorpinu.
Í bæklingnum var happdrættisnúmer þar sem vinningar voru óvæntur glaðningur, glæsilegur kvöldverður fyrir tvo með Gourmet gjafabréfi Óskaskríns.
Dregnir voru út vinningshafar í leiknum um miðjan maí og þeim gefinn sá kostur að vitja vinninganna fyrir 18. maí. Enginn vitjaði þeirra og því hefur verið dregið aftur í lukkuleiknum. Að þessu sinni komu upp númerin: 2888 og 1238.
Númerið má sjá neðst í vinstra horni bæklingsins.
Mosfellsbæ óskar vinningshöfum hjartanlega til hamingju með vinningana.
Vinningshafar geta vitjað vinninga í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Vinningin þarf að sækja í síðasta lagi föstudaginn 10. júní.