Samband íslenskra sveitarfélaga hélt kynningarfund föstudaginn 15. febrúar í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna sem ætlaður var kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga
Á fundinum sagði Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar frá innleiðingu heimsmarkmiða í þeirri endurskoðun á umhverfisstefnu Mosfellsbæjar sem nú stendur yfir og hvernig unnið er að samþættingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og áherslna Mosfellsbæjar í umhverfismálum. Í máli Haraldar kom fram að Mosfellsbær hefur náð eftirtektarverðum árangri á sviði stjórnunar umhverfismála.
Í nýlegri skýrslu Nordregio er vinna Mosfellsbæjar að nýrri umhverfisstefnu með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna tekin sem dæmi um það hvernig lítil og meðalstór sveitarfélög geta horft til heimsmarkmiðanna og nýtt sér þau í sinni starfsemi og þjónustu.