Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. mars 2019

Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hélt kynn­ing­ar­fund föstu­dag­inn 15. fe­brú­ar í sam­starfi við verk­efna­stjórn heims­mark­mið­anna sem ætl­að­ur var kjörn­um full­trú­um og starfs­mönn­um sveit­ar­fé­laga

Á fund­in­um sagði Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar frá inn­leið­ingu heims­mark­miða í þeirri end­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem nú stend­ur yfir og hvernig unn­ið er að sam­þætt­ingu heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna og áherslna Mos­fells­bæj­ar í um­hverf­is­mál­um. Í máli Har­ald­ar kom fram að Mos­fells­bær hef­ur náð eft­ir­tekt­ar­verð­um ár­angri á sviði stjórn­un­ar um­hverf­is­mála.

Í ný­legri skýrslu Nor­dreg­io er vinna Mos­fells­bæj­ar að nýrri um­hverf­is­stefnu með hlið­sjón af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna tek­in sem dæmi um það hvernig lít­il og með­al­stór sveit­ar­fé­lög geta horft til heims­mark­mið­anna og nýtt sér þau í sinni starf­semi og þjón­ustu.

Tengt efni

  • Stóri Plokk­dag­ur­inn 30. apríl 2023

    Með þátt­tök­u í Stóra plokk­deg­in­um vill Mos­fells­bær taka virk­an þátt í þessu metn­að­ar­fulla um­hverf­isátaki sem fer fram und­ir merkj­um fé­lags­skap­ar­ins Plokk á Ís­landi.

  • Þriggja ára plokk­ari

    Stein­ar Þór Björns­son rúm­lega þriggja ára plokk­ari og fyr­ir­mynd­ar Mos­fell­ing­ur hef­ur ver­ið öfl­ug­ur í að plokka með að­stoð pabba síns.

  • Mink­ar á ferð

    Mos­fells­bæ hafa borist ábend­ing­ar um óvenju marga minka á ferð­inni í Reykja­hverfi í Mos­fells­bæ síð­ast­liðna daga sem hafa drep­ið hæn­ur og dúf­ur í hverf­inu.