Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. nóvember 2018

Ný­lega kom út skýrsla á veg­um nor­rænu fræða­stofn­un­ar­inn­ar Nor­dreg­io um vinnu sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­lönd­um við að ná fram heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un.

Skýrsl­an ber heit­ið Global goals for local pri­o­rities: The 2030 Ag­enda at local level og fjall­ar um sveit­ar­fé­lög sem teljast frum­kvöðl­ar í vinnu við út­færslu heims­mark­mið­anna.

Í skýrsl­unni er Mos­fells­bær tek­inn sem dæmi um sveit­ar­fé­lag sem hef­ur tryggt að vinna við nýja um­hverf­is­stefnu hafi hlið­sjón af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna og önn­ur sveit­ar­fé­lög geti horft til. Sér­stak­lega er fjallað um það hvern­ig Mos­fells­bær teng­ir markmið um­hverf­is­stefn­unn­ar við heims­mark­mið­in og sam­ráð við og þátt­töku íbúa við gerð henn­ar.

Kallað eft­ir hug­mynd­um íbúa

Um­hverf­is­stefna Mos­fells­bæj­ar hef­ur ver­ið í vinnslu frá byrj­un árs 2017 og ný­skip­uð um­hverf­is­nefnd legg­ur nú loka­hönd á stefn­una. Í vinnu við gerð um­hverf­is­stefn­unn­ar var boð­að til op­ins fund­ar í mars 2018 þar sem kallað var eft­ir hug­mynd­um íbúa um það hverj­ar áhersl­ur Mos­fells­bæj­ar ættu að vera í um­hverf­is­mál­um. Sér­stak­lega var kallað eft­ir hug­mynd­um á sviði skóg­rækt­ar, land­græðslu, loft­lags­mála, vist­vænna sam­gangna, úti­vist­ar, sorp­mála og nátt­úru­vernd­ar al­mennt.

Fund­ur­inn heppn­að­ist vel og marg­ar góð­ar ábend­ing­ar voru sett­ar fram sem um­hverf­is­nefnd hef­ur unn­ið úr við mót­un um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Um­hverf­is­stefn­an að­gengi­leg

Í skýrslu Nor­dreg­io er sér­stak­lega fjallað um þá ákvörð­un sitj­andi bæj­ar­yf­ir­valda í Mos­fells­bæ 2014-2018 að ljúka ekki gerð um­hverf­is­stefn­unn­ar fyr­ir lok síð­asta kjör­tíma­bils held­ur að fela nýrri um­hverf­is­nefnd og bæj­ar­stjórn að ljúka við gerð henn­ar. Þá er tal­ið mik­il­vægt að lögð er áhersla á að um­hverf­is­stefn­an verði einkar að­gengi­leg íbú­um.

Mos­fells­bær hef­ur um ára­bil ver­ið virk­ur þátt­tak­andi í Stað­ar­dagskrá 21 og setti árið 2009 fram stefnu um sjálf­bært sam­fé­lag í Mos­fells­bæ auk fram­kvæmda­áætl­un­ar og lista yfir verk­efni hvers árs.

Nor­dreg­io tel­ur Mos­fells­bæ vera gott dæmi um það hvern­ig smærri sveit­ar­fé­lög geti unn­ið að sjálf­bærni í sínu sveit­ar­fé­lagi með hlið­sjón af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna á grunni virkr­ar þátt­töku íbúa í sátt við hags­muna­að­ila.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00