Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. apríl 2023

Skipu­lags­nefnd hef­ur sam­þykki að heim­ila skipu­lags­full­trúa Mos­fells­bæj­ar að hefja und­ir­bún­ing vinnu við mót­un fyrsta áfanga deili­skipu­lags íbúð­ar­byggð­ar að Blika­stöð­um.

Und­ir­bún­ing­ur deili­skipu­lags­ins mun taka mið af til­lögu um ramma­skipu­lags lands­ins og frumdrög­um að­al­skipu­lags.

Upp­bygg­ing íbúð­ar­byggð­ar að Blika­stöð­um hef­ur leg­ið fyr­ir á áætl­un­um sveit­ar­fé­lags­ins um langt skeið. Í gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar er gert ráð fyr­ir um­fangs­mik­illi byggð á um 82 hekt­ara svæði í Blikastaðalandi. Vinna við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar hef­ur með­al ann­ars leitt af sér markmið um þétt­ari upp­bygg­ingu á svæð­inu. Markmið um þétt­ari upp­bygg­ingu er í sam­ræmi við breytt­ar að­stæð­ur og áhersl­ur í upp­bygg­ingu íbúð­ar­byggð­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Veiga­mesta breyt­ing að­stæðna felst í stefnu­mörk­un og vinnu við sam­göngu- og þró­un­ar­ás fyr­ir há­gæða­kerfi al­menn­ings­sam­ganga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem í dag­legu máli er kallað Borg­ar­lína.

Á und­an­förn­um árum hef­ur far­ið fram vinna að hálfu land­eig­enda og sveit­ar­fé­lags­ins um þró­un, hönn­un og rýni gæða og getu upp­bygg­ing­ar að Blikastaðalandi. Vinna þessi hef­ur byggt á til­lög­um og gögn­um frá ráð­gjöf­um Alta sem unn­ið hafa ramma­skipu­lag og ramma­hluta að­al­skipu­lags sem sveit­ar­fé­lag­ið og skipu­lags­nefnd hef­ur fjallað um, með­höndlað og sam­þykkt inn í grein­ar­gerð frumdraga að­al­skipu­lags. Skipu­lags­nefnd hef­ur þann­ig af­greitt og inn­fært hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu lands­ins inn í nýtt að­al­skipu­lag til sam­ræm­is við ramma­skipu­lag og upp­bygg­ing­ar­samn­ing.

„Þessi áfangi mark­ar tíma­mót í þessu mik­il­væga verk­efni og mjög ánægju­legt að við séum komin á þenn­an stað“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri. Næstu skref felast með­al ann­ars í að rýna skipu­lag­ið út frá því hvern­ig verði tryggt að fyrsti hluti upp­bygg­ing­ar verði sjálf­bær um þjón­ustu, al­menn­ings­sam­göng­ur, skóla, veit­ur, græna inn­viði og aðra mik­il­væga þætti. Þá þarf að marka ásýnd byggð­ar­inn­ar og stað­setja skóla- og íþrótta­svæði. All­ar til­lög­ur og út­færsl­ur munu koma til um­fjöll­un­ar og af­greiðslu hjá skipu­lags­nefnd líkt og skipu­lagslög segja til um og íbú­ar og að­r­ir hag­haf­ar verða með í ráð­um sem er í senn lög­bund­ið og hluti af áhersl­um Mos­fells­bæj­ar á sviði lýð­ræð­is­mála.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00