Mosfellsbær og Afturelding vinna að þarfagreiningu fyrir nýja þjónustu- og aðkomubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá.
Henni er ætlað að verða miðpunktur íþróttamiðstöðvarinnar þar sem veitt er ýmiskonar þjónusta með fjölbreyttri aðstöðu fyrir iðkendur, starfsfólk og gesti.
Mikilvægur liður í þeirri vinnu er könnun meðal hagaðila og íbúa.
Markmið spurningakönnunarinnar er að afla upplýsinga um þarfir og væntingar ólíkra hópa til þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Mosfellsbær hvetur öll til að taka þátt og hafa þannig áhrif á uppbygginguna.
Könnunin er opin til 15. mars.
Tengt efni
Starfsemi Eldingar að Varmá lýkur 30. júní næstkomandi
Þann 30. júní lýkur samstarfi Mosfellsbæjar og Eldingar um aðstöðu til almennrar líkamsræktar og styrktarþjálfunar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir Fellið
Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun.
Fjölnota íþróttahús vígt að Varmá
Nýtt fjölnota íþróttahús var vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember við hátíðlega athöfn.