Þann 30. júní lýkur samstarfi Mosfellsbæjar og Eldingar um aðstöðu til almennrar líkamsræktar og styrktarþjálfunar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Samstarfið hefur staðið óslitið yfir frá árinu 2007 þar sem bæði hefur verið í boði almenn líkamsrækt en einnig hefur Elding rekið samkvæmt þjónustusamningi við Mosfellsbæ sérhæfða aðstöðu til styrktarþjálfunar fyrir afreks- og íþróttafólk í Mosfellsbæ. Starfsemi Eldingar hefur þannig beinst að því að veita almenningi, íþróttafólki og afreksíþróttafólki þjónustu og stuðning.
Starfsemi Eldingar byggir bæði á íþróttastefnu Mosfellsbæjar og reglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þá hefur samstarfið einnig beinst að lýðheilsuverkefnum og samstarfi um þau þvert á sveitarfélagið auk samvinnu við grunnskóla. Elding stefnir á að opna nýja styrktar og þjálfunaraðstöðu síðar í sumar eða með haustinu.
Afturelding mun taka við því húsnæði sem Elding hefur haft til umráða og starfrækja sérhæfða aðstöðu til styrktarþjálfunar fyrir afreks- og íþróttafólk í Mosfellsbæ. Um er að ræða afreks- og íþróttafólk í UMFA, GolfMos, Hestamannafélagi Harðar, Motomos og Öspinni.
Mosfellsbær þakkar forsvarsmönnum Eldingar samstarfið á liðnum árum og óskar þeim velfarnaðar.
Tengt efni
Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir Fellið
Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun.
Fjölnota íþróttahús vígt að Varmá
Nýtt fjölnota íþróttahús var vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember við hátíðlega athöfn.
Nafnasamkeppni fyrir nýja fjölnota knattspyrnuhúsið
Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember kl. 13:00-15:00.