Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. desember 2019

Nýtt fjöl­nota íþrótta­hús að Varmá hef­ur ver­ið tek­ið í notk­un.

Efnt var til nafna­sam­keppni fyr­ir nýja hús­ið og skip­uð var sér­stök nafna­nefnd Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar. Í nefnd­inni sátu frá Mos­fells­bæ þau Bjarki Bjarna­son og Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir en full­trúi Aft­ur­eld­ing­ar var Geir­arð­ur Þór Long. Starfs­mað­ur nefnd­ar­inn­ar var Sig­urð­ur Guð­munds­son íþrótta­full­trúi Mos­fells­bæj­ar.

Alls sendu 206 bæj­ar­bú­ar inn til­lög­ur sín­ar í nafna­sam­keppn­ina og komu fram 135 til­lög­ur að heiti á hús­inu. Nefnd­in hélt tvo fundi og varð það nið­ur­staða nefnd­ar­inn­ar að velja nafn­ið Fell­ið sem 6 ein­stak­ling­ar lögðu til. Þau sem lögðu nafn­ið til eru Ingi­björg Ívars­dótt­ir, Hafdís Bene­dikts­dótt­ir, Magnea Ingi­mund­ar­dótt­ir, Agn­ar Dav­íð Hall­dórs­son, Elín Kon­ráðs­dótt­ir og Rakel Bald­urs­dótt­ir.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00