Nýtt fjölnota íþróttahús var vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember við hátíðlega athöfn.
Húsið er sérútbúið fyrir knattspyrnu en einnig eru þar þrjár hlaupabrautir ásamt göngubraut umhverfis völlinn.
Húsið er um 4000m² að stærð og kærkomin viðbót við þá aðstöðu sem fyrir er. Iðkendum í barna- og unglingastarfi hefur fjölgað mikið undanfarið hjá Aftureldingu og eru flestir í knattspyrnudeildinni eða rétt rúmlega 600.
Æfingar eru hafnar og almenn ánægja með húsið meðal iðkenda.
Tengt efni
Vilt þú hafa áhrif á uppbyggingu að Varmá?
Mosfellsbær og Afturelding vinna að þarfagreiningu fyrir nýja þjónustu- og aðkomubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá.
Starfsemi Eldingar að Varmá lýkur 30. júní næstkomandi
Þann 30. júní lýkur samstarfi Mosfellsbæjar og Eldingar um aðstöðu til almennrar líkamsræktar og styrktarþjálfunar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir Fellið
Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun.